Fréttir

Jafntefli á Blönduósvelli

Fyrri leikur Kormáks/Hvatar og ÍH í undanúrslitum 4. deildar fór fram á Blönduósvelli á laugardaginn. Heimamenn hefðu helst þurft að vinna leikinn til að tryggja sér góða stöðu fyrir seinni leik liðann nk. miðvikudagskvöld í Skessuhöllinni í Hafnarfirði. Jafntefli varð hins vegar niðurstaðan þar sem liðin gerðu sitt hvort markið og einvígið því í jafnvægi.
Meira

Endurbættur vefur Ísland.is

Fyrir helgi var vefurinn Ísland.is, sem er upplýsinga- og þjónustuveita opinberra aðila á Íslandi, opnaður í nýrri og endurbættri útgáfu með það að markmiði að gera viðmót gagnvart notendum skýrara og betra. Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að á Ísland.is verður auðvelt að finna það sem leitað er að og eru þrjár meginleiðir til að finna efni. Sú fyrsta er í gegnum lífsviðburði, svo sem upplýsingar um nám, flutninga, barneignir eða stofnun fyrirtækja. Þá er búið að skilgreina helstu þjónustuflokka á vefnum, t.d. um akstur og bifreiðar, fjármál og skatta, heilbrigðismál og fjölskyldu og velferð. Ennfremur hefur leit á vefnum verið styrkt og er auðvelt að sækja upplýsingar í gegnum hana.
Meira

Sama gamla góða sagan á Sauðárkróksvelli

Tindastóll fékk Haukastelpur í heimsókn á Krókinn í dag og það er skemmst frá því að segja að enn einn sigurinn vannst og enn einu sinni héldu Stólastúlkur markinu tandurhreinu. Lið gestanna má þó eiga það að það lét aðeins reyna á Amber Michel í marki Tindastóls en hún stóð fyrir sínu eins og vænta mátti. Lokatölur voru 3–0 eftir tvö mörk Tindastóls í blálokin.
Meira

Skin og skúrir hjá Stólastúlkum í Síkinu um helgina

Lið Tindastóls spilaði fyrstu leiki sína í 1. deild kvenna í körfubolta á nýju tímabili í Síkinu nú um helgina. Mótherjinn í þessum tvíhöfða var lið Vestra frá Ísafirði og fór svo að heimastúlkur unnu fyrri leikinn nokkuð örugglega en þær hentu frá sér sigri í seinni leiknum sem fram fór í hádeginu í dag með hræðilegum leik í fjórða leikhluta.
Meira

Miðflokkurinn vill neyðaraðgerðir strax

Fjölmennur flokksráðsfundur Miðflokksins fór fram í gær á netinu og voru heilmargar ályktanir samþykktar en ljóst er að flokkurinn vill aðgerðir strax vegna aðsteðjandi vanda í þjóðfélaginu. Meðal þess sem Miðflokkurinn leggur til er að heimilum, sem orðið hafa fyrir tekjufalli, verði veitt skjól meðan náð er utan um vandann og lausnir fundnar, lækka staðgreiðslu skatta, tekjuskatt og útsvar í 24% til loka árs 2021 og greiðslur vaxta og verðbóta vegna fasteignalána atvinnulausra falli niður í allt að 18 mánuði.
Meira

Stólastúlkur fá Hauka í heimsókn í dag

Í dag, sunnudaginn 27. september, taka Stólastúlkur á móti liði Hauka úr Hafnarfirði á Kaupfélagsteppinu á Króknum. Leikurinn hefst kl. 16:00 og skiptir bæði lið máli. Haukastúlkur eiga enn möguleika (afar veikan) á að ná liði Keflavíkur sem er í öðru sæti Lengjudeildarinnar en lið Tindastóls, sem hefur þegar tryggt sér sæti í efstu deild, stefnir á að vinna Lengjudeildina og hefur því engan áhuga á að tapa.
Meira

Stólarnir á flökti í 3. deildinni

Stólastrákar mættu ferskir á Fylkisvöll í gærkvöldi en Árbæingarnir í liði Elliða reyndust sterkari og uppskáru 3-1 sigur. Í síðustu fimm leikjum hafa Stólarnir tapað tvisvar, gert tvö jafntefli og unnið einn leik og má því segja að hálfgert flökt sé á liðinu, eini stöðugleikinn er óstöðugleikinn. Lið Tindastóls er í miklum og jöfnum pakka um miðja deild þegar flest liðin eiga eftir að spila fjóra til fimm leiki.
Meira

Kallað eftir jarðgöngum úr Fljótum í Siglufjörð

Siglufjarðarvegur hefur verið talsvert í umræðunni síðustu daga eftir að Trölli.is birti myndir af veginum. Það var einkum og sér í lagi ástand vegarins rétt við gangnamunnann að Strákagöngum sem hleypti hrolli í fólk enda minnir vegarstæðið á köflum á hroðavegi Bólivíu – þó ástand vegarins sé að sjálfsögðu ekki svo slæmt. Hins vegar er töluvert jarðsig á veginum nær Fljótunum, í Mánárskriðum og Almenningi. Ýmsir óttast að vegurinn hreinlega renni í sjó fram einn daginn. Aðstæður eru þannig að lítið er hægt að gera fyrir veginn, enda ekkert pláss til að færa hann.
Meira

Minningarplatta um Helgu Sigurðardóttur komið fyrir í Húsgilsdragi

Föstudaginn 28. ágúst var gerður út leiðangur fámenns hóps áhugamanna um sögu og afdrif Helgu Sigurðardóttur, fylgikonu Jóns Arasonar á Hólum, í Húsgilsdrag sem staðsett er suðvestur af Flugumýrardal, við suðurenda Glóðafeykis í Blönduhlíð í Skagafirði. Markmið leiðangursmanna var að setja upp minningarplatta, og málmkassa fyrir gestabók, á stóran stein og gera staðinn að áhugaverðum viðkomustað.
Meira

Andavefjur, Tagliatelle og frönsk súkkulaðikaka

Sunna Gylfadóttir og Davíð Þór Helgason voru matgæðingar vikunnar í tbl 34 í Feyki. Sunna er fædd og uppalinn á Skagaströnd en Davíð er frá Sauðárkróki. Sunna flytur á Krókinn árið 2006 en í dag vinnur Sunna í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sem deildarstjóri í stærðfræði- og raungreinum. Davíð er háseti á Málmey SK 1 og eiga þau saman hana Iðunni Ölmu sem er í skólahóp í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki.
Meira