Fréttir

Fjárveiting til kaupa á nýjum tankbíl til Brunavarna Húnaþings vestra

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra sem haldinn var þann 12. mars síðastliðinn var lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020 til kaupa á nýjum tankbíl fyrir Brunavarnir Húnaþings vestra.
Meira

Kennt í gegnum Teams forritið hjá FNV

Sú ákvörðun yfirvalda að framhaldsskólar landsins skuli loka frá með deginum í dag meðan samkomubann er í gildi kallar á breyttar aðferðir í skólahaldi með nútíma tölvutækni. Á heimasíðu FNV segir að það vilji svo til að kennarar við FNV hafi áralanga reynslu af kennslu í gegnum allskyns fjarfundatækni sem skólinn hyggst nýta á meðan á lokun framhaldsskóla stendur.
Meira

Formlegar æfingar GSS falla niður

Viðbrögð Golfklúbbs Skagafjarðar við Covid 19 hafa verið settar fram á heimasíðu klúbbsins gss.is en í stuttu máli falla formlegar æfingar niður á meðan samkomubann varir.
Meira

Allt á kafi í snjó í Fljótum

Víðast hvar í Skagafirði var rjómablíða í gær og íbúar á Sauðárkróki hafa lítið fundið fyrir veðurofsa síðustu vikna, enda fer austanáttin alla jafna nokkuð blíðlega með vestanverðan Skagafjörðinn. Snjósöfnun hefur aftur á móti verið töluverð austan megin og þá ekki síst í Fljótum þar sem fannfergið er slíkt að þar mótar varla fyrir landslagi lengur.
Meira

Þrír fluttir á sjúkrahús eftir sprengingu í sumarbústað

Sprenging varð í sumarbústað í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu, nærri bænum Geitaskarði, um klukkan ellefu í gærmorgun. Sex manns voru í bústaðnum þegar sprengingin varð, allt ungt fólk og voru þrír fluttir á slysadeild á Akureyri. Í frétt Rúv.is segir að tveir þeirra hafi verið með sjáanlega áverka en ekki var þó talið að þeir væru í lífshættu.
Meira

Vestfirðingar í Vörusmiðju BioPol

Um síðustu helgi kom hópur Vestfirðinga frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða í námsdvöl í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd. Heimsóknin var lokahnykkurinn á 80 klukkustunda námskeiði sem nefndist „Matarkistan Vestfirðir - beint frá býli" en þar var kennt samkvæmt námsskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins frá 2015 líkt og gert var á sambærilegum námskeiðum á Norðurlandi vestra tvo síðastliðna vetur.
Meira

Gul veðurviðvörun víðst á landinu

Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Strandir og Norðurland vestra, Austurland að Glettingi, Austfirði, Suðausturland og Miðhálendi en appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Vestfirði.
Meira

Arnar Geir og félagar sigruðu í Mississippi

Dagana 9. og 10. mars sl. lék skagfirski golfarinn Arnar Geir Hjartarson ásamt félögum sínum í golfliði Missouri Valley College á fyrsta móti sínu í NAIA mótaröðinni í háskólagolfinu í Bandaríkjunum. Spilaðar voru 36 holur á Canebrake Country Club golfvellinum í Mississippi. Fjórtán lið mættu til leiks og milli 70 og 80 golfarar voru mættir til leiks.
Meira

Viðbrögð Almannavarna á NV-landi vegna COVID-19 faraldursins

Eins og alþjóð veit þá geisar nú skæður veirufaraldur, sem veldur veikinni COVID-19. Síðan síðastliðinn föstudag, 6. mars, hafa almannavarnir á Íslandi starfað á neyðarstigi almannavarna, sem er hæsta viðbúnaðarstig þeirra. Hluti af viðbrögðum almannavarna er samkomubann, sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt mánudagsins 16. mars og stendur í fjórar vikur. Bannið gerir samkomur með fleiri en 100 þáttakendum óheimilar. Á sama tíma eru settt þau skilyrði á samkomur með færri en 100 þátttakendum að þar sé það pláss að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli manna. Einnig er sett bann við skólahaldi í framhalds- og háskólum, en á okkar svæði er um að ræða Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra og Háskólann á Hólum. Nánari útfærslur á því hvernig staðið er að þessum lokunum hjá skólunum má finna á heimasíðum þeirra.
Meira

Smá upprifjunarmyndband Króksblóts

Nú þegar búið er að setja samkomubann á landinu frá og með næsta mánudag er bara gott að rifja upp smá vídeó sem sýnt var á Króksblóti þann 8. febrúar sl. Þá var enginn að spá í kórónaveiru né hugsanlegar afleiðingar hennar en spurning hvort sýndarveruleikagleraugu sé einmitt lausnin við samkomubanninu. Hver veit!
Meira