Fréttir

Ákveðið hefur verið að loka fyrir heimsóknir á sjúkra- og hjúkrunardeildir HSN

Framkvæmdastjórn HSN hefur tekið þá ákvörðun að loka sjúkra- og hjúkrunardeildum fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta frá og með 7. mars þar til annað verður formlega tilkynnt. Er þetta gert að höfðu samráði við sóttvarnayfirvöld eftir að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir vegna COVID-19 veirunnar.
Meira

Útivistarskýli í Sauðárgili - Ásýnd svæðisins með skírskotun í skagfirska sögu

Í nóvember voru lagðar fyrir umhverfis- og samgöngunefnd endanlegar teikningar af útivistarskýli í Sauðárgili á Sauðárkróki en undanfarin ár hefur nokkuð verið kallað eftir uppbyggingu á aðstöðu og afþreyingu þar og í Litla-Skógi sem staðsettur er ofar í gilinu. Ýmsum möguleikum hefur verið velt upp í því samhengi og m.a. skoðuð uppbygging á aðstöðu í lundi neðarlega í gilinu.
Meira

Kjúklingarétturinn okkar

Matgæðingar vikunnar í níunda tölublaði árið 2018 voru mæðgurnar Helga Rósa Pálsdóttir og Arndís Lilja Geirsdóttir. Þær fluttu í Skagafjörðinn frá Neskaupstað eftir að Helga Rósa fór í Hólaskóla. „Það var ekki aftur snúið heim eftir það,“ sagði hún. „Ég vinn í Verslunin Eyri , Arndís Lilja er í Árskóla. Hún er í Knapamerki 1 og stundar fótbolta en annars lifum við mæðgur og hrærumst í hestum.“
Meira

Torskilin bæjarnöfn -Írafell í Svartárdal

Þannig er þetta bæjarnafn alment ritað nú. Landnáma getur bæjarins og er það vitaskuld elzta heimildin. Þar segir þannig frá: „Hrosskell hét maðr, er nam Svartárdal allan ok Ýrarfellslönd öll með ráði Eiríks; hann nam ofan til Gilhaga, ok bjó at Ýrarfelli. Hann átti þræl þann er Roðrekr hét.“ (Landn., bls. 139).
Meira

Barna- og unglingakórar Tónadans og Akureyrarkirkju í Miðgarði

Á morgun, laugardaginn 7. mars, halda barna- og unglingakórar Tónadans og Akureyrarkirkju tónleika í Menningarhúsinu Miðgarði. Tónleikarnir, sem eru öllum opnir, hefjast klukkan 14:30 og er aðgangur ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum.
Meira

Starfsmenn KS dvelji heima við í tvær vikur eftir heimkomu frá útlöndum

Kaupfélag Skagfirðinga hefur beint þeim tilmælum til starfsmanna sinna sem koma frá útlöndum næstu tvær vikur að dvelja heima í hálfan mánuð eftir heimkomuna. Er þessi ákvörðun tekin í ljósi þess að Kaupfélagið er mjög stór aðili í matvælaframleiðslu á Íslandi.
Meira

Námskeið á vegum Endurmenntunar Lbhí á Norðurlandi

Miðvikudaginn 18. mars næstkomandi mun Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, í samstarfi við Sauðfjárræktarfélag Vatnsnesinga, halda námskeiðið Fóðrun og fóðurþarfir sauðfjár í Hamarsbúð á Vatnsnesi. Námskeiðið hefst klukkan 11:00 og stendur til klukkan 17:00.
Meira

Vinnuvakan er á sunnudaginn 8.mars

Hin árlega Vinnuvaka Sambands skagfirskra kvenna verður haldin í Varmahlíðarskóla næstkomandi sunnudag, 8. mars, kl.15-17. Samband skagfirskra kvenna er samstarfsvettvangur allra starfandi kvenfélaga í Skagafirði. Kvenfélögin eru tíu og um 240 konur starfa innan þeirra. Meðal samstarfsverkefna kvenfélaganna er að halda svokallaða Vinnuvöku í byrjun mars.
Meira

Klikkaður lokafjórðungur færði Stólunum sigur

Lið Tindastóls heimsótti Þorlákshöfn í gær en þar mættu strákarnir okkar liði Þórs í 20. umferð Dominos-deildarinnar. Þórsarar hafa oft reynst okkur erfiðir og ekki ósennilegt að sumir stuðningsmenn upplifi enn martraðir frá því í úrslitakeppninni síðasta vor – jafnvel bæði í vöku og draumi. Leikurinn í gær var ekki sérstakur framan af en fjórði leikhlutinn var stórfurðulegur en skilaði engu síður tveimur vel þegnum stigum norður í Skagafjörð. Lokatölur leiksins voru 82-88 fyrir Tindastól.
Meira

Leiða tölvuleikjaspilara saman

Stofnuð hefur verið rafíþróttadeild innan Tindastóls sem þegar er farin að keppa á mótum en markmiðið er að hefja eiginlega starfsemi með sumarkomunni. „Hlökkum til framtíðarinnar,“ segja þeir Ingi Sigþór Gunnarsson, formaður, Hjörtur Ragnar Atlason, varaformaður og Gunnar Ásgrímsson, gjaldkeri, á Facebooksíðu deildarinnar.
Meira