Fréttir

Jafntefli hjá Stólunum í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum

Tindastólsmenn, sem munu leika í 3. deildinni í sumar, hafa loks náð að safna í lið og eru komnir á ferðina í Lengjubikarnum. Þar mættu strákarnir liði Sindra frá Höfn í Hornafirði og var spilað í Skessunni í Hafnarfirði. Lokatölur urðu 2-2 eftir að Hornfirðingar jöfnuðu undir lok venjulegs leiktíma.
Meira

Gæti orðið bið eftir Sjónhorni og Feyki

Vegna bilunar í heftimaskínu í röðunarvél á Nýprenti má reikna með að dreifing á Sjónhorni og Feyki tefjist eitthvað og er beðist velvirðingar á því. Starfsfólk hefur af þessu tilefni þurft að dusta rykið af gömlu góðu verkfærunum og er blöðum dagsins handraðað.
Meira

Einar Ísfjörð á úrtaksæfingar U15 karla

Einar Ísfjörð Sigurpálsson á Sauðárkróki hefur verið valinn í hóp fyrir úrtaksæfingar U15 landsliðs karla í knattspyrnu sem fram fara í Skessunni, Kaplakrika dagana 4.-6. mars.
Meira

50 ára afmæli Húnavallaskóla fagnað í sumar

Húnavallaskóli á 50 ára afmæli á þessu ári og verður af því tilefni efnt til afmælishátíðar í sumar. Fyrrum nemendum, starfsfólki og velunnurum skólans er boðið til fagnaðarins sem halda á laugardaginn 6. júní nk.
Meira

Ísak Óli með fern verðlaun á MÍ í frjálsum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í Kaplakrika í Hafnarfirði um síðustu helgi þar sem keppt var í tólf einstaklingsgreinum og boðhlaupi, bæði í kvenna- og karlaflokkum. Ísak Óli Traustason var öflugur og sté fjórum sinnum á verðlaunapall.
Meira

Lýðheilsa og áhrifavaldar í Húnaþingi vestra

#karlmennskan og #fávitar er yfirskrift fyrirlestrar sem USVH býður til í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga næstkomandi föstudag, 28. febrúar, klukkan 18:00. Fyrirlesarar eru Þorsteinn V. Einarsson og Sólborg Guðbrandsdóttir.
Meira

Tvö verndarsvæði í byggð í Skagafirði

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur staðfest tillögur að fimm nýjum verndarsvæðum í byggð en tilgangur slíkra svæða er að stuðla að verndun byggðar vegna svipmóts, menningarsögu eða listræns gildis þeirra, eins og fram kemur á vef menntamálaráðuneytisins. Tillögur um verndarsvæði koma frá viðkomandi sveitarfélagi en Minjastofnun Íslands veitir sveitarfélögum ráðgjöf við undirbúning tillagna og skilar einnig umsögn sinni til ráðherra.
Meira

Riðuveiki staðfest á Grófargili

Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Grófargili í Skagafirði, það fyrsta á landinu þetta árið, en á bænum er nú um 100 fjár. Síðast greindist riða á þessu svæði árið 2019 á bænum Álftagerði. Frá þessu er greint á heimasíðu Matvælastofnunar en þar á bæ er nú unnið að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða.
Meira

Tap gegn toppliði Fjölnis

Kvennalið Tindastóls hélt áfram þrautagöngu sinni á árinu 2020 þegar stelpurnar heimsóttu topplið Fjölnis í Grafarvoginum sl. laugardag. Eftir ágætan fyrsta leikhluta Tindastóls náðu heimastúlkur að búa til gott forskot fyrir hlé og það reyndist þeim ekki mikið vandamál að sigla heim sigrinum. Lið Tindastóls er því enn án sigurs á árinu. Lokatölur 93-66.
Meira

Vel heppnaðir afmælistónleikar Sóldísar

Fullt var út úr dyrum í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði í gær á 10 ára afmælistónleikum Kvennakórsins Sóldísar. Á þeim degi er markar upphaf góunnar, konudegi, hefur kórinn, allt frá stofnun, staðið á sviði Miðgarðs og sungið á tónleikum sem ávallt hafa verið vel sótti.
Meira