Fréttir

Sögur frá landi slá í gegn - Síðasti þáttur í kvöld

Þriðji og síðast þáttur af Sögum frá landi, sem sýndur er á RÚV, verðu á dagskrá í kvöld en þar fara þau Hlédís Sveinsdóttir og Hallgrímur Ólafsson um Norðurland vestra og kynna sér sögu, menningu og matargerðarlist á svæðinu. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda og koma, samkvæmt mælingum, fast á eftir fréttum, íþróttum og veðri.
Meira

Nýr leikskólastjóri í Leikskólanum Tröllaborg

Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri „út að austan“ á leikskólanum Tröllaborg frá 1. ágúst. Jóhanna tók við af Önnu Árnínu Stefánsdóttur sem gengt hefur starfi leikskólastjóra Tröllaborgar í hartnær þrjá áratugi.
Meira

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hafinn, vonast til þess að ná að halda úti eðlilegu skólastarfi

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki var settur í byrjun vikunnar og er skólasókn nú svipuð og hefur verið undanfarin ár samkvæmt skólastjórnendum. Rúmlega 500 nemendur stunda nám við skólann, þar af ríflega 200 í fjarnámi. Skólahald hófst með hefðbundnum hætti og munu nemendur stunda staðnám í öllum greinum á meðan stætt verður.
Meira

Alþjóðleg brúðulistahátíð á Hvammstanga

Hvammstangi International Puppet Festival, HIP, er ný brúðulistahátíð á Hvammstanga, þar sem brúðuleiksýningar og -kvikmyndir verða í hávegum hafðar. Hátíðin verður haldin 9. - 11. október en á hátíðinni verður boðið upp á tólf sýningar með listamönnum af níu þjóðernum, úrvali vinnusmiðja fyrir fólk á öllum aldri, bæði byrjendur og atvinnumenn, og úrval brúðubíómynda sem eru sérvaldar af Handmade Puppet Dreams, fyrirtæki Heather Henson í Bandaríkjunum. Yfir 60% viðburða hátíðarinnar eru ókeypis fyrir áhorfendur en alla dagskrá hennar má nálgast á www.thehipfest.com.
Meira

Hlutabótaleiðin framlengd um tvo mánuði og áframhaldandi greiðslur vegna launa í sóttkví

Ríkisstjórnin samþykkti í gær frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um breytingu á lögum er varða vinnumarkaðinn til að mæta efnahagslegum áhrifum Covid-19 heimsfaraldursins. Með frumvarpinu mun réttur til tekjutengdra atvinnuleysisbóta fara úr þremur mánuðum í sex mánuði, enda séu ákveðin skilyrði uppfyllt, og hlutabótaleiðin verður framlengd um tvo mánuði. Greiðslur launa vegna einstaklinga í sóttkví munu einnig halda áfram.
Meira

Rabb-a-babb 189: Katrín Lilja

Nafn: Katrín Lilja Kolbeinsdóttir. Fjölskylduhagir: Gift Hlyn Hansen síðustu 6 árin. Það venst ágætlega. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Lítill bangsi sem hét Mýsla. Hún fylgdi mér í gegnum alla barnæskuna, gat aldrei sofið án hennar. Við vorum bestu vinkonur í heillangan tíma. Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Ég myndi vilja upplifa ‘50s tímabilið. Af því ég held að það hafi verið skemmtilega skrýtinn tími.
Meira

Annað tap Tindastóls á fjórum dögum

Tindastóll og KV mættust á Króknum í gærkvöldi í 3. deild karla í knattspyrnu. Eftir slæman skell um helgina gegn Vængjum Júpíters voru Tindastólsmenn ákveðnir að rétta úr kútnum en það fór því miður á annan veg. Gestirnir náðu snemma forystunni og þegar Atli Dagur, markvörður Stólanna, fékk að líta rauða spjaldið um miðjan fyrri hálfleik var ljóst að það yrði á brattann að sækja. Þrátt fyrir fína frammistöðu Tindastólsmanna við erfiðar aðstæður þá voru það gestirnir úr Vesturbænum sem hirtu stigin þrjú með 0-2 sigri.
Meira

Tækifærin í Covid

Það er líklega kaldhæðni fólgin í því að tala um tækifæri í Covid í ljósi áhrifa faraldursins á heilsu og efnahag heimsbyggðarinnar allrar. Það er hins vegar ekki hægt að horfa framhjá því að strax í upphafi faraldurs, og eftir því sem honum fram vindur, höfum við séð breytingar á hegðun okkar á mjög margan hátt. Einhverjir hafa fullyrt að heimurinn verði ekki samur – hvort það er rétt skal ósagt látið en ljóst er að margt af því sem breyst hefur er komið til að vera.
Meira

Sex starfsmenn ráðnir á nýtt brunavarnasvið HMS

Búið er að ráða í allar þær stöður sem auglýstar voru fyrr í sumar á nýju sviði á starfsstöð HMS á Sauðárkróki þ.e. stöðu framkvæmdastjóra, sérfræðinga og forvarnarfulltrúa. Gert er ráð fyrir að alls muni átta starfsmenn starfa við brunavarnir hjá HMS, sem er tvöföldun mannafla í málaflokknum, en stefnt er á að hefja starfsemi 1. október næstkomandi.
Meira

Slæmt ásigkomulag vega í Húnaþingi vestra hefur slæm áhrif á nemendur

Tæplega helmingur nemenda Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga þurfa að ferðast í skólann við óviðunandi aðstæður. 150 nemendum eru við skólann og þurfa sumir þeirra að sitja í skólabíl í allt að tvo klukkutíma á dag á misgóðum malarvegum. Grunnskólakennararnir segjast kvíða því að þurfa að hefja enn eitt skólaárið án þess að samgöngur í sveitarfélaginu hafi verið bættar.
Meira