Fréttir

Metþátttaka í vanur/óvanur móti GSS

Nýliðanámskeiði GSS lauk á hefðbundinn hátt með vanur/óvanur móti fimmtudaginn 2. júlí. Þátttakendur voru 48 talsins sem er metþátttaka í slíku móti. Áhuginn skein úr hverju andliti og óvanir kylfingar lærðu af þeim vönu.
Meira

Rafmagnstruflanir í Húnaþingi vestra í nótt

Í nótt, aðfaranótt 3. júlí, verður viðhaldsvinna í aðveitustöð Hrútatungu. Á þeim tíma verður Húnaþing vestra rekið á varaafli og á varaleiðum. Það þýðir að rafmagnstruflanir verða um miðnætti og að vinnu lokinni, um kl. 6 um morguninn. Ekki er hægt að útiloka langvarandi rafmagnsleysi þennan tíma.
Meira

Hjólreiðafólk stígur fáka sína í Skagafirði á laugardaginn

Það verður nóg að gera hjá liðsmönnum Hjólreiðafélagsins Drangeyjar í Skagafirði en nk. laugardag, 4. júlí, mun félagið standa fyrir Drangeyjarmótinu sem er hluti af bikarmótinu í hjólreiðum. Þegar eru um 60 skráningar komnar í Drangeyjarmótið en gera má ráð fyrir því að þeim eigi eftir að fjölga. Keppt er í nokkrum styrkleikaflokkum karla og kvenna og auk þess er sérstakt almenningsmót sem er öllum opið.
Meira

Íslandsmót golfklúbba 15 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba 15 ára og yngri fór fram dagana 25-27. júní á Garðavelli á Akranesi. Golfklúbbur Skagafjarðar átti þar flotta fulltrúa.
Meira

Viðaukasamningur við Sóknaráætlun undirritaður

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, undirrituðu á dögunum viðaukasamning við Sóknaráætlun Norðurlands vestra en ákveðið var í fjáraukalögum, sem samþykkt voru þann 30. mars sl., að veita viðbótarfjármagni til sóknaráætlana landshlutanna til að sporna við áhrifum Covid-19 á landsbyggðinni. Fjárhæðin sem veitt var til viðbótar nemur 200 milljónum króna og koma 26 milljónir í hlut Norðurlands vestra.
Meira

Bjóðum nýja Íslendinga velkomna

Á lokadegi Alþingis var samþykkt þingsályktunartillaga Samfylkingarinnar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu en fyrsti flutningsmaður er greinarhöfundur. Þetta var í annað sinn sem tillagan er lögð fyrir þingið og það ánægjulega gerðist að hún hlaut nú brautargengi.
Meira

Auglýsingar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Aðalgötu 1 og Aðalgötu 16B

Umsóknir um byggingarleyfi liggja hjá byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við Aðalgötu 1 og Aðalgötu 16B á Sauðárkróki. Framkvæmdirnar eru innan verndarsvæðis í byggð sem er norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki sem var staðfest af ráðherra þann 11. febrúar 2020.
Meira

Tímabundin lokun Borgargerði á Sauðárkróki -FRESTAST

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur sent frá sér tilkynningu um tímabundna lokun Borgargerði við Túnahverfi. Verður gatan lokuð vegna framkvæmda frá gatnamótum Skagfirðingabrautar að Túngötu á morgun fimmtudag 2. júlí og föstudaginn 3. júlí.
Meira

Elín Jóna Rósinberg nýr sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Húnaþings vestra

Elín Jóna Rósinberg hefur verið ráðin í starf sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Húnaþings vestra. Í tilkynningu á vef Húnaþings vestra kemur fram að Elín Jóna sé með Cand.oceon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands auk þess sem hún leggi stund á MPA nám í opinberri stjórnsýslu við skólann.
Meira

Malbikunarframkvæmdir við Kjarnann á Sauðárkróki

Undanfarna daga hafa staðið yfir malbikunarframkvæmdir á Þverárfjallsvegi á Sauðárkróki. Á facebooksíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar kemur fram að önnur akreinin við Kjarnann sé lokið og eru vegfarendur beðnir um að fara varlega og virða lokanir sem tengjast framkvæmdunum.
Meira