Leggur til bann við okri á hættustundu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
26.08.2020
kl. 09.47
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem hefur það markmið að koma í veg fyrir okur gagnvart almenningi þegar hættuástand skapar aukna eftirspurn eftir ákveðnum vörum eða skerðir framboð þeirra. Ríkislögreglustjóra verði falið að kveða á um hámarkssöluverð eða hámarksálagningu á innkaupsverð tiltekinna vara eða vörutegunda. Guðmundur Ingi Kristinsson er meðflutningsmaður frumvarpsins.
Meira