Óskað eftir starfsfólki á útkallslista í bakvarðasveit velferðarþjónustu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
18.03.2020
kl. 14.00
Félags- og barnamálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga, vinna í sameiningu að því að koma á fót bakvarðasveit í velferðarþjónustu. Í frétt á vef ráðuneytisins segir að í ljósi atburða síðustu daga og vikna er varðar heimsfaraldur Covid-19 sé ljóst að útbreiðsla veirunnar gæti orðið til þess að erfitt verði að veita þjónustu og álag geti skapast á vissum starfstöðvum. Brýnt sé að tryggja lögbundna þjónustu við slíkar aðstæður og aðstoð til viðkvæmustu hópanna. Því hafi verið ákveðið að fara af stað með svokallaða bakvarðasveit í velferðarþjónustu þar sem einstaklingar geta skráð sig á lista hafi þeir tök á að ráða sig tímabundið, hvort sem er í fullt starf eða tímavinnu.
Meira