Miðstöð um ofbeldi gegn börnum stofnuð
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
21.01.2020
kl. 10.02
UNICEF á Íslandi afhenti í gær Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, 11.430 undirskriftir úr nýlegu ofbeldisvarnarátaki sem bar yfirskriftina ,,Stöðvum feluleikinn” og var ætlað að vekja athygli á ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að átakinu hafi verið hrundið af stað í kjölfar birtingar UNICEF síðastliðið vor á tölum sem gáfu til kynna að af þeim rúmlega 80 þúsund börnum sem búa á Íslandi verði rúmlega þrettán þúsund fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Í ljósi alvarleika málsins kallaði UNICEF á Íslandi eftir vitundarvakningu og aðgerðum.
Meira