Fréttir

Leikur tveggja ólíkra hálfleikja þegar Stólastúlkur misstigu sig í Mjólkurbikarnum

Tindastólsstúlkur féllu úr leik í Mjólkurbikarnum í gærkvöldi eftir hörkuleik við Pepsi Max-deildar lið KR á Meistaravöllum. Stólastúlkur voru 0-1 yfir í hálfleik eftir að hafa fengið fjölmörg góð færi en lið KR refsaði grimmilega í síðari hálfleik, gerðu þá fjögur mörk á 18 mínútna kafla.
Meira

Atli orðinn markahæstur HK-manna í efstu deild

Atli Arnarson hefur verið á skotskónum, eða kannski helst vítaspyrnuskónum, það sem af er tímabilinu í Pepsi Max deild karla. Atli er Króksari, sonur Möggu Aðalsteins og Ödda læknis Ragnarssonar og því alinn upp með Tindastólsmerkið á brjóstinu. Atli skoraði í vikunni tvö mörk fyrir lið sitt HK gegn ÍA á Skipaskaga og varð þar með markahæsti leikmaður HK í efstu deild, frá upphafi, með átta mörk.
Meira

Ein gömul og góð sönn saga:: Áskorandapenninn Sólrún Fjóla Káradóttir frá Sauðárkróki

Hver er konan: Sólrún Fjóla Káradóttir. Maki: Sigurður Guðmundsson. Hverra manna: Miðju barn Kára Steindórssonar og Gerðar Geirsdóttur. Hvar elur þú manninn: Borgarnesi og flutti þangað af því að bæjarstjórinn var Króksari og meira að segja upp alinn á Hólmagrundinni. Afkomendur: Alma Rut, Kári Jón, Ingunn og tvö barnabörn, Halldór og Sóllilja. Áhugamál: Útivist, handavinna og matreiðsla. Heima er: Fjaran á Króknum.
Meira

„Við erum að spila mjög vel sem lið“

Feykir hafði samband við Jamie McDonough þjálfara karlaliðs Tindastóls þegar fjórum umferðum er lokið í 3. deildinni. Lið Tindastóls er í efri hluta deildarinnar með sjö stig eftir tvo sigurleiki, eitt jafntefli og eitt tap. Hann var fyrst spurður um leikinn gegn Álftanesi. „Við áttum aftur frábæran leik ... í 60-70 mínútur. Við stjórnuðum leiknum, vorum 70% með boltann og sköpuðum okkur ágæt færi. En líkt og í leikjunum gegn liðum Hugins/Hattar og Vængjum Júpíters þá verðum við að klára leikina þegar við höfum svona yfirburði,“ segir Jamie.
Meira

Framleiðendur á ferðinni

Tólf smáframleiðendur á Norðurlandi vestra og Vörusmiðja BioPol hafa tekið höndum saman um skemmtilegt verkefni en þeir hyggjast verða á ferðinni um svæðið í sumar á smábíl sínum og bjóða vörur sínar til sölu.
Meira

Tindastólsstúlkur mæta KR í Mjólkurbikarnum í kvöld

„Leikurinn leggst vel í okkur. Þetta verður auðvitað svona dæmigerður leikur það sem nákvæmlega allt er að vinna og akkúrat engu að tapa,“ segir Jón Stefán Jónsson, annar þjálfara kvennaliðs Tindastóls, í spjalli við Feyki. Leikurinn umræddi er í Mjólkurbikarnum en Tindastólsstúlkur brenna suður í borgina í dag og leika við lið KR á Meistaravöllum Vesturbæinga. Leikurinn hefst kl. 19:15 og allt ólseigt Tindastólsfólk er hvatt til að mæta á völlinn og styðja stelpurnar okkar.
Meira

Lagningu lokið á rafstreng og ljósleiðara um Kjöl

Lokið er lagningu 67 kílómetra rafstrengs og ljósleiðara um Kjöl en hann er einn af fjórum stofnvegum hálendis Íslands. Hingað til hafa ferðaþjónustuaðilar reitt sig á díselvélar en með tilkomu nýja strengsins verða þær nú óþarfar. Í frétt á vef stjórnarráðsins segir að þetta gerbreyti rekstrargrundvelli fyrir ferðaþjónustu á Kili og auki fjarskiptaöryggi til mikilla muna á þessari fjölförnu hálendisleið sem í gegnum aldirnar hefur verið annáluð fyrir draugagang.
Meira

Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi frestað um ár

Framkvæmdanefnd Unglingalandsmóts UMFÍ hefur ákveðið að fresta Unglingalandsmóti UMFÍ, sem fyrirhugað var að halda á Selfossi nú um verslunarmannahelgina, um ár. Ákvörðunin var tekin í samráði við almannavarnir og sóttvarnarlækni en skipulag mótsins er flókin og ljóst að erfitt yrði að tryggja öryggi gesta á mótinu.
Meira

Stefán Sturla með Flækjurof á Grand inn nk. sunnudag

Næstkomandi sunnudag kemur skagfirski rithöfundurinn Stefán Sturla Sigurjónsson á Krókinn og ætlar að kynna nýjustu afurð sína, bókina Flækjurof, sem er þriðja bókin í þríleiknum um lögreglukonuna Lísu og aðstoðarfólk hennar. Stefán Sturla mun ræða um bækurnar sínar, spennusögurnar, rannsóknarvinnuna og aðferðina við að skrifa, persónurnar, fyrirmyndir og flækjur. Viðburðurinn fer fram á Grand-Inn 12. júlí klukkan 17 og verður bókin á sérstöku tilboðsverði þetta kvöld.
Meira

Tindastólsstrákarnir tóku stigin á Álftanesi

Lið Tindastóls og Álftaness mættust á Bessastaðavelli í fjórðu umferð 3. deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Eftir hálf dapurlegt tap gegn liði KFG á sunnudag þurftu strákarnnir að sýna hvar Davíð keypti ölið og það gerðu þeir. Tóku stigin þrjú sem í boði voru með sér norður eftir 1-2 sigur.
Meira