Fréttir

Íslenska gæðingakeppnin - Kristinn Hugason skrifar

Fátt er íslenskara í hestamennskunni en gæðingakeppnin, nema ef vera kynni skeiðkappreiðar sem eru jú elsta séríslenska keppnisgreinin. Forvitnilegt er í þessu sambandi að átta sig á samþættri rót beggja greinanna og jafnvel mætti segja gæðingakeppnina afsprengi skeiðkeppninnar. Víkjum ögn nánar að þessu.
Meira

Blönduósbær óskar eftir upplýsingum um óveðurstjón

Blönduósbær hyggst, rétt eins og Húnavatnshreppur og Húnaþing vestra, safna saman upplýsingum um tjón í sveitarfélaginu af völdum óveðursins sem gekk yfir í nýliðnum desembermánuði. Óskað er eftir tilkynningum um tjón á búfé-, eignum-, og girðingum ásamt upplýsingum um rafmagns- og fjarskiptaleysi, ásamt öðru því sem íbúar telja að koma þurfi fram. Mikilvægt er að upplýsingarnar berist sem fyrst eða fyrir 13. janúar nk.
Meira

Bechamel kjúklingaréttur og glútenlaus súkkulaðiterta

Fyrstu matgæðingar ársins 2018 voru þau Róbert Mikael Gunnarsson og Natalia Grociak, búsett á Hvammstanga. Þau segjast elska mat og matargerð og sameina því vinnu og áhugamál á vinnustað sínum, veitingastaðnum Sjávarborg. Þegar þátturinn var gefinn út í byrjun janúar 2018 voru þau í fríi í Mílanó á Ítalíu og þegar Feykir heyrði frá þeim voru þau á leið á ekta ítalskt pastanámskeið. ”Við ætlum að gefa ykkur uppskrift að kjúklingarétti sem tengdamamma mín eldar oft fyrir okkur,” sagði Róbert, ”frábær réttur sem svíkur ekki.
Meira

Ráðherra kynnir Hálendisþjóðgarð á fundum um allt land

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fer á næstu dögum í hringferð um landið og kynnir áform um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en frumvarp þar að lútandi er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Einn fundur verður á Norðurlandi vestra nk. þriðjudag 7. janúar í Húnavallaskóla.
Meira

Baldri leist mjög vel á Deremy

Það styttist í að Dominos-deildin fari af stað á nýjan leik en fyrstu leikirnir í síðari umferð deildarkeppninnar eru á sunnudag. Lið Tindastóls heldur suður yfir Holtavörðuheiðina á mánudaginn og lætur ekki staðar numið fyrr en komið verður í Sláturhúsið í Keflavík þar sem strákarnir mæta sterku liði heimamanna kl. 19:15.
Meira

Sigurður Hansen er Maður ársins 2019 á Norðurlandi vestra

Líkt og undanfarin ár stóð Feykir fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vetra. Gafst fólki kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum en nú bárust sex tilnefningar sem teknar voru til greina. Sigurður Hansen í Kringlumýri í Blönduhlíð hlaut flest atkvæði og ber því titilinn Maður ársins á Norðurlandi vestra.
Meira

Gult ástand fyrir Strandir og Norðurland vestra

Veðurstofa Íslands hefur gefið út veðurviðvaranir fyrir allt landið en hvasst er á Norður- og Austurlandi í dag, hríð og kalt í veðri. Suðaustan stormur með úrkomu verður á öllu landinu á morgun og hlýnar en hríðarviðvaranir eru í gildi á öllu landinu fyrir morgundaginn. Í athugasemd veðurfræðings segir að síðdegis á morgun hláni, svo gott sé að athuga með niðurföll þannig að vatn eigi greiða undankomuleið.
Meira

Dagbjört Dögg Íþróttamaður USVH árið 2019

Dagbjört Dögg Karlsdóttir var kjörin Íþróttamaður USVH árið 2019 en útnefningin fór fram á Staðarskálamótinu í körfubolta sem haldið var í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga þann 28. desember sl. Dagbjört Dögg spilar körfubolta með úrvalsdeildarliði Vals og var valin besti varnarmaður liðsins á tímabilinu og eins og fram kemur á heimasíðu USVH varð Dagbjört Íslands-, bikar- og deildarmeistari á liðnu ári.
Meira

Ríflega hundrað hross fórust í fárviðrinu

Nú liggur fyrir að ríflega 100 hross fórust í hamfaraveðrinu sem gekk yfir Norðurland vestra dagana 10.-12. desember 2019 og segir á heimasíðu MAST að um mestu afföll á hrossum í áratugi er að ræða. Sá fjöldi svarar til um 0,5% þeirra 20.000 hrossa sem ætla má að hafi verið á útigangi á þessu landssvæði.
Meira

Óskað eftir upplýsingum í kjölfar desemberveðursins

Húnavatnshreppur hyggst safna saman upplýsingum, í kjölfar óveðursins sem gekk yfir nú í desember í því skyni að draga lærdóm af reynslunni og verða þessar upplýsingar meðal annars notaðar til að vinna viðbragðsáætlun fyrir óveður.
Meira