Fréttir

Kristján Þór opnaði fyrir umsóknir í Matvælasjóð

Í síðustu viku opnaði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, formlega fyrir umsóknir í nýjan Matvælasjóð en frumvarp ráðherra um stofnun sjóðsins var samþykkt á Alþingi í apríl sl. Alls voru 500 milljónum króna varið til stofnunar sjóðsins og verður þeim úthlutað á þessu ári. Hlutverk sjóðsins er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.
Meira

Stólastúlkur létu rigna mörkum í rigningunni

Kvennalið Tindastóls tók á móti liði Gróttu af Seltjarnarnesi í Lengjudeildinni í dag í hellirigningu. Líkt og í síðustu leikjum var Tindastólsliðið sterkara en andstæðingurinn á báðum endum vallarins og uppskáru því tíunda sigur sumarsins. Mur hélt áfram að hrella markverðina í deildinni en hún bætti enn einu hat-trickinu í safnið sitt en lokatölur voru 4-0 og liðið í fjórða sæti lítil fyrirstaða þrátt fyrir að spila ágætan fótbolta á köflum.
Meira

Einstakur dagur

Það var heppilegt að gærdagurinn skartaði sínu fegursta víðast hvar á Norðurlandi vestra. Margir nútu veðurblíðunnar, hvort sem var heima í garði eða á fjöllum, enda göngur og réttir víða. Og hvað er betra en góðviðrisdagur með heiðskýrum himni og hlýju eftir grásprengda daga af rigningu, roki og hrolli?
Meira

Skautafélagið sterkara á svellinu

Skautafélag Reykjavíkur tók á móti liði Kormáks/Hvatar í 4. deildinni sl. föstudagskvöld og var leikið á Eimskipsvellinum í landi Þróttara. Heimaliðið átti möguleika á sæti í úrslitakeppni deildarinnar en þurfti nauðsynlega að vinna leikinn til að halda þeirri smugu opinni. Það hafðist sem þýðir að Húnvetningar eru enn ekki búnir að tryggja sér sætið en þeir þurfa að næla í stig í lokaleik sínum í B-riðli.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Miðsitja í Blönduhlíð

Rjetta nafnið er Miðskytja. Elzta heimild fyrir því er Sturlunga (Sturl. II. b., bls. 306), og svo lítur út fyrir, að bærinn hafi á 13. öld verið nefndur Skytja, því að þannig ritar Sturla lögmaður á öðrum stað í Sturlungu (Sturl. II. b., bls. 313).
Meira

Stefnir að miðju Íslands – Hestamaðurinn Sigfús Ingi Sigfússon

Líklegt má telja að hestafólk hafi fagnað kærkomnum tilslökunum frá Covit takmörkunum í sumar, lagt á sína traustu gæðinga og lagt landið undir hóf. Það gerði a.m.k. sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Sigfús Ingi Sigfússon, í júlí síðastliðnum og ferðaðist, ekki bara innan lands heldur innan héraðs, á fjórfættum hófaljónum. Feykir hafði samband við Sigfús sem sagði varla hægt að kalla sig hestamann en hann hefur þó gaman af að leggja á bak góðum hestum og svarar hér spurningum í Hestamanninum á Feyki.
Meira

Magnús Ásgeir Elíasson gefur út tíu laga plötu

Magnús Ásgeir Elíasson bóndi á Stóru-Ásgeirsá í Vestur Húnavatnssýslu, situr alla jafna ekki auðum höndum en nýlega gaf hann út tíu laga disk sem kominn er á Spotify og ber hið vonglaða nafn Senn kemur vor. Magnús býr með sauðfé, hross og nokkrar geitur, rekur ferðaþjónustu, hestaleigu auk þess að halda úti pöbb, Mjólkurhúsið.
Meira

Sumarleg hádegismáltíð

Matgæðingar í tbl 30 voru hjónin Guðrún Lára Magnúsdóttir og Guðni Þór Ólafsson á Melstað í Miðfirði í Húnaþingi vestra. Guðrún Lára er leikskólastjóri á Hvammmstanga og Guðni Þór er sóknarprestur í Melstaðarprestakalli.
Meira

Bálið kynnt í baráttunni við riðuna

Það var engu líkara en Reykjarhóllin stæði í ljósum logum þegar blaðamaður Feykis átti leið um Langholtið og Varmahlíð föstudaginn 28. ágúst, slíkt var reykjarkófið sem virtist stíga upp af svæðinu. Þegar nær dró varð þó ljóst að engin hætta stafaði að íbúum Varmahlíðar né sumarbústaðafólki því mökkurinn sté upp frá Álftagerði, nokkru framar í sveitinni.
Meira

Þess vegna erum við á móti ríkisábyrgð fyrir Icelandair

Þingflokkur Pírata greiðir í dag atkvæði gegn því að veita Icelandair Group ríkisábyrgð upp á 15 milljarða króna. Upplýst ákvarðanataka er leiðarstef í grunnstefnu Pírata og þetta er ekki léttvæg ákvörðun, enda er Icelandair félag með langa sögu, hefur verið stór vinnuveitandi og mikilvægur hlekkur í samgöngum þjóðarinnar. Það breytir því ekki að forsendurnar fyrir svo kostnaðarsamri ákvörðun verða að vera að tryggja flugsamgöngur, fara vel með almannafé, draga úr tapi lífeyrissjóðanna og vernda starfsfólk. Það er því að vel ígrunduðu máli sem við leggjumst gegn 15 milljarða ríkistryggðri lánalínu til Icelandair.
Meira