Fréttir

Óvænt brúðkaup á söguslóðum í Húnvatnshreppi

Það gerist ekki oft að brúðguminn mæti til kirkju óafvitandi þess að hann sér að fara að kvænast. En þannig var það svo sannarlega í tilfelli Jökuls Helgasonar er Guðný Elíasdóttir kom honum á óvart með óvæntu brúðkaupi. Giftu þau sig í Þingeyrakirkju í Húnavatnshreppi þann 30. júní síðastliðinn, í miðri hestaferð, og má segja að athöfnin hafi komið brúðgumanum jafn mikið á óvart og gestunum.
Meira

Mark Watson dagurinn á sunnudag

Mark Watson dagurinn verður haldinn hátíðlegur í Glaumbæ sunnudaginn 19. júlí. Vakin er athygli á því að vegna slæmrar veðurspár laugardaginn 18. júlí, var viðburðurinn færður aftur um einn dag, til 19. júlí. Í tilefni af afmæli skoska aðalsmannsins Mark Watson 18. júlí, stendur Byggðasafn Skagfirðinga fyrir dagskrá í Glaumbæ. Watson var mikill Íslandsvinur og er honum margt að þakka, þar með talið rausnarleg peningagjöf til viðgerða á gamla torfbænum í Glaumbæ árið 1938 sem átti sinn þátt í að bærinn er enn varðveittur.
Meira

Þrjú stig sótt á Seltjarnarnesið

Stólastúlkur spiluðu á rennblautu Seltjarnarnesinu í gær þar sem þær mættu liði Gróttu sem var fyrir leik í fjórða sæti Lengjudeildarinnar, höfðu ekki tapað leik frekar en lið Tindastóls sem var í öðru sæti. Það var því sterkt hjá liði Tindastóls að sækja sigur á Vivaldi-völlinn og koma sér enn betur fyrir í öðru af toppsætum deildarinnar. Lokatölur voru 0-2.
Meira

Alexandra Chernyshova meðal 10 bestu í World Folk Vision

Söngkonan Alexandra Chernyshova, sem lengi bjó í Skagafirði, komst nýlega í úrslit í alþjóðlegri söngkeppni er hún lenti í 9. sæti af 4000 atriðum í tónlistarkeppni World Folk Vision. Í keppnina sendi hún frumsamið lag „Ave Maria“ úr óperunni „Skáldið og biskupsdóttirin“ við handrit Guðrúnar Ásmundsdóttur, ljóð eftir Rúnar Kristjánsson. Nótnabók með 14 lögum fyrir rödd og píanó úr óperunni er hægt að kaupa í gegnum heimasíðu Alexöndru: www.alexandrachernyshova.com
Meira

Símamótið 2020

Um helgina fór Símamótið fram í Smáranum í Kópavogi. Má segja að það sé Íslandsmót stúlkna í fótbolta í 5., 6. og 7. flokki þar sem þetta er stærsta fótboltamót landsins. Keppendur voru um 2.400 í 370 liðum og hafa aldrei verið fleiri. Miklar breytingar voru gerðar á mótahaldi vegna COVID og í raun má segja að um þrjú aðskilin mót hafi verið að ræða. Flokkarnir voru hver á sér svæði og lítill sem enginn samgangur á milli þeirra svæða. Fjöldi áhorfenda var takmarkaður og aðgengi fullorðinna annarra en þjálfara og liðsstjóra var enginn inn á aðra viðburði mótsins. Þótti mótið takast vel og var ekki annað að sjá en að stúlkurnar fengju að njóta sín á vellinum.
Meira

Smásíld í fjörunni við Sauðárkrók

Frekar líflegt hefur verið í sjónum við Sauðárkrók í sumar. Hvalir eru algeng sjón þar sem þeir hafa verið að veiða sér til matar. Í morgun var allt vaðandi í smásíld í fjöruborðinu við skreiðarhjallana á Sauðárkróki. Starfsmenn Skagafjarðarhafna birtu myndir af því á Facebooksíðu sinni.
Meira

Erfitt útkall í Hjaltadal

Síðastliðinn mánudag fengu björgunarsveitirnar í Skagafirði og Eyjafirði, sjúkraflutningamenn á Sauðárkróki ásamt Landhelgisgæslunni boð um slasaðan göngumann á Hjaltadalsheiði. Hafði hann hrasað í brattri skriðu í fjalllendinu. Strax var ljóst að um mikið og erfitt verkefni væri að ræða og því var mikilvægt að undirbúa sig vel.
Meira

Gul veðurviðvörun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra sem gildir frá klukkan 16 og til miðnættis. Lægð fer yfir landið í dag og henni fylgir talsverð úrkoma og vindur. Spáð er allhvassri eða hvassri norðaustanátt og talsverðri eða mikilli rigningu á Ströndum. Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum. Veðrið verður slæmt til útivistar.
Meira

Mark Watsons minnst í Glaumbæ

Í tilefni af afmæli skoska aðalsmannsins Mark Watson, laugardaginn 18. júlí, stendur Byggðasafn Skagfirðinga fyrir dagskrá í Glaumbæ. Watson var mikill Íslandsvinur og er honum margt að þakka, þar með talið rausnarleg peningagjöf til viðgerða á gamla torfbænum í Glaumbæ árið 1938, sem átti sinn þátt í að bærinn er enn varðveittur.
Meira

Rafmagnsleysi á Króknum

Rafmagn er komið á á ný á Sauðárkróki en hafði þar farið af í hluta Sauðárkróks fyrr í morgun en grafið var í streng við Sauðárkróksbraut. Samkvæmt upplýsingum frá RARIK má búast við áframhaldandi rafmagnsleysi í hesthúsahverfi, hitaveitu og flugvelli á meðan gert verður við strenginn.
Meira