Fréttir

Leggur til bann við okri á hættustundu

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi sem hefur það markmið að koma í veg fyrir okur gagnvart almenningi þegar hættuástand skapar aukna eftirspurn eftir ákveðnum vörum eða skerðir framboð þeirra. Ríkislögreglustjóra verði falið að kveða á um hámarkssöluverð eða hámarksálagningu á innkaupsverð tiltekinna vara eða vörutegunda. Guðmundur Ingi Kristinsson er meðflutningsmaður frumvarpsins.
Meira

Opið fyrir styrkumsóknir í Húnaþingi vestra

Á dögunum birti sveitastjórn Húnaþings vestra fréttatilkynningu þar sem auglýst er eftir styrkumsóknum fyrir árið 2021:
Meira

Nýjar blómategundir á Skagaströnd

Ólafur Bernódusson, kennari og fréttaritari Morgunblaðsins á Skagaströnd hefur fundið tvær blómjurtir á Spákonufellshöfða sem ekki hafa sést þar áður en þær eru aronsvöndur og bláklukka. Í Morgunblaðinu á fimmtudaginn er rætt við Ólaf en hann kenndi í áratugi líffræði við Höfðaskóla og ræddi gjarnan við nemendur sína um gróður jarðar.
Meira

Áframhaldandi fornleifauppgröftur á Þingeyrum

Áfram heldur fornleifauppgröftur á Þingeyrum og í sumar stendur til að grafa í um þrjár vikur. Kom þetta fram í kvöldfréttum RÚV í síðustu viku. Uppgröftur hófst 10. ágúst og er hópurinn nú að nálgast klausturtímann eftir að hafa grafið í gegnum leifar yngri bygginga ofan á sjálfum klausturrústunum. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem leitar er eftir gerð handrita og bóka og segir Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við HÍ, sem stýrir uppgreftrinum.
Meira

Ristarhlið á Þjóðvegi 1 verða ekki fjarlægð

Þau ristarhlið sem Vegagerðin hugðist fjarlægja af Þjóðvegi 1 í Skagafirði og Húnavatnssýslum munu áfram þjóna hlutverki sínu í búfjárveikivörnum landsins. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, sagði í samtali við Feyki að um misskilning hafi verið að ræða er starfsmaður MAST heimilaði Vegagerðinni að fjarlægja umrædd ristarhlið. Farið verði í það að fjármagna ný hlið svo hægt verði að uppfylla umferðaröryggi og sjúkdómavarnir.
Meira

Tveimur tonnum af rækju stolið

RÚV segir frá því að lögreglan á Norðurlandi vestra rannsaki nú þjófnað en um liðna helgi var tveimur tonnum af rækju stolið frá einni elstu rækjuverksmiðju landsins, Meleyri á Hvammstanga.
Meira

Tungumálatöfrar

Fjölmenningarverkefnið Tungumálatöfrar er samfélagsverkefni sem hófst á Ísafirði fyrir þrem árum og er tækifæri fyrir börn af ólíkum uppruna að kynnast betur íslenskri tungu og menningu. Börnin eiga það sameiginlegt að alast upp við tungumál og menningu sem eru önnur en foreldra þeirra. Verkefnið hefur vaxið og dafnað og nýverið var haldið málþing á Ísafirði um þróun íslenskukennslu fyrir fjöltyngd börn og tókst það með ágætum og mikill áhugi er á að verkefnið breiðist út um landið.
Meira

Miðfjarðará í efsta sæti sjálfbærra laxveiðiáa

Heldur hefur dregið úr veiði í Miðfjarðará síðustu daga og fór vikuveiðin úr 201 laxi niður í 81 lax. Áin er ennþá í þriðja sæti yfir aflahæstu ár landsins en geta má þess að hún er í efsta sæti yfir þau vatnakerfi sem ekki byggja veiði á seiðasleppingum. Á miðvikudagskvöld höfðu veiðst 1.202 laxar í ánni. Veiðst hafa 502 laxar í Laxá á Ásum og 475 í Blöndu en veiði þar var hætt þegar áin fór á yfirfall.
Meira

Sláturtíð hefst 3. september hjá SAH Afurðum

Undirbúningur sláturtíðar hjá SAH Afurðum ehf. er nú í fullum gangi og margt sem þarf að huga að á tímum kórónuveirufaraldurs. Á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram að mikið og gott samstarf hefur verið við Embætti landlæknis, almannavarnir og landssamtök sláturleyfishafa til að draga úr hættu á COVID-19 kórónuveiru smiti og einnig að koma með leiðbeiningar fyrir starfsfólk á þessum erfiðu og sérstöku tímum. Sláturtíð hefst 3. september og áætlað að henni ljúki 20. október.
Meira

Krefjast þess að varnarlínum búfjárveikivarna verði við haldið

Hreppsnefnd og fjallskilanefnd Akrahrepps boðuðu sauðfjárbændur og aðra hagsmunaaðila á svæðinu á fund þann 20. ágúst 2020 til þess að ræða ýmis mál, þ.á.m. þá fyrirhuguðu aðgerð Vegagerðarinnar að fjarlægja ristahlið sem þjónar tilgangi í varnarlínu búfjárveikivarna milli Tröllaskagahólfs og Húna- og Skagahólfs. Það er á ábyrgð MAST að viðhalda varnargirðingum sem fjármagnað er af Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, (ANR) en svo virðist sem litlu fjármagni sé ætlað í málaflokkinn nú sem skýrir þá krísu sem komin er upp. Vegagerðin neitar að bera kostnað af viðhaldi rimlahliðsins og hótar því að fjarlægja það.
Meira