Fréttir

Riða greinist á Minni-Ökrum í Akrahreppi

Enn eitt riðusmit hefur verið staðfest í Tröllaskagahólfi, Minni-Ökrum í Akrahreppi í Skagafirði. Á heimasíðu Matvælastofnunar kemur fram að nú sé unnið að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. Tilfellið var staðfest í sýni sem tekið var í sláturhúsi og greint á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Á búinu er nú um hundrað fjár.
Meira

Ratsjáin í loftið á ný - nú samtengd á landsvísu

Landshlutasamtök sjö landsvæða á Íslandi hafa tekið sig saman um að bjóða stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum þátttöku í nýrri útgáfu af Ratsjánni, samtengdu verkefni sem hefst í upphafi árs 2021. Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við RATA og tengiliði frá landshlutasamtökum sveitarfélaga á Austurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Vesturlandi, Reykjanesi og Suðurlandi.
Meira

Órion á norrænu rafíþróttamóti

Félagsmiðstöðin Órion á Hvammstanga tók þátt í norræna rafíþróttamótinu Nordic E-Sport United sem haldið var á netinu 6.-7. nóvember en félagsmiðstöðvar frá Íslandi og Danmörku tóku þátt. Æfingar fóru fram gegnum netið undir leiðsögn Jóhannesar G. Þorsteinssonar og Aðalsteins Grétars Guðmundssonar, en þeir hafa séð um „Rafíþróttir í Húnaþingi“ sem er félag fyrir alla í Húnaþingi sem hafa áhuga á tölvuleikjaspilun. Þar að auki var Aleksandar Milenkoski fenginn til að halda smá námskeið fyrir krakkana, en hann hefur m.a. keppt í Counter-Strike: Global Offensive (betur þekktur sem CS:GO) í íslensku rafíþróttadeildinni.
Meira

Dregið úr samkomutakmörkunum á morgun

Á morgun taka gildi nýjar reglur yfirvalda vegna Covid ástandsins þar sem greina má tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum. Þær helstu eru að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný, í framhaldsskólum verða fjöldamörk aukin í 25 og hægt verður að hefja ýmsa þjónustustarfsemi sem krefst snertingar eða mikillar nándar. Almennar fjöldatakmarkanir miðast áfram við 10 manns.
Meira

Alexandra Chernyshova hlaut menningarverðlaun Reykjanesbæjar

Afhending Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar fyrir árið 2020 fór fram fimmtudaginn 12. nóvember, með fremur óhefðbundnu sniði, en afhending fór fram á Facebook síðu Reykjanesbæjar. Að þessu sinni hlaut sópransöngkonan, tónskáldið og Hofsósingurinn Alexandra Chernyshova, verðlaunin fyrir framlag sitt til eflingar tónlistarlífs í Reykjanesbæ.
Meira

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember

Jónas Hallgrímsson unni landi, þjóð og tungu. Hann helgaði sig þjónustu við þetta þrennt og gaf þjóð sinni að njóta. Íslensk þjóð á Jónasi því ærið margt að þakka. Það koma ekki margir slíkir snillingar fram á hverri öld. Segja má að Jónas hafi átt ótrúlegu láni að fagna í lífinu þrátt fyrir sára fátækt alla tíð. Hann lifði á tímum mikilla breytinga og framfara þar sem sýn manna á heiminn tók miklum breytingum. Ef til vill á tíma í líkingu við tímana sem menn upplifa núna þegar þeir ganga inn í þriðja áratuginn á nýrri öld inn í framtíð sem enn er óráðin en boðar miklar breytingar. Þetta er tími nú eins og þá sem kallar á árvekni manna í breyttum heimi og hugmyndaauðgi.
Meira

25 manns mega vera í sama rýminu í framhaldsskólum landsins frá og með næsta miðvikudegi

Næstkomandi miðvikudag verður slakað á reglum yfirvalda í sóttvarnaráðstöfunum í framhaldsskólum landsins þegar leyfilegur hámarksfjöldi nemenda og starfsmanna í hverju rými fer úr 10 í 25 manns. Regla um minnst tveggja metra fjarlægð milli fólks verður áfram í gildi en ef ekki er hægt að halda lágmarksfjarlægð ber nemendum og starfsfólki að nota grímur.
Meira

Það hefur sýnt sig að við getum sýnt mikla samstöðu

Sigfús Ingi Sigfússon í Syðri-Gröf er sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, fjölmennasta sveitarfélaginu á Norðurlandi vestra. Auk þess að gegna starfi sveitarstjóra stundar Sigfús Ingi einnig búskap með nokkrar ær, naut og hross.„Það sem er erfiðast við faraldurinn er auðvitað þessi miklu áhrif sem hann hefur haft á daglegt líf fólks og langvinn áhrif á sum þeirra sem hafa veikst, svo ekki sé talað um að of margir hafa látið lífið af hans völdum,“ segir Sigfús Ingi meðal annars.
Meira

Fjórar Stólastúlkur í liði ársins í Lengjudeildinni

Nú á laugardaginn kynnti Fótbolti.net valið á liði ársins í Lengjudeild kvenna en það voru þjálfarar og fyrirliðar liðanna í deildinni sem völdu úrvalslið tímabilsins og kom ekki á óvart að liðskonur í Tindastóli voru áberandi. Fjórar þeirra, Laufey Harpa, Bryndís Rut, Mur og Jackie, voru í liði ársins, Amber og María Dögg komust á bekkinn og síðan urðu þjálfarar Tindastóls,Guðni Þór Einarsson og Jón Stefán Jónsson, hlutskarpastir í vali á þjálfurum ársins.
Meira

„Alrausn­ar­leg­asta út­hlut­un sem við höf­um nokk­urn tím­ann séð“

Nú í vikunni munu um 700 heimili í Reykjavík og Reykjanesbæ fá matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálp Íslands en maturinn er gjöf frá Kaupfélagi Skagfirðinga og dótturfyrirtækja KS. „Þetta er mjög stór send­ing mat­væla sem verður dreift í Reykja­vík á mánu­dag og þriðju­dag og í Reykja­nes­bæ á miðviku­dag og fimmtu­dag. Þetta verður alrausn­ar­leg­asta út­hlut­un sem við höf­um nokk­urn tím­ann séð,“ seg­ir Ásgerður Jóna Flosa­dótt­ir, formaður Fjöl­skyldu­hjálp­ar.
Meira