Sauðárkróksbakarí 140 ára
feykir.is
Skagafjörður
02.09.2020
kl. 12.09
Í gær var haldið upp á þau tímamót í Sauðárkróksbakaríi að 140 ár eru liðin frá því að brauðgerð var sett á laggirnar á Sauðárkróki. Hefur verið bakað á Króknum óslitið síðan. Í tilefni dagsins var 30% afsláttur af öllu bakkelsi, brauði, kaffi, kæli- og gjafavöru í bakaríinu væna við Aðalgötuna. Bakarameistarinn Róbert Óttarsson var bljúgur þegar Feyki heyrði í honum í morgun en fjöldi fólks heimsótti bakaríið á afmælisdaginn og líf í tuskunum. Opnuviðtal er við Róbert í Feyki dagsins.
Meira