Fréttir

Miklu stærra en Icesave-málið | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Málið sem kennt er við bókun 35 við EES-samninginn er í raun miklu stærra en bæði Icesave-málið og málið varðandi þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Miklir fjárhagslegir hagsmunir voru í húfi í Icesave-málinu sem snerist þó einungis um eina tiltekna lagagerð sambandsins. Tilskipun þess um innistæðutryggingar. Þriðji orkupakkinn varðar að sama skapi mikla hagsmuni í orkumálum en snýst þó að sama skapi um afmarkað regluverk.
Meira

Húnvetningar úr leik í Mjólkurbikarnum eftir framlengdan leik

Kormákur/Hvöt atti kappi við lið Magna frá Grenivík í Boganum á Akureyri og fór leikurinn fram seinni partinn. Um var að ræða leik í 1. umferð Mjólkurbikarsins. Heimamenn í Magna leiddu í hálfleik en leikar æstust í síðari hálfleik og endaði leikurinn 2-2. Þá þurfti að grípa til framlengingar þar sem lið Húnvetninga missti snemma mann af velli og Grenvíkingar gengu á lagið og unnu leikinn 4-2.
Meira

Tindastólsmenn fóru áfram í Mjólkurbikarnum í knattspyrnu

Það var markaveisla á Dalvíkurvelli í gær þar sem Tindastóll mætti liði KF (Fjallabyggð) í Mjólkurbikar karla. Liðin höfðu mæst áður í vetur á Króknum í Lengjubikarnum og þá unnu Stólarnir öruggan 5-0 sigur. Þeir endurtóku leikinn hvað það varðar að skora fimm mörk en í þetta skiptið skoraði andstæðingurinn þrívegis og lokatölur því 3-5 og Stólarnir komnir áfram í 2. umferð.
Meira

Auglýst eftir skólastjóra við Árskóla á Sauðárkróki

Staða skólastjóra Árskóla er laus til umsóknar. Leitað er að einstaklingi með leiðtogahæfni og víðtæka þekkingu á skólastarfi til að veita skólanum faglega forystu og leiða skipulagningu á skapandi skólastarfi í stöðugri framþróun í samvinnu við nemendur, kennara, foreldra og skólayfirvöld. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst næstkomandi.
Meira

Tveimur mótum af sex lokið í Meistaradeild KS

Meistaradeild KS í hestaíþróttum hóf göngu sína á ný í Svaðastaðahöllinni á Króknum þann 26. febrúar sl. Sjö lið eru skráð til leiks með fimm úrvals knöpum í hverju liði og var byrjað á að keppa í fjórgangi. Einnig var/verður keppt í gæðingalist, fimmgangi F1 (11. apríl), Slaktaumatölti T2 (25. apríl), 150m og gæðingaskeið (26. apríl) og Tölt T1 og flugskeið (2. maí). Liðin í ár eru Hrímnir/Hestaklettur, Hofstorfan/66°Norður, Team Lífland, Íbishóll, Þúfur, Storm Rider og Uppsteypa.
Meira

Fasteignagjöld víða hærri í landsbyggðum en á höfuðborgarsvæði

Byggðastofnun hefur fengið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) til að reikna út fasteignamat á sömu viðmiðunarfasteigninni um land allt. Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 161,1 m² að grunnfleti og 476 m³ á 808 m² lóð. Fasteignagjöld eru reiknuð út af Byggðastofnun samkvæmt álagningarreglum ársins 2025 eins og þær eru í hverju sveitarfélagi, út frá fasteignamatinu sem HMS reiknar og gildir frá 31. desember 2024. Útreikningar voru gerðir fyrir 103 matssvæði í 48 sveitarfélögum.
Meira

Rarik endurnýjar mæla í Húnabyggð

Á heimasíðu Húnabyggðar segir að í næstu viku munu starfsmenn frá Rarik hefja endurnýjun snjallmæla fyrir hita og rafmagn á Blönduósi. Haft verður samband við viðskiptavini fljótlega og upplýsingar sendar um mælaskiptin bæði með SMS skilaboðum og nánari upplýsingum í tölvupósti. Þá munu Rarik starfsmenn vera í sambandi til að finna tíma sem hentar. 
Meira

Skagafjörður óskar eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar

Skagafjörður óskar eftir tilnefningum fyrir Samfélagsverðlaun Skagafjarðar, en samfélagsverðlaunin eru veitt árlega einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag, segir á vef sveitarfélagsins. Verðlaun verða veitt á setningu Sæluviku sem verður í Safnahúsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 27. apríl nk. Í fyrra hlutu hjónin Árni Björn og Ragnheiður Ásta á Hard Wok verðlaunin en nú er spurning hver verður handhafi þessara verðlauna í ár. 
Meira

Opið fyrir umsóknir um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna

Innviðaráðherra hefur opnað fyrir umsóknir um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna, sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036, aðgerð A.10 - Almenningssamgöngur á milli byggða. Markmiðið er að styðja við áframhaldandi þróun almenningssamgangna milli byggða, m.a. til að tengja ýmsa sérakstursþjónustu við almenningssamgöngur.
Meira

Friðrik Elmar og Albert stóðu uppi sem sigurvegarar í félagspílu

Miðvikudaginn 26. mars hélt PKS skemmtilegt mót fyrir þá krakka í 3.-7. bekk sem æfa hjá félaginu og fjölskyldur þeirra. Mótið kallaðist félagspíla og virkar í raun eins og félagsvist þar sem krakkarnir spiluðu í tvímenning með fjölskyldumeðlimi.
Meira