Fréttir

Kosið á milli fimm nafna á sorpmóttökustöð í Varmahlíð

Nú er hægt að velja á milli fimm nafna á nýju sorpmóttökustöðina í Varmahlíð en nýverið óskaði Sveitarfélagið Skagafjörður eftir hugmyndum Skagfirðinga um nafngift á hana. Á heimasíðu sveitarfélagsins segir að undirtektir fólks hafi verið afskaplega ánægjulegar því alls bárust inn 62 tillögur.
Meira

Lokabindi Byggðasögu Skagafjarðar í uppsetningu

Hafin er vinna í prentsmiðjunni Nýprent á Sauðárkróki við að setja upp lokabindi Byggðasögu Skagafjarðar en þar er á ferð 10. bindið í ritröðinni. Meðal efnis þess eru verslunarstaðirnir Hofsós, Grafarós og Haganesvík en einnig fá eyjarnar Málmey og Drangey umfjöllun en Drangeyjartexti er ritaður af Kristjáni Eiríkssyni frá Fagranesi.
Meira

Vinnustofur Uppbyggingarsjóðs færðar í fjarfund

Vinnustofur fyrir þá sem eru að vinna að umsóknum í Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra hafa verið færðar í fjarfund í ljósi aðstæðna. Á heimasíðu SSNV kemur fram að boðið verður upp á vinnustofu í gegnum fjarfundaforritið Zoom mánudaginn 9. nóvember, kl. 16-17. Þar er einnig minnt á að umsóknarfresturinn renni út kl. 16:00 mánudaginn 16. nóvember nk.
Meira

Pannavöllur á Skagaströnd

„Nú dreifum við gleðinni um allt land. Við erum búin að bíða mjög lengi eftir þessum pannavöllum. Þeir voru að koma. Við umpökkuðum þeim og sendum áfram til viðtakanda,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ en verið er að koma tíu slíkum völlum um landið. Einn þeirra mun verða settur niður á Skagaströnd.
Meira

Reyndi að ræna systur sinni í Garðabæinn

Knattspyrnukappinn snyrtilegi, Óskar Smári Haraldsson frá Brautarholti í Skagafirði, gerði á dögunum 2. flokk kvenna hjá Stjörnunni að Íslandsmeisturum. Kappinn hefur spilað með liði Tindastóls í 3. deildinni í sumar en gert út frá Garðabænum. Óskar Smári segist gríðarlega stoltur af árangrinum en hann er aðalþjálfari 2. flokks kvenna en einnig er hann aðstoðarþjálfari í meistaraflokki kvenna hjá Stjörnunni sem er með lið í Pepsi Max deildinni.
Meira

Engar tilkynningar um kórónuveirusmit í minkum á Íslandi

Í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði kórónaveiru úr minkum í fólk í Danmörku ætlar Matvælastofnun að hefja skimun fyrir kórónaveiru á minkabúum landsins. Ekki er grunur um að kórónaveirusmit hafi komið upp á minkabúum hérlendis. Á heimasíðu MAST kemur fram að þegar fregnir hafi borist af kórónuveirusmiti úr fólki í minka í sumar sendi Matvælastofnun tilmæli til íslenskra minkabænda um hertar sóttvarnir á búunum og að einstaklingar með sjúkdómseinkenni haldi sig fjarri þeim.
Meira

Nóvember verður þrælmildur :: Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Í gær, þriðjudaginn 3. nóvember, mættu 14 spámenn til fundar í Veðurklúbbinn á Dalbæ til að spjalla um veðrið framundan. Þrátt fyrir að hafa ekki sent frá sér veðurlýsingu fyrir október þá líst fundarmönnum bara vel á veðrið þann mánuð.
Meira

Þungar áhyggjur af lágu afurðaverði

Sameiginleg ályktun sveitarstjórna Húnaþings vestra, Dalabyggðar, Strandabyggðar og Reykhólahrepps þar sem lýst er yfir þungum áhyggjum af lágu afurðaverði til sauðfjárbænda hefur nú verið send til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þingmanna Norðvesturkjördæmis, atvinnumálanefndar Alþingis, Bændasamtaka Íslands, Landssamtaka sauðfjárbænda, afurðastöðva landsins og á fjölmiðla.
Meira

Gul viðvörun í kortunum

Gul viðvörun vegna veðurs hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Austfirði. Í athugasemd veðurfræðings segir að suðvestan stormur verði víða um land eftir hádegi og mega íbúar Stranda og Norðurlands vestra búast við suðvestan 20-25 m/s, og staðbundnar vindhviður yfir 35 m/s. Varasamar aðstæður gætu myndast fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og er fólki einnig bent á að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón.
Meira

9 aðgerðir til að setja geðheilsu í forgang

Landssamtökin Geðhjálp standa fyrir undirskriftasöfnum á síðunni 39.is um að setja geðheilsu í forgang. Söfnuninni lýkur á miðnætti sunnudaginn 8. nóvember. Við skorum á alla landsmenn að skrifa undir og setja þannig geðheilsu í forgang. Meðfylgjandi eru 9 aðgerðir til þess að það megi takast.
Meira