Fréttir

Straumlaust verður sólarhring fyrr en áður var auglýst

Rarik hefur flýtt áður auglýstu straumleysi í stórum hluta Húnabyggðar og á Skagaströnd, sem vera átti frá klukkan 23:00 fimmtudaginn 4. september og til 05:00 föstudaginn 5. september, um sólarhring.
Meira

Nóg um að vera hjá Skagfirðingasveit og nýr formaður

Það var nóg um að vera hjá björgunarsveitinni Skagfirðingasveit um helgina en helgin hófst á afmælishátið sveitarinnar sl. föstudag. Upphaflega planið var þó að halda hátíðina í vor en vegna veikinda varð lítið úr störfum afmælisnefndar og því frestaðist viðburðurinn. Daginn eftir afmælisveisluna hélt sveitin svo með veltibílinn á Sveitasæluna í reiðhöllina Svaðastaði við mjög miklar vinsældir gesta sælunnar. 
Meira

Haustþing leikskólastarfsmanna á Norðurlandi vestra

Haustþing starfsfólks leikskóla á Norðurlandi vestra var haldið á Blönduósi þann 29. ágúst síðastliðinn. Þingið er haldið annað hvert ár og nú var komið að leikskólastjórum leikskóla í Húnavatnssýslum að halda þingið með dyggri aðstoð Farskólans. Þingið sóttu alls um 116 starfsmenn leikskólanna.
Meira

Næstflestar umsóknir bárust frá Norðurlandi vestra

Fjölmargar umsóknir bárust í viðskiptahraðalinn Startup Landið,  en umsóknarfresti lauk á miðnætti síðastliðinn sunnudag. Startup Landið er sjö vikna viðskiptahraðall sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðinni. Markmiðið er að efla nýsköpun og skapa vettvang fyrir hugmyndir sem geta vaxið og dafnað á landsbyggðinni.
Meira

Sjö af 22 löxum sem bárust Hafró reyndust vera eldislaxar

Húnahornið segir af því að samkvæmt sameiginlegri tilkynningu Matvælastofnunar, Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunar um stöðu upprunagreininga laxa sem veiðst hafa, þá hafa samtals 22 laxar borist Hafrannsóknastofnun og sýni úr þeim verið send til erfðagreiningar. Þar af eru sjö fiskar staðfestir eldislaxar og því 15 sem reyndust villtir. Eldislaxarnir veiddust í Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Miðfjarðará og Haukadalsá. Tilkynningar hafa borist um sex laxa til viðbótar með eldiseinkenni.
Meira

Sr. Gylfi Jónsson látinn

Sr. Gylfi Jónsson er látinn. Gylfi og Solveig Lára bjuggu á Hólastað þegar Solveig gengdi embætti vígslubiskups á Hólum á árunum 2012-2022. Gylfi starfaði í gamla Hofsóss- og Hólaprestakalli og var hægri hönd konu sinnar og mikill gleðigjafi hvar sem hann kom. Hann stjórnaði m.a söngstundum á dvalarheimilinu á Sauðárkróki allt upp í vikulega meðan hann bjó í Skagafirði. Það er margs að minnast og margs að sakna.
Meira

Hátt í 200 Skagfirðingar mættir á EuroBasket

Íslenska landsliðið í körfubolta hefur staðið sig með ágætum á EuroBasket sem fram fer m.a. í Póllandi þessa dagana. Góðar frammistöður hafa þó ekki enn skilað langþráðum sigurleik á stórmóti. Réttlætiskennd Íslendinga var síðan stórlega misboðið á sunnudag þegar Ísland varð að lúffa fyrir vanhæfu dómaratríói sem virtist hafa það eina markmið að tryggja pólsku heimaliði sigurinn – sem þeim tókst því miður. Feykir hafði samband við Palla Friðriks sem er á staðnum auk hátt í 200 Skagfirðinga.
Meira

Skorað á ríkisstjórnina að drífa í gang vinnu vegna verknámshúss FNV

Á síðasta fundi byggðarráðs Skagafjarðar lýstu fundarmenn yfir áhyggjum af hægagangi stjórnvalda við hönnun og uppbyggingu á fyrirhugaðri stækkun verknámshúss Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Fram kemur í fundargerð að samkvæmt upplýsingum virðist lítið að gerast í hönnun eða gerð útboðsgagna og vantar t.d. ennþá upplýsingar frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum um stærð byggingareits og fleira til að unnt sé að ljúka gerð deiliskipulags fyrir framkvæmdina.
Meira

Vatnsdælurefillinn formlega afhentur

Vatnsdælurefillinn var afhentur formlega til samfélagsins í Húnabyggð að viðstöddu fjölmenni í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi sl. föstudag. Verkefnið hófst fyrir rúmlega 13 árum og því lauk í lok nóvember á síðasta ári.
Meira

Margt um manninn og mikið fjör

Sveitasæla Skagafjarðar sem fram fór sl. laugardag 30. ágúst gekk eins og í sögu. Hanna Kristín Friðriksdóttir, atvinnuvegaráðherra setti hátíðina og Sigfús Ingi Sigfússon sveitastjóri Skagafjarðar ávarpaði einnig gesti. Sæþór Már mætti með gítarinn og hélt uppi stuðinu.
Meira