Fréttir

Ert þú að nota grímuna rétt?

Almannavarnir hafa gefið út myndband um grímunotkun. En þær eru mikilvæg viðbót við einstaklingsbundnar sóttvarnir og nauðsynlegar þar sem erfitt er að virða fjarlægðarmörk. Munum að þær koma ekki í stað handþvottar og annarra sóttvarna. Það er nauðsynlegt að nota grímurnar rétt annars gera þær ekkert gagn og veita falskt öryggi.
Meira

Skellur hjá þunnskipuðum Tindastólsmönnum

Norðanmenn sóttu ekki gullið suður yfir heiðar í gær. Húnvetningar fengu á sig sjö mörk gegn b-liði FH og lið Tindastóls þurfti að hirða boltann fimm sinnum úr netinu gegn b-liði KR í Vesturbænum. Stólarnir náðu forystunni gegn liði KV en heimamenn voru komnir yfir fyrir hlé og kláruðu dæmið síðan í síðari hálfleik. Nú þurfa Tindastólsmenn að fara að klína nokkrum stigum á töfluna ef þeir ætla ekki að sogast niður í fallbaráttu á síðustu metrum keppninnar í 3. deildinni.
Meira

Við erum með gott lið og ætlum að vinna þetta í ár

Í kvöld fer Dominos-deild karla í körfubolta af stað og fær Tindastóll lið ÍR í heimsókn en þessi lið hafa eldað grátt silfur saman síðustu árin. Feykir hafði samband við Baldur Þór Ragnarsson, þjálfara Tindastóls, en hann segir að tímabilið framundan leggist vel í sig. „Það er í sjálfu sér lítið sem kemur mér á óvart. Mörg góð lið og þetta verður gaman,“ segir Baldur aðspurður um Dominos-deildina í vetur.
Meira

Bjarki stoltur af strákunum þrátt fyrir skell í Hafnarfirði

Síðari leikirnir í undanúrslitum 4. deildar fóru fram í gær og þar voru Húnvetningar með lið í eldlínunni. Kormákur/Hvöt sótti lið ÍH heim í Skessuna í Hafnarfirði. Eftir 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna á Blönduósi um liðna helgi þurftu bæði lið að sækja til sigurs og tryggja þannig sæti í 3. deild að ári. Því miður voru Hafnfirðingarnir í banastuði og gerðu nánast út um leikinn á fyrstu tíu mínútunum. Lokatölur voru 7-1 og okkar menn því áfram í 4. deild.
Meira

Smit kórónuveirunnar fari hægt fækkandi

Alls eru þrír í einangrun á Norðurlandi vestra vegna Covid-19 smita og fjórir í sóttkví. Tveir þeirra veiku eru staðsettir í Húnaþingi vestra, í póstnúmerinu 531, og einn á Sauðárkróki. Í sóttkví eru tveir í á Skagaströnd og sitthvor í Húnaþingi vestra í póstnúmerunum 500 og 531. Á Covid.is segir að sex sæti sóttkví á svæðinu en ástæðan getur verið sú að viðkomandi eigi lögheimili á Norðurlandi vestra en er ekki staddur þar.
Meira

Ert þú búin/n að fá þér kaffisopa í dag?

Ef ekki settu þá mikla ást og alúð í að útbúa fyrsta kaffibolla dagsins því þú þarft að halda upp á daginn, það er nefnilega alþjóðlegi kaffidagurinn.
Meira

Búið er að draga út í N1 vegabréfaleiknum

Það hafa eflaust margir foreldrar þurft að hjálpa börnum sínum að safna stimplum þegar vegabréfaleikur N1 hófst með látum í sumar. Leikurinn gekk út á það að safna stimplum í þartilgerð vegabréf sem maður sótti á næstu N1 stöð. Þegar eitthvað var keypt þar fyrir meira en 500 kr. þá gastu fengið stimpil í vegabréfið og auka glaðningur fylgdi með. Skila þurfti vegabréfinu fyrir 20. ágúst og er nú búið að draga út í leiknum.
Meira

Skólalóð Blönduskóla fær andlitslyftingu

Húni.is segir frá því að unnið hefur verið að frágangi skólalóðar Blönduskóla í haust. Malbikaðir voru um 1.200 fermetrar og snjóbræðsla sett undir hluta af því svæði. Á næstu dögum verða malbikaðir um 250 fermetrar til viðbótarog þá verða grassvæði einnig jöfnuð og gengið frá með túnþökum. Að auki verða settar upp rólur með frágengnu yfirborði.
Meira

Allir með Feyki á Blönduósi

Í nýjum Feyki vikunnar er aðalefnið tileinkað Blönduósi en miklar framkvæmdir hafa farið fram við kirkjugarð bæjarins. Óli Arnar hafði samband við Valdimar Guðmannsson, formann stjórnar kirkjugarðs Blönduóskirkju, og forvitnaðist um framkvæmdir.
Meira

Nýtt verknámshús í smíðum við Blönduskóla

Í sumar hefur verið mikill gangur í byggingu verknámshúss við Blönduskóla en viðbyggingin er ein hæð og kjallari. Á heimasíðu Blönduóssbæjar kemur fram að nýja viðbyggingin tengist við ,,Gamla skóla“ og mun hýsa kennslustofur fyrir list- og verkgreinar á 1. hæð þ.e.a.s Heimilisfræði-, textíl-, smíða- og listnámsstofa en tæknirými og fleira er í kjallara.
Meira