Aukið svigrúm til kennslu í tónlistarskólum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
23.11.2020
kl. 09.21
Heilbrigðisráðherra hefur gefið út að draga skuli úr takmörkun á skólastarfi í tónlistarskólum og auka þannig svigrúm til tónlistarkennslu til og með 1. desember. Þá verður tónlistarskólum heimilt að sinna einstaklingskennslu en halda skal tveggja metra reglu milli starfsfólks og nemenda. Hámarksfjöldi verður sambærilegur og í grunnskólum; 25 hjá eldri nemendunum, þ.e. í 5.–10. bekk en 50 hjá yngri nemendum. Tveggja metra reglan gildir um nemendur í 8.–10. bekk en ef víkja þarf frá henni skulu notaðar andlitsgrímur.
Meira
