Fréttir

Hætta vegna snjósöfnunar á Þverárfjalli

Mikill snjór er nú á Þverárfjalli. Snjór hefur m.a. hlaðist upp undir háspennulínu RARIK á svæðinu frá bænum Þverá til Hvammshlíðar og er vírinn þar sem hann er lægstur kominn niður fyrir þrjá metra. Um fleiri kafla á línunni getur verið að ræða og fólk sem er á ferðinni um þetta svæði er vinsamlegast beðið um að sýna varkárni. Við bendum einnig á síma svæðisvaktar RARIK á Norðurlandi segir í tilkynningu frá RARIK.
Meira

Áframhaldandi uppbygging gagnavera á Blönduósi

Gagnaversfyrirtækið Etix Everywhere Borealis hefur staðið í umfangsmikilli uppbyggingu á síðustu misserum og lauk félagið framkvæmdum á síðasta ári við nýtt gagnaver á Blönduósi.
Meira

Fyrsta skóflustungan tekin að viðbyggingu Grunnskóla Húnaþings vestra

Fyrsta skóflustungan að viðbyggingu Grunnskóla Húnaþings vestra, sem einnig mun hýsa Tónlistarskóla Húnaþings vestra, var tekin í dag. Viðbyggingin, sem tengist eldra húsnæði skólans á norðurhlið, er á einni hæð en stallast í þrjá palla sem hækka með landinu. Kjallari er undir húsinu að hluta. Í byggingunni er rými fyrir frístund, stjórnun, eldhús, mat-/samkomusal, tónlistarskóla, bókasafn, starfsmannaaðstöðu og þrjár kennslustofur fyrir unglingastig. Í kjallara er verkstæði, geymsla og tæknirými. Viðbyggingin er um 1200 fermetrar og er það vinnan við fyrsta áfanga af átta sem nú er að hefjast.
Meira

Kórónaveiran og matvæli

Mat­væla­stofn­un hefur sent frá sér tilkynningu varðandi kórónuveiruna og matvæli í framhaldi þess að til hennar berast ýms­ar fyr­ir­spurn­ir þar að lútandi. Jafn­framt bendir Matvælastofnun á al­menn­ar upp­lýs­ing­ar um veiruna á vef land­lækn­is. Fylgst er með þekk­ing­arþróun á þessu sviði og verða upp­lýs­ing­ar hér upp­færðar eins og við á. Hér að neðan fylgja helstu spurningar og svör um þetta efni:
Meira

Erfiðar lokamínútur Stólastúlkna í Njarðvík

Kvennalið Tindastóls brunaði alla leið í Njarðvík á þriðjudaginn og léku við lið heimastúlkna um kvöldið. Gestirnir lentu snemma undir og eltu lið Njarðvíkur nánast allan leikinn en voru þó sjaldnast langt undan. Heimastúlkur stigu upp undir lok þriðja leikhluta og Stólastúlkur áttu þá ekkert svar. Lokatölur 88-65.
Meira

Rúnar Már meistari meistaranna í Kasakstan

Króksarinn og landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er aftur kominn á ferðina með liði Astana eftir ævintýri í Evrópu-deildinni fyrir síðustu áramót. Um síðustu helgi mættust lið Astana, sem varð landsmestiari á síðasta tímabili, og Kaisar Kyzylorda, sem varð bikarmeistari, í leik meistara meistaranna sem er upphafsleikur nýs knattspyrnutímabils í Kasakstan.
Meira

Nýtt starf verkefnastjóra hjá SSNV

Magnús Jónsson hefur verið ráðinn í nýtt starf verkefnastjóra hjá SSNV. Mun hann hafa það hlutverk að vinna að því að laða fjárfestingar inn í landshlutann með það fyrir augum að fjölga atvinnutækfærum og auka fjölbreytni þeirra. Starfið er sérstakt áhersluverkefni Sóknaráætlunar landshlutans og er liður í samningi milli SSNV og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem undirritaður var í september 2019. Frá þessu segir á vef SSNV.
Meira

Þrefaldur skagfirskur sigur

Skagfirðingar áttu góðu gengi að fagna í gær þegar keppt var í fyrsta riðli Skólahreysti á þessu ári. Skólarnir þrír, Varmahlíðarskóli, Grunnskólinn austan Vatna og Árskóli, skiluðu frábærum árangri og röðuðu sér í þrjú efstu sætin.
Meira

Espiflöt og Garður fengu landbúnaðarverðlaunin 2020

Kristján Þór Júlíusson, ráðherra landbúnaðarmála, veitti Garðyrkjustöðinni Espiflöt í Biskupstungum og Garði í Eyjafirði landbúnaðarverðlaunin 2020 á nýyfirstöðnu Búnaðarþingi. Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kemur fram að hugmyndin að baki verðlaununum sé að veita bændum og býlum sem á einn eða annan máta vekja athygli og eru til fyrirmyndar í íslenskum landbúnaði, viðurkenningar og hvatningarverðlaun. Ráðherra landbúnaðarmála hefur veitt verðlaunin frá árinu 1997.
Meira

Hrossaræktarfundir - fundarferð um landið

Fundir um málefni hrossaræktarinnar hófust upp úr miðjum febrúar þar sem Sveinn Steinarsson formaður Félags hrossabænda og Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur hafa verið á ferðinni um landið og kynnt það sem efst er á baugi í hestaheiminum. Fundir á Norðurlandi vestra verða verða í Skagafirði á morgun og í Húnaþingi vestra næsta þriðjudag.
Meira