Alhvít jörð hjá gangnamönnum á Haukgilsheiði
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
04.09.2020
kl. 11.39
Það hefur verið heldur hryssingslegt veðrið síðasta sólarhringinn á Norðurlandi, norðan garri og beljandi rigning á láglendi en snjókoma til fjalla. Heldur er að draga úr atganginum og má búast við því að gula veðurviðvörunin sem Veðurstofan gaf fyrir Norðurland falli úr gildi um hádegið. Smalar hafa gengið á heiðum Norðurlands vestra þessa viku og birti Jón, bóndi á Hofi í Vatnsdal, mynd frá Álkuskála í morgunsárið en þá var alhvít jörð. Álkuskáli tilheyrir Haukgilsheiði, er fram með ánni Álku sem sameinast svo Vatnsdalsá niðri í Vatnsdal.
Meira