Fréttir

Við erum eins tilbúin og við verðum – Stefán Vagn í viðtali við N4

Karl Eskil Pálsson, þáttastjórnandi á sjónvarpsstöðinni N4, tók viðtal Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjón á Norðurlandi vestra, og spurði hann um ýmislegt er varðar Covid 19 og aðgerðir Almannavarna á svæðinu. Stefán segist búast við því að veiran fari að breiðast meira út á Norðurlandi vestra líkt og annars staðar og verkefni Almanavarna sé að reyna að hefta útbreiðslu þessa sjúkdóms þannig að viðbragðsaðilar ráði við ástandið.
Meira

ESB nemur úr gildi útflutningsbann á lækningavörum til EFTA-ríkjanna

Evrópusambandið hefur fallist á sjónarmið Íslands og annarra EFTA-ríkja innan EES og fallið frá útflutningsbanni til EFTA-ríkjanna á tilteknum hlífðarbúnaði sem notaður er í störfum heilbrigðisstarfsfólks og er nauðsynlegur í baráttunni við útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Bannið tekur þannig ekki til EFTA-ríkjanna innan EES, útflutningur á framangreindum búnaði verður því áfram heimill og þarfnast ekki sérstakra leyfa.
Meira

Þrír starfsmenn Alþingis smitaðir og í einangrun

Viðbragðsteymi Alþingis greindi frá því í dag að niðurstaða úr skimun hafi leitt í ljós að tveir starfsmenn skrifstofunnar bættust í hóp þeirra sem væru smitaður af kóróna-veirunni. Áður hafði verið greint frá því að einn starfsmaður stofnunarinnar væri smitaður. Í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis kemur fram að þeir þessir tveir starfsmenn voru komnir í sóttkví vegna samskipta við þann sem smitaðist fyrst, en starfsmennirnir þrír hafa starfsstöð í sama húsi, Skúlahúsi, við Kirkjustræti.
Meira

Vinna samfélagsverkefni í samkomubanni

Með tilkomu samkomubannsins er skólahald er nú með breyttum hætti í velflestum skólum landsins og hefur dagskrá þeirra verið útfærð á hverjum stað fyrir sig. Í Höfðaskóla á Skagaströnd er engin undantekning frá þessu en þar var í dag bryddað upp á skemmtilegu verkefni fyrir nemendur.
Meira

Kennt í gegnum Teams forritið hjá FNV

Sú ákvörðun yfirvalda að framhaldsskólar landsins skuli loka frá með mánudeginum síðasta og á meðan samkomubann er í gildi, kallar á breyttar aðferðir í skólahaldi með nútíma tölvutækni. Á heimasíðu FNV segir að það vilji svo til að kennarar við FNV hafi áralanga reynslu af kennslu í gegnum allskyns fjarfundatækni sem skólinn hyggst nýta meðan á lokun framhaldsskóla stendur.
Meira

Telja ekki tímabært að ráðast í víðtækari sameiningarviðræður

Á síðasta fundi sameiningarnefndar Austur-Húnavatnssýslu var samþykkt að bjóða öðrum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra, þ.e. Akrahreppi, Húnaþingi vestra og Sveitarfélaginu Skagafirði, aðild að sameiningarviðræðunum og var þeim sent erindi þess efnis.
Meira

230 í sóttkví í Húnaþingi vestra

Eins og greint var frá í gær greindist smit af völdum COVID-19 veirunnar á Hvammstanga í fyrrakvöld og var það jafnframt fyrsta smitið sem greinst hefur á Norðurlandi vestra. Í framhaldi af því var tekin sú ákvörðun, í samráði við fulltrúa almannavarna og sóttvarnalækni, að allir nemendur og starfsmenn Grunnskóla Húnaþings vestra færu í sóttkví til og með 30. mars 2020.
Meira

Búrhvalstarfurinn við Blönduós reyndist 12,66 m langur

Náttúrustofa Norðurlands vestra gerði í gær rannsóknir á búrhvalnum sem rak á land við Blönduós. Á heimasíðu stofunnar segir að dýrið hafi reynst vera 12,66 m búrhvalstarfur og dánarorsök ókunn og var dýrið tiltölulega ferskt og án áverka. Bjarni Jónsson forstöðumaður Náttúrustofu NV ásamt Ágústi Bragasyni umsjónarmanni tæknideildar Blönduósbæjar, mældu dýrið og tóku vefjasýni til erfðafræðilegra rannsókna, sjúkdómagreininga og mögulega fleiri efnagreininga.
Meira

Ekki kemur titillinn á Krókinn í vor

Í dag tók Körfuknattleikssamband Íslands ákvörðun þess efnis að ekki verður keppt frekar á keppnistímabilinu 2019/2020. Núverandi stöðutafla er því lokastaða Dominos-deilda og 1. deilda. Það þýðir að lið Tindastóls endaði tímabilið í þriðja sæti Dominos-deildar karla, sæti ofar en vinir okkar úr Vesturbænum. Það er nú alltaf gaman.
Meira

Miðlæg afleysingaþjónusta fyrir bændur

Bændasamtökin í samstarfi við aðildarfélög sín vinna að því að koma á fót miðlægri afleysingaþjónustu fyrir bændur vegna COVID-19 veirunnar. Óskað er eftir áhugasömu fólki til að skrá sig á viðbragðslista með það fyrir augum að taka að sér tímabundna afleysingu á búum, ef til þess kemur að bændur veikist vegna COVID–19.
Meira