Fréttir

Húsnæðisþörf metin fyrir iðn- og tæknimenntun

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp um greiningu á húsnæðisþörf fyrir iðn- og tæknimenntun á Íslandi. Aðsókn í slíkt nám hefur aukist mikið undanfarið, m.a. vegna aukinnar áherslu stjórnvalda á eflingu þess.
Meira

Aukin þjónusta við krabbameinsgreinda á landsbyggðinni

Síðastliðinn föstudag 28. ágúst, var stigið mikilvægt skref í að bæta endurhæfingarferli krabbameinsgreindra á landsbyggðinni með undirritun samnings Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og Heilbrigðisráðuneytis við Ljósið um fjarheilbrigðisþjónustu í endurhæfingu krabbameinsgreinda. Þeir sem greinast með krabbamein og eru búsettir á landsbyggðinni hafa hingað til í litlum mæli haft kost á að nýta sér þjónustu Ljóssins, enda er hún eins og sakir standa nær eingöngu aðgengileg í húsnæði Ljóssins að Langholtsvegi í Reykjavík.
Meira

Gleðigosinn Teitur:: Áskorandapenninn Þorsteinn Snær Róbertsson, frá Hvalshöfða Hrútafirði

Þorsteinn Snær Róbertsson heiti ég frá Hvalshöfða. Júlíus bróðir minn skoraði á mig að skrifa pistil og hér læt ég flakka. Það sem mér er efst í huga er smá frásögn um gleðigosann Teit. Hann var rosalega stór og klunnalegur hundur sem færði gleði og hamingju í líf mitt. Teitur var einstakur karakter sem var óhugnanlegur í útliti en með rosalega lítið hjarta. Þessi stóri hundur var hræddur við fáránlegustu hluti sem maður botnar eiginlega ekki í, en kannski vissi hann eitthvað meira en við. Sem dæmi má nefna þurfti pabbi að útbúa sérstakar stál umgjörð yfir hurðarhúna á öllum útidyrahurðunum heima. Ástæðan fyrir því var að Teitur átti það til að hoppa á hurðarhúna og hleypa sér inn þegar það var fullt tungl eða norðurljós úti, því hann var af einhverjum ástæðum mjög hræddur við þau.
Meira

Sérhæfð naglasnyrtistofa opnar á Sauðárkróki - Game of Nails

Í byrjun ágúst opnaði naglasnyrtistofan Game of Nails á Kaupvangstorgi 1 á Sauðárkróki. Samkvæmt heimildum Feykis mun þetta vera fyrsta snyrtistofan sem sérhæfir sig eingöngu í ásetningu á gervinöglum hér á Króknum. Hrafnhildur Viðarsdóttir, eigandi stofunnar og jafnframt eini starfsmaðurinn, segir að með því hafi langþráður draumur orðið að veruleika.
Meira

Allir eiga að bera ábyrgð á sjálfum sér - Dagmál Sverris Magnússonar

Út er komið ljóðakverið Dagmál sem inniheldur vísur og kvæði Sverris Magnússonar, fv. bónda í Efri-Ási í Hjaltadal í Skagafirði. „Tilfinning hans fyrir umhverfinu og náttúrunni má finna nær áþreifanlega í vísum hans og kvæðum,“ segir á bókarkápu, „Hann er heitur hugsjónamaður, yrkir jörðina og lofar hana í senn.“
Meira

Stólastúlkur styrktu stöðu sína á toppi Lengjudeildarinnar

Kvennalið Tindastóls tók á móti liði Víkings Reykjavík í Lengjudeildinni í kvöld en þetta var lokaleikurinn í 10. umferð. Eins og oft áður í sumar þá reyndust Stólastúlkur of sterkar fyrir andstæðinga sína og ekki var það til að auðvelda gestunum lífið að Murielle Tiernan er í stuði í framlínu Tindastóls þessa dagana. Lokatölur í kvöld voru 3-0 og stelpurnar okkar með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar nálgast úrslitakeppni 4. deildar

Lið Kormáks/Hvatar styrkti stöðu sína í B-riðli 4. deildar á miðvikudagskvöldið þegar þeir sóttu lið Álafoss heim á Tungubakkavöll í Mosfellsbæ. Þegar upp var staðið höfðu Húnvetningarnir gert sex mörk en heimamenn náðu ekki koma boltanum í netið – nema reyndar einu sinni í vitlaust mark. Lokatölur því 0-6 og lið Kormáks/Hvatar í öðru sæti riðilsins, stigi á eftir KFR en eiga leik til góða.
Meira

Stólastúlkur geta styrkt sig á toppi Lengjudeildar í kvöld

Kvennalið Tindastóls getur komið sér vel fyrir á toppi Lengjudeildarinnar í kvöld er stelpurnar mæta liði Víkings úr Reykjavík á KS vellinum á Sauðárkróki kl. 19:15. Tveimur aðalkeppinautum Stólanna, Keflavík og Gróttu, mistókst að krækja sér í fullt hús í leikjum þeirra í gær. Leikurinn verður sýndur á Tindastóll TV.
Meira

Félagsmiðstöð á flakki í Skagafirði

Félagsmiðstöð á flakki er liður í átaksverkefni í tengslum við Covid-19 með það markmið að ná til allra eldri borgara í Skagafirði, bæði í Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi. Tilgangurinn er að bjóða kynningu á félagsstarfi fullorðinna og upplýsingar um þá þjónustu sem fólki stendur til boða. Um tilraunaverkefni er að ræða sem hlaut styrk frá félagsmálaráðuneytinu.
Meira

Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi boðar til aðalfundar sunnudaginn 13. september 2020 kl. 12-16 í Menntaskóla Borgarfjarðar. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Guðjón Brjánsson, þingmaður kjördæmisins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ávarpa fundinn og taka þátt í umræðum.
Meira