Fréttir

9 aðgerðir til að setja geðheilsu í forgang

Landssamtökin Geðhjálp standa fyrir undirskriftasöfnum á síðunni 39.is um að setja geðheilsu í forgang. Söfnuninni lýkur á miðnætti sunnudaginn 8. nóvember. Við skorum á alla landsmenn að skrifa undir og setja þannig geðheilsu í forgang. Meðfylgjandi eru 9 aðgerðir til þess að það megi takast.
Meira

Heimsóknabann á hjúkrunar- og sjúkradeildum HSN

Vegna aukins fjölda smita á Norðurlandi hefur Heilbrigðisstofnun Norðurlands ákveðið að loka tímabundið fyrir heimsóknir á sjúkra- og hjúkrunardeildir frá og með gærdeginum. Heimsóknarbann gildir til 17. nóvember en staðan verður þá endurmetin.
Meira

Heimurinn er að toppa sig tónlistarlega í þessum töluðu orðum / EGILL EINARS

Egill Einarsson, einkaþjálfari, fjölmiðla- og tónlistarmaður, býr í Kópavogi og er fæddur í upphafi eitís. Hann á ættir að rekja í Skagafjörðinn og segir að það sé ekki langt síðan hann var á ættarmóti með Dýllurum á Sauðárkróki. Egill segist aðallega hafa verið að vinna með hljómborð, fiðlu og trompet á giggum undanfarið.
Meira

Afmælisgjöfin fór í að fjármagna garðskúr fyrir Skammtímadvöl

Guðrún Hanna Kristjánsdóttir, forstöðumaður Skammtímadvalar á Sauðárkróki, fagnaði innilega afmæli Ástu Ólafar Jónsdóttur, aðalbókara Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem varð sextug sl. sunnudag. Hélt hún upp á tímamótin í september og í stað þess að þiggja gjafir bað hún fólk að leggja í púkk svo hjálpa mætti Skammtímadvöl að bæta útiaðstöðu með kofakaupum.
Meira

Salbjörg Ragna valin í körfuboltalandsliðið

Hrútfirðingurinn Salbjörg Ragna Sævarsdóttir hefur verið boðuð í landslið kvenna í körfuknattleik en framundan er landsleikjagluggi hjá liðinu sem er liður í undankeppni EM, EuroBasket Women’s 2021. Kemur Salbjörg inn fyrir Hildi Björgu Kjartansdóttur, Val, sem ennþá er meidd og verður ekki leikfær þegar haldið verður út.
Meira

Loksins ný jarðgöng milli Fljóta og Siglufjarðar?

Nú er í umræðunni nýr vegur og jarðgöng milli Fljóta og Siglufjarðar og hefur stór hópur fólks sent Alþingi áskorun um að koma þeim göngum fyrir á samgönguáætlun næstu ára. Það er virkilega gott og vonandi að málið fái jákvæða niðurstöðu og endi með góðum jarðgöngum og leysi þar með af veginn um Almenninga sem öllum er ljóst, a.m.k. þeim sem um hann fara reglulega, að hann er löngu kominn framyfir síðasta notkunardag. Reyndar stórhættulegur ef öllu er haldið til haga.
Meira

Níu í einangrun á Norðurlandi vestra

Níu einstaklingar eru í einangrun á Norðurlandi vestra, samkvæmt tölum aðgerðastjórnar svæðisins. Eitt nýtt smit greindist frá því í gær en viðkomandi var í sóttkví en alls sæta 17 aðilar nú sóttkví sem er mikil fækkun milli daga þar sem áður voru 39 manns í því úrræði, og í fyrsta sinn í þessari bylgju faraldursins í öllum póstnúmerum á Norðurlandi vestra.
Meira

Sigló hótel lánar Grunnskólanum húsnæði fyrir kennslu

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða sem tók gildi þann 3. nóvember kemur misjafnlega niður á skólastarfi. Samkvæmt henni mega grunnskólanemendur í 1. til 4. bekk mest vera 50 í rými en í 5.–10. bekk að hámarki 25 í hverju. Um þá gilda einnig tveggja metra nálægðartakmörk og ef ekki er hægt að uppfylla þau skulu nemendurnir nota grímu. Á Siglufirði var vandinn leystur á Hótel Sigló.
Meira

Mjólkursamsölunni skipt í innlenda og erlenda starfsemi

Eigendur og stjórn Mjólkursamsölunnar hafa ákveðið að skipta starfsemi sinni upp í sjálfstæð félög í sömu eigu, sem sinni annars vegar innlendri og hins vegar erlendri starfsemi. Er þessi breyting nú rökrétt framhald á þeirri vegferð sem hófst um mitt ár 2018, þegar stofnað var sérstakt dótturfélag um erlenda starfsemi Mjólkursamsölunnar, Ísey útflutningur ehf.
Meira

Sýnum hvort öðru virðingu og tillitssemi

Á þessum erfiðu tímum viljum við biðla til almennings um samvinnu, viðskiptavina verslana og annarra þjónustuaðila til að sýna starfsfólki kurteisi og virðingu. Reynum frekar að vera jákvæð og þakklát og þá gengur allt miklu betur. Starfsfólk í verslun og þjónustu er mikilvægur hluti framvarðarsveitar til að halda samfélaginu gangandi ef við eigum að geta verslað okkar nauðsynjar dags daglega. Kurteisi og þakklæti kostar ekkert til þeirra sem leggja sjálfa sig í hættu fyrir okkur hin.
Meira