Fréttir

Rabb-a-babb 236: Sandra Hilmars

Að þessu sinni er það Sandra Hilmarsdóttir, '90 módel, sem svarar Rabbinu í Feyki. Sandra býr á Sauðárkróki og er gift Birki Fannari Gunnlaugssyni og saman eiga þau drengina Hauk Frey 13 ára og Kára Þór 7 ára. Hún er dóttir Hilmars Aadnegard og Höllu Guðleifs. „Ég ólst upp á Króknum og skrapp svo suður á bóginn í nám en var fljót að koma mér heim aftur eftir að því lauk,“ segir Sandra en hún starfar sem ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun og kennir spinning í 550.
Meira

Ekki mikið svekkelsi í Sviss

„Komiði sæl og blessuð. Hér í Sviss er ekki hægt að greina eins djúpstæð vonbrigði hjá stuðningsmönnum og á netmiðlum íslenskum, þó eitthvert svekkelsi hafi verið að finna eftir leikinn í gærkvöldi,“ sagði Palli Friðriks þegar Feykir náði á honum nú í morgun í Sviss. Það var stór dagur framundan hjá Palla, búðarrölt með kvenþjóðinni en rétt að spyrja hann hvernig stuðningsmenn tækluðu dapurt gengi kvennalandsliðsins..
Meira

Karl Ágúst ráðinn aðstoðarþjálfari hjá Stólunum

Körfuknattleiksdeild Tindastóls heldur áfram að byggja upp fyrir næsta keppnistímabil. Nú hefur bæst við nýr maður í þjálfarateymið. Sá heitir Karl Ágúst Hannibalsson og mun verða aðstoðarþjálfari auk þess mun hann taka að sér styrktarþjálfun meistaraflokks kvenna, sjá um þjálfun iðkenda í Varmahlíð og vera yfirþjálfari yngri flokka Tindastól
Meira

FH-ingar bikarmeistarar utanhúss 2025

Bikarkeppni FRÍ fór fram í blíðskaparveðri á Sauðárkróki um helgina og var nóg um að vera á vellinum. Í lok seinni dags voru það FH-ingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar með 164 stig og eru þau því bikarmeistarar utanhúss 2025.
Meira

Vorrúllur og Mango Sticky Rice | Matgæðingar Feykis

Matgæðingar vikunnar í tbl 10 voru þau Malen Áskelsdóttir og Bjarki Bernardsson. Malen er dóttir Völu Báru og Áskels Heiðars í Brekkutúninu á Króknum. Bjarki er alinn upp á Akureyri og er hálfur Hollendingur. Malen og Bjarki kynntust sem unglingar í Borgarfirði eystri en þau eiga bæði tengingu við það svæði og hafa búið þar mörg sumur.
Meira

„Stemningin rabarbarasta alveg stórkostleg“

Rabarbarahátíðin í Gamla bænum á Blönduósi fór fram síðasta laugardaginn í júní. Einn af aðstandendum hátíðarinnar, Iðunn Vignisdóttir, kynnti lesendur Feykis fyrir hátíðinni og það var því upplagt að spyrja hana hvernig til hefði tekist. „Alveg svakalega vel. Við höfum enga hugmynd um hversu margir komu en samfélagið tók fallegan og góðan þátt,“ sagði Iðunn.
Meira

Byggréttur og einföld ostakaka | Matgæðingur Feykis

Matgæðingur vikunnar í tbl 9 var Helga Jóhanna Stefánsdóttir sem er fædd og uppalin á Sauðárkróki, nánar tiltekið á Öldustígnum, úr þeim góða árgangi 1969. Helga býr í 101 Reykjavík, á einn upp kominn son og starfar sem deildarstjóri stoðþjónustu í Landakotsskóla.
Meira

Keppni í fullum gangi í Bikarkeppni FRÍ á Króknum

Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands hófst í gær á Sauðárkróki og heldur áfram í dag við fínar aðstæður en nú þegar líður að hádegi er glampandi sól, um 15 stiga hiti og býsna stillt á skagfirska vísu. Keppt var í 14 greinum í gær og eftir fyrri daginn er staðan þannig að lið FH leiðir stigakeppnina með 90 stig, lið ÍR er í öðru sæti með 83 stig og Fjölnir/UMSS er í þriðja sæti með 75 stig. Það væri því ekki vitlaust að mæta á völlinn og styðja okkar fólk.
Meira

Húnvetnskir dansarar stóðu sig með prýði

Feykir sagði í gær frá ferðalagi húnvetnskra ungmenna á Heimsmeistaramótið í dansi sem fram fer á Spáni. Hópurinn sem er skipaður krökkum frá Húnaþingi vestra og Húnabyggð steig á svið upp úr kl. 4 í dag og stóð sig aldeilis prýðilega þá frammistaðan hafi ekki skilað hópnum verðlaunasæti.
Meira

Karamella borðaði allt halloween nammið | Ég og gæludýrið mitt

Í Feyki sem kom út í byrjun mars svaraði Natan Nói Einarsson sem býr á Skagaströnd gæludýraþættinum og segir okkur hér frá hundunum sínum en hann á samt fullt af dýrum, bæði dýrum sem fá að vera inni hjá þeim og svo þessi ekta íslensku sveitadýr. Foreldrar Natans eru þau Einar Haukur Arason og Sigurbjörg Írena Ragnheiðardóttir en svo á Natan sex systkini þannig að það er nóg að gera á þessu heimili.
Meira