Fréttir

Mottudagurinn er á morgun - er allt klárt?

Sjálfur Mottudagurinn er á morgun föstudaginn, 13. mars og hvetur Krabbameinsfélagið alla til að taka þátt, gera sér glaðan dag og vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum í körlum.
Meira

Fyrsti fundur sameiningarnefndar á nýju ári

Sameiningarnefnd Austur-Húnavatnssýslu kom saman til fundar þann 25. febrúar síðastliðinn ásamt tveimur fulltrúum frá RR ráðgjöf. Í fundargerð nefndarinnar kemur meðal annars fram að þar hafi verið lagt fram minnisblað frá RR ráðgjöf sem átt hefur fundi með sveitarstjórnum aðildarsveitarfélaga að sameiningarnefndinni.
Meira

Hvetur til rafrænna samskipta

Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra hvetur viðskiptavini sína til að nýta sér rafræn samskipti. Í tilkynningu frá embættinu segir:
Meira

Elvar Einarsson nýr formaður Skagfirðings

Formannsskipti urðu í Hestamannafélaginu Skagfirðingi á aðalfundi þess sem haldinn var í Tjarnabæ í síðustu viku. Skapti Steinbjörnsson, á Hafsteinsstöðum, sem gegnt hefur embættinu sl. fjögur ár, ákvað að bjóða ekki fram krafta sína á ný og því var nýr formaður kosinn. Sá eini sem bauð sig fram, Elvar Einarsson á Skörðugili, fékk afgerandi kosningu eða öll atkvæði utan eins sem merkt var Stefáni Loga Haraldssyni, sem þó hafði ekki óskað eftir þeim frama í félaginu.
Meira

Rabb-a-babb 184: Kristján Bjarni

Nafn: Kristján Bjarni Halldórsson. Hverra manna ertu og hvar upp alinn: Ég er að vestan, frá Suðureyri, en bjó á Suðurlandinu frá sjö ára aldri. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Úff, ég hlustaði svakalega mikið á tónlist. Pink Floyd var snemma í miklu uppáhaldi. Hvernig slakarðu á? Golfið er ansi góð æfing í hugleiðslu og núvitund. Ég slaka vel á með því að spila golf.
Meira

Gult ástand og ófærð víða

Vetrarfærð er í öllum landshlutum og víða slæmt veður og margir lokaðir vegir um norðanvert landið. Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði, Suðausturland og Miðhálendi. Á spásvæði Stranda og Norðurlands vestra er norðaustan hríð, 15-23 m/s og talsverð eða mikil snjókoma og skafrenningur, einkum í Skagafirði, á Tröllaskaga og á Ströndum. Takmarkað skyggni og léleg akstursskilyrði. Lægir og styttir upp í kvöld. Austlæg átt, 5-13 á morgun og stöku él á annesjum en sjókoma sunnantil annað kvöld. Frost 0 til 6 stig en 2 til 10 stig á morgun.
Meira

Greitt fyrir skil á merktum hrognkelsum

BioPol ehf. á Skagaströnd hefur um langt árabil átt samstarf við Hafrannsóknastofnun um merkingar á hrognkelsum. Síðustu tvö ár voru 760 ungfiskar merktir í alþjóðlegum makríl leiðangri norður og suður af Íslandi og við austurströnd Grænlands.
Meira

Heilsuefling 60 ára og eldri á Skagaströnd - FRESTAÐ!

Sveitarfélagið Skagaströnd býður íbúum, 60 ára og eldri, til fundar í Félagsheimilinu Fellsborg, í dag, miðvikudaginn 11. mars, klukkan 17:30.
Meira

Ferðalangar kreista sömu brúsana á pylsubörum vegasjoppanna

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hefur fengið ábendingu um að endurskoða beri það verklag sem tíðkast víða á vegasjoppum að viðskiptavinirnir sjálfir hafi hendur á sömu sósubrúsunum, á pylsustöndum.
Meira

Frumsýna Fjarskaland í dag

10. bekkur Árskóla frumsýnir í dag leikritið Fjarskaland eftir Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, í leikstjórn Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur. Höfundur tónlistar er Vignir Snær Vigfússon og aðstoðarleikstjóri Eysteinn Ívar Guðbrandsson. Fjarskaland er staðurinn þar sem persónur gömlu, góðu ævintýranna eiga heima en hætta er á að ævintýrapersónurnar hverfi ef við höldum ekki áfram að lesa ævintýrin.
Meira