feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Það var lagið
14.03.2020
kl. 11.58
Eins og alþjóð veit þá geisar nú skæður veirufaraldur, sem veldur veikinni COVID-19. Síðan síðastliðinn föstudag, 6. mars, hafa almannavarnir á Íslandi starfað á neyðarstigi almannavarna, sem er hæsta viðbúnaðarstig þeirra. Hluti af viðbrögðum almannavarna er samkomubann, sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt mánudagsins 16. mars og stendur í fjórar vikur. Bannið gerir samkomur með fleiri en 100 þáttakendum óheimilar. Á sama tíma eru settt þau skilyrði á samkomur með færri en 100 þátttakendum að þar sé það pláss að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli manna. Einnig er sett bann við skólahaldi í framhalds- og háskólum, en á okkar svæði er um að ræða Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra og Háskólann á Hólum. Nánari útfærslur á því hvernig staðið er að þessum lokunum hjá skólunum má finna á heimasíðum þeirra.
Meira