Fréttir

Óskað eftir starfsfólki á útkallslista í bakvarðasveit velferðarþjónustu

Félags- og barnamálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga, vinna í sameiningu að því að koma á fót bakvarðasveit í velferðarþjónustu. Í frétt á vef ráðuneytisins segir að í ljósi atburða síðustu daga og vikna er varðar heimsfaraldur Covid-19 sé ljóst að útbreiðsla veirunnar gæti orðið til þess að erfitt verði að veita þjónustu og álag geti skapast á vissum starfstöðvum. Brýnt sé að tryggja lögbundna þjónustu við slíkar aðstæður og aðstoð til viðkvæmustu hópanna. Því hafi verið ákveðið að fara af stað með svokallaða bakvarðasveit í velferðarþjónustu þar sem einstaklingar geta skráð sig á lista hafi þeir tök á að ráða sig tímabundið, hvort sem er í fullt starf eða tímavinnu.
Meira

Búrhval ber upp við Blönduós

Nú á upphafsdögum samkomubanns vegna COVID-19 hefur náttúran sent Blönduósingum sérkennilegan snúningsbolta í líki hvalreka, en hér fyrr á tímum þótti slíkur reki sérstakt happ og bjargaði jafnvel heilu sveitunum frá bjargarskorti og hungursneyð. Húni.is segir frá því að hval hafi rekið upp í fjöruna við ósa Blöndu og að líklega sé um búrhval að ræða.
Meira

Skóla lokað vegna COVID-19 smits í Húnaþingi vestra

Grunnskóla Húnaþings vestra hefur verið lokað en á Facebook-síðu hans kemur fram að starfsmaður skólans hefði greinst með Kórónaveirusýkingu. Í samráði við fulltrúa almannavarna og sóttvarnalæknis fellur skólahald niður um óákveðinn tíma.
Meira

Aðalfundur Tindastóls haldinn í næstu viku

Aðalstjórn Ungmennafélagsins Tindastóls boðar til aðalfundar fimmtudaginn 26. mars kl. 20:00 í fundarsal á efri hæð í Húsi frítímans. Aðspurður segir Jón Kolbeinn Jónsson, formaður Tindastóls, að farið verði eftir tilmælum og reglum Landlæknisembættisins vegna kórónuveirunnar með fámennari samkomur og hugsanlega verði fundurinn sendur út á Skype.
Meira

Tólf góð ráð fyrir fjarfundi

Umhverfisstofnun hefur tekið saman tólf góð ráð fyrir fjarfundi að sænskri fyrirmynd að því er segir á vef stofnunarinnar. Þar segir að þrátt fyrir að aukinn áhugi fyrir þessu fundarformi sé að einhverju leyti sprottinn af áhyggjum um smithættu hafi fjarfundir einnig marga aðra góða kosti, m.a. að auka skilvirkni með því að lágmarka ferðatíma á milli funda ásamt því að minnka koltvíoxíðslosun af völdum ferða.
Meira

Gul viðvörun og lokaðir vegir

Gul viðvörun er nú í gildi á Norðurlandi vestra og er versnandi veður og vetrarfærð í landshlutanum. Spáð er norðaustan hvassviðri eða stormi í dag með úrkomu á Ströndum og við ströndina en hægari vindi og úrkomuminna í innsveitum. Búist er við talsverðum skafrenningi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.
Meira

Tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt frumvarp félags- og barnamálaráðherra um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að vera veikir. Markmið frumvarpsins er að styðja atvinnurekendur sem greiða launamönnum sem sæta sóttkví laun þegar önnur réttindi, s.s. veikindaréttur samkvæmt kjarasamningum, eiga ekki við.
Meira

Fólki gæti verið synjað um innritun í flug

Utanríkisráðuneytið hefur sett á vefsíðu sína mikilvægar upplýsingar til Íslendinga sem eru á ferðalagi erlendis eða dveljast þar tímabundið og eiga rétt á heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ef tvö af eftirfarandi atriðum eiga við þig mæla íslensk stjórnvöld með því að þú íhugir heimferð til Íslands:
Meira

Mikil mildi að ekki fór verr

Lögregla telur að gassprenging hafi orðið í sumarbústað í Langadal, skammt frá Geitaskarði, síðastliðinn laugardagsmorgun. Sex ungmenni voru í sumarbústaðnum þegar sprengingin varð og þykir mikil mildi að ekki fór verr en þrjú þeirra voru flutt til aðhlynningar á sjúkrahúsið á Akureyri. Rætt var við eitt þeirra á vef Fréttablaðsins í dag.
Meira

Nýtt skráningarkerfi hjá Héraðsskjalasafni A-Húnavatnssýslu

Tekið hefur verið upp skráningarkerfi hjá Héraðsskjalasafni Austur Húnavatnssýslu sem heitir AtoM. Nú þegar hafa verið skráðar um 80 afhendingar og tæplega 10 þúsund ljósmyndir af um það bil 40 þúsund, með upplýsingum um 5000 þúsund Húnvetninga ásamt um eittþúsund húsum og stöðum í sýslunni.
Meira