Fréttir

Þorgerður Katrín endurkjörin formaður Viðreisnar

Velheppnuðu rafrænu landsþingi Viðreisnar lauk í gær með kjöri Daða Más Kristóferssonar sem varaformanns Viðreisnar en áður hafði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verið endurkjörin formaður flokksins. Í stjórn voru kjörin: Axel Sigurðsson, Benedikt Jóhannesson, Elín Anna Gísladóttir, Jasmina Vajzovic Crnac og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Tveir varamenn í stjórn eru Karl Pétur Jónsson og Sonja Sigríður Jónsdóttir.
Meira

Eigið húsnæði fyrir tekjulága

Samþykkt var á Alþingi í ágúst sl. mikið framfara mál fyrir tekjulágt fólk. Það getur nú með stuðningi ríkisins keypt sína fyrstu fasteign og haft þannig möguleika á betra búsetuöryggi til langs tíma með því að ríkið fjármagni hluta af verði hagkvæms húsnæðis.
Meira

Afburða leikmenn með rætur til Skagastrandar

Á vef Skagastrandar er sagt frá því að fjórir afburða leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu eigi rætur að rekja til staðarins. Það eru þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sonný Lára Þráinsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir.
Meira

Stólastúlkur hefja leik í 1. deildinni í körfu um helgina

Á morgun, laugardaginn 26. september, spilar kvennalið Tindastóls fyrsta leik sinn í 1. deild kvenna þetta tímabilið. Andstæðingurinn er lið Vestra frá Ísafirði og hefst leikurinn kl. 16:00 í Síkinu. „Það eru allar klárar í slaginn um helgina, smá eymsli en ekkert sem hefur áhrif,“ segir Árni Eggert Harðarson þjálfari Tindastóls.
Meira

Miklar rafmagnsframkvæmdir í Skagafirði

Byggingu nýrrar aðveitustöðvar RARIK á Sauðárkróki, sem hófst haustið 2019 er að ljúka og er nú unnið að uppsetningu búnaðar í nýju stöðinni. Á heimasíðu RARIK kemur fram að með tilkomu stöðvarinnar verði hægt að tvöfalda orkuafhendingu á svæðinu því í stað einnar 66kV tengingar og eins 10MVA aflspennis í gömlu stöðinni verða tvær 66kV tengingar og tveir 20 MVA aflspennar í þeirri nýju.
Meira

Skjólstæðingar mæti með grímu á heilsugæsluna

Vegna fjölgunar smita í samfélaginu hafa skjólstæðingar sem mæta á heilsugæslur HSN verið beðnir um að vera með grímu við komu á heilsugæsluna og hafa hana á sér bæði í biðstofu og annarsstaðar innan stofnunarinnar.
Meira

Umhverfisverðlaun Skagafjarðar 2020 afhent

Meðlimir úr Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar afhentu á dögunum umhverfisverðlaun Skagafjarðar, 16. árið í röð, en komin er hefð fyrir því að farið sé í skoðunarferðir um Skagafjörð á sumrin til að meta bæi, hverfi og svæði í firðinum fyrir umhverfisverðlaunin, sem er samvinnuverkefni klúbbsins og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Meira

Níu ára gamlar myndir úr Laufskálarétt

Sökum hertra sóttvarnaraðgerða sem nú eru í gildi vegna COVID-19 hafa ýmsar takmarkanir verið settar á fyrirkomulag við göngur og réttir þetta haustið. Þannig eru til dæmis aðeins þeir sem eiga erindi í réttir og hafa fengið aðgöngumiða sem mega mæta í réttir og fjöldatakmarkanir miðast við 100 manns. Það verður því ekki fjölmenni í Laufskálarétt þetta árið en Feykir birtir hér níu ára gamla myndasyrpu úr þeirri ágætu rétt en í dag eru nákvæmlega níu ár síðan myndirnar voru teknar.
Meira

„Við höfum alla þekkingu hér til að þjálfa upp þessa hunda“

Ruv.is segir frá því að Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn í Lögreglunni á Norðurlandi vestra, vonist til að fá sérþjálfaða Covid-leitarhunda til landsins, gefi þeir góða raun erlendis. Íslenska lögreglan hefur verið í stöðugu sambandi við stofnanir í Bretlandi sem þjálfa hunda og rannsaka hvort þeir geti skilað árangri í greiningu kórónuveirusýna. Fyrstu niðurstöður benda til að hundarnir greini jákvæð sýni með um 90 prósenta nákvæmni. Finnskir Covid-leitarhundar hófu störf á flugvellinum í Helsinki í gær og virðist Covid hundaprófið heldur þægilegra fyrir fólk en það sem fyrir er hér á landi.
Meira

Ótrúlega öflug liðsheild og samstaða einkenna liðið

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að kvennalið Tindastóls tryggði sér sæti í efstu deild kvennaboltans næsta sumar með því að vinna í gær sinn þrettánda sigur í Lengjudeildinni. Þar með varð ljóst að lið Keflavíkur og Hauka gætu ekki bæði komist upp fyrir lið Tindastóls í toppbaráttu deildarinnar. Aldrei fyrr í sögu Umf. Tindastóls hefur félagið átt lið í efstu deild fótboltans og því rétt að heyra aðeins í öðrum þjálfara liðsins, Guðna Þór Einarssyni, sem segir tilfinninguna í leikslok hafa verið hreint ólýsanlega.
Meira