Riða greinist á Minni-Ökrum í Akrahreppi
feykir.is
Skagafjörður
17.11.2020
kl. 15.53
Enn eitt riðusmit hefur verið staðfest í Tröllaskagahólfi, Minni-Ökrum í Akrahreppi í Skagafirði. Á heimasíðu Matvælastofnunar kemur fram að nú sé unnið að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. Tilfellið var staðfest í sýni sem tekið var í sláturhúsi og greint á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Á búinu er nú um hundrað fjár.
Meira
