Fréttir

Ekki lagt til að fresta eða hætta við íþróttaviðburði

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum vinna heilbrigðisyfirvöld samkvæmt viðbragðsáætlunum Embættis landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í baráttunni við Covid-19 veiruna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn funduðu í gær með fulltrúum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fulltrúum sérsambanda ÍSÍ vegna málsins.
Meira

„Íslensk lopapeysa“ er verndað afurðarheiti

Matvælastofnun hefur samþykkt að heitið Íslensk lopapeysa – Icelandic Lopapeysa verði skráð sem verndað afurðarheiti með vísan til uppruna. Það var Handprjónasamband Íslands sem sótti um vernd fyrir afurðarheitið og er þetta annað afurðarheitið sem hlýtur vernd hérlendis frá því að lög þess efnis tóku gildi árið 2015. Áður hlaut heitið „Íslenskt lambakjöt“ skráða vernd.
Meira

Tess Williams farin frá Tindastól

Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Tess Williams hafa komist að samkomulagi um að slíta samstarfi sínu og var sú ákvörðun tekin í góðu samkomulagi og mesta bróðerni, samkvæmt tilkynningu körfuknattleiksdeildar Tindastóls.
Meira

Heimir frestar suðurför

Karlakórinn Heimir hefur ákveðið að fresta fyrirhugaðri suðurferð, en næstkomandi föstudag ætluðu þeir að syngja í Langholtskirkju í Reykjavík og í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Aðspurður segir Atli Gunnar Arnórsson formaður kórsins að þeir séu þó aldeilis óbugaðir og stefni suður við fyrsta hentugleika, þegar aðstæður í þjóðfélaginu leyfa.
Meira

Heimsóknarbann á sjúkrahúsið á Hvammstanga

Þar sem lýst hefur verið yfir neyðarstigi Almannavarna vegna Covid-19 veirunnar hefur Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga ákveðið að fylgja fordæmi margra annarra stofnana og sett á heimsóknarbann á deildir sjúkrahússins, nema í sérstökum undantekningartilfellum.
Meira

Lýðheilsa og áhrifavaldar í Húnaþingi vestra

Ungmennasamband Vestur-Húnavatnssýslu stendur fyrir fyrirlestri næstkomandi laugardag í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga þar sem Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari meistaraflokks karla í körfubolta og styrktarþjálfi, mun ræða liðsmenningu og markmiðastjórnun í tengslum við störf sín.
Meira

Fjármunum úthlutað til uppbyggingar innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gerðu í dag grein fyrir úthlutun fjármuna til uppbyggingar innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020.
Meira

Líklegast að mengun komi frá lekum eldsneytistanki N1 á Hofsósi

Á fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands í síðustu viku voru málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi til umræðu en þar kom fram að sýnatökur, sem teknar hafa verið í íbúðarhúsinu að Suðurgötu 6 á Hofsósi, gefi skýrt til kynna að yfirgnæfandi líkur séu á að mengun frá lekum eldsneytistanki N1 handan götunnar hafi borist inn í húsið.
Meira

Skagfirðingur sækir um Landsmót 2024

Hestamannafélagið Skagafirðingur hefur sótt um að halda Landsmót hestamanna árið 2024 en á heimasíðu Landssambands hestamannafélaga kemur fram að þrjú félög sóttu um halda mótið. Í frétt á mbl.is er haft eftir Lárus Ástmar Hannessyni, formanni LH, að hann reikni með að fundað verði með full­trú­um um­sækj­enda í þess­um mánuði og í kjöl­farið verði einn staður val­inn og skrifað und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um að halda mótið þar.
Meira

Olís byggir bensínstöð við Strandveginn á Króknum

Eflaust hafa einhverjir klórað sér í kollinum vegna framkvæmda á lóðinni Borgarflöt 31á Sauðárkróki, neðan við lóð Skagafjarðarveitna. Samkvæmt upplýsingum Feykis stendur Olís fyrir framkvæmdunum en á lóðinni, sem er 2555 fermetrar, er fyrirhugað að byggja sjálfsafgreiðslustöð ÓB með þremur eldsneytisdælum.
Meira