Afleitt veður og færð í dag
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
14.01.2020
kl. 10.53
Vetrarfærð og vonskuveður er nú á nánast öllu landinu og eru gular og appesínugular viðvaranir í gildi í öllum landshlutum. Á Norðurlandi vestra hafa flestir vegir verið ófærir í morgun og er svo enn um alla fjallvegi en flestir vegir á láglendi eru orðnir færir þó færðin sé misgóð og veður vont. Í Húnavatnssýslum eru Skagastrandarvegur og vegurinn um Langadal ófærir. Í Skagafirði er vegurinn utan Hofsóss ófær en snjóþekja eða þæfingur á flestum öðrum vegum.
Meira