Fréttir

38% munur á matvörukörfunni í Skagafirði og nágrenni

38% eða 8.385 kr. munur var á hæsta og lægsta verði á stórri matarkörfu skv. verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ þann 8. september í matvöruverslunum sem staðsettar eru í Skagafirði, á Skagaströnd og stórmörkuðum sem staðsettir eru á Akureyri. Matvörukarfan samanstendur af 54 vörum úr öllum vöruflokkum sem voru til í öllum verslunum. Karfan var dýrust í Skagfirðingabúð(KS), 27.614 kr. og næst dýrust í Hlíðakaup, 26.873 kr. en ódýrust var hún í Bónus, 22.352 kr.
Meira

Rósa Björk Brynjólfsdóttir yfirgefur Vinstri græn

Í yfirlýsingu sem Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, sendi fjölmiðlum nú í dag kemur fram að hún hafi fundað með Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, og tilkynnt henni um úrsögn sína úr þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og úr hreyfingunni. Brottvísun stjórnvalda á egypsku barnafjölskyldunni sem verða átti af í gær, var kornið sem fyllti mælinn.
Meira

Hildur Heba meistari GSS í holukeppni

Árlega fer fram Meistaramót Golfklúbbs Skagafjarðar í holukeppni sem byrjar um miðjan júní og stendur í rúma tvo mánuði en að þessu sinni tóku 22 keppendur þátt. Að sögn Kristjáns Bjarna Halldórssonar, formanns klúbbsins, er holukeppni skemmtilegt fyrirkomulag og öðru vísi en önnur mót en keppendur eru dregnir saman í upphafi þannig að tveir mætast í hverjum leik.
Meira

Bíóbíll RIFF í Húnaþingi vestra í dag

Bíóbíll RIFF (Reykjavik International Film Festival) verður á ferðinni um landið dagana 17.–23. september 2020 og er fyrsti áfangastaður Húnaþing vestra og þar verður bíóbíllinn á ferðinni í dag. Í kvöld er áætlað að bíllinn komi sér fyrir við Hótel Laugarbakka þar sem bíómynd verður sýnd á norðurvegg hótelsins.
Meira

Fyllt upp í 4,5 km af skurðum á Gottorp

Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs, hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir endurheimt votlendis á jörðinni Gottorp í Húnaþingi. Á svæðinu sem um ræðir, eru skurðir sem áætlað er að séu alls 4,5 km að lengd.
Meira

Feykir vikunnar - Unghryssan Eygló frá Þúfum setti heimsmet

Í Feyki vikunnar er Mette Manseth tekin tali í tilefni af því að heimsmet var sett á síðsumarssýningu á Hólum í Hjaltadal sem haldin var dagana 18. til 21. ágúst sl. þegar fjögurra vetra hryssan Eygló frá Þúfum náði bestu einkunn sem gefin hefur verið til þessa í þeim flokki. Hryssan hlaut 8,63 fyrir sköpulag, 8,56 fyrir hæfileika, aðaleinkunn 8,59, sem er hæsta einkunn sem fjögurra vetra hryssa hefur hlotnast til þessa.
Meira

Skipakomum að fjölga eftir rólegt sumar í Skagafjarðarhöfn

Skipakomur hafa verið allmargar í september, sem er kærkomið eftir frekar rólegt sumar segir á vef Skagafjarðarhafna. Þar segir að Gámaskipin Hoffell og Selfoss komi reglulega samkæmt áætlunum ásamt því að heimatogararnir Drangey og Málmey séu komnir af stað. Þá hafa Akurey og Helga María landað allnokkrum sinnum ásamt línuskipinu Fjölni.
Meira

Herra Hundfúll er að poppa popp...

BTS er suðurkóreskt strákaband og kannski það vinsælasta í heiminum í dag. Eiginlega alveg hrikalega pirrandi grúppa. Í raun svo pirrandi að Herra Hundfúll var búinn að lofa sjálfum sér því að þessa grúppu ætlaði hann aldrei, aldrei að hlusta á. Enda bæði ömurleg, asnaleg og kjánaleg. – En þótt ótrúlegt megi virðast
Meira

Hera Sigrún semur við KR

Hera Sigrún Ásbjarnardóttir sem hefur spilað síðastliðin tvö ár í 1.deild kvenna með Tindastól skrifaði nýverið undir samning við KR sem leikur komandi tímabil í Dominos-deildinni.
Meira

Ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar í heimsókn í Austur-Húnavatnssýslu

Framkvæmdaráð sameiningarnefndar sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu bauð Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, til fundar heim í hérað á mánudag. Til umræðu voru meðal annars áskoranir og tækifæri svæðisins og svo heimsótti ráðherra fyrirtæki og frumkvöðla í sýslunni, t.d. gagnaverið, Vörusmiðju BioPol og Textílmiðstöð Íslands.
Meira