Fréttir

Miðstöð um ofbeldi gegn börnum stofnuð

UNICEF á Íslandi afhenti í gær Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra, 11.430 undirskriftir úr nýlegu ofbeldisvarnarátaki sem bar yfirskriftina ,,Stöðvum feluleikinn” og var ætlað að vekja athygli á ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að átakinu hafi verið hrundið af stað í kjölfar birtingar UNICEF síðastliðið vor á tölum sem gáfu til kynna að af þeim rúmlega 80 þúsund börnum sem búa á Íslandi verði rúmlega þrettán þúsund fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir átján ára aldur. Í ljósi alvarleika málsins kallaði UNICEF á Íslandi eftir vitundarvakningu og aðgerðum.
Meira

26.116 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga

Alls voru 231.145 manns skráðir í Þjóðkirkjuna þann 1. janúar síðastliðinn skv. skráningu Þjóðskrár Íslands. Næst kemur Kaþólska kirkjan með 14.634 einstaklinga og Fríkirkjan í Reykjavík með 10.006 meðlimi. Mest fjölgaði í Kaþólsku kirkjunni eða um 80 manns í desember mánuði.
Meira

Tíu Norðvestlendingar á verðlaunapall á Stórmót ÍR í frjálsum

Hátt í 30 keppendur af Norðurlandi vestra tóku þátt í Stórmóti ÍR um helgina en tæplega 600 skráðu sig til leiks í hinum ýmsu keppnisgreinum. Mjög góður árangur náðist í mörgum greinum og mikið um persónulegar bætingar þó svo að keppnistímabilið sé rétt að hefjast en þær voru 468 talsins, eftir því sem kemur fram á heimasíðu ÍR. Tugur keppenda af Norðurlandi vestra komst á verðlaunapall.
Meira

SSNV leitar að fyrirtækjum til þátttöku í stafrænni vegferð - Digi2Market

SSNV leitar að tíu fyrirtækjum til að taka þátt í Norðurslóðaverkefni sem kallast Digi2Market. Er verkefninu ætlað að taka á ýmsum áskorunum sem fyrirtæki á jaðarsvæðum kunna jafnan að glíma við, svo sem smæð markaðar, fjarlægð frá markaði og einangrun. Leitað er að fyrirtækjum sem vinna með markaðssetningu, samskipti og nýja tækni og eru áræðin og framsækin og hafa vilja og getu til að þróa núverandi rekstur og markaðssetningu með því að nýta nýja stafræna tækni og hafa sjálfbærni að leiðarljósi.
Meira

Bikarleiknum frestað um sólarhring sökum ófærðar

Til stóð að lið Tindastóls og Þórs Akureyri leiddu saman hesta sína í Síkinu í kvöld í átta liða úrslitum Geysis-bikarsins. Nú er hins vegar ljóst að ákveðið hefur verið að fresta leiknum um sólarhring sökum ófærðar en Öxnadalsheiðin er lokuð og ekki útlit fyrir að veður skáni í dag.
Meira

Hey Iceland á Vísindi og graut

Lella Erludóttir, markaðsstjóri Hey Iceland, verður með fyrirlestur í Vísindi og graut í Háskólanum á Hólum 29. janúar milli klukkan 13: 00-14: 00. Lella Erludóttir er markaðsstjóri Ferðaþjónustu bænda. Ferðaþjónusta bænda hf. var stofnað af íslenskum bændum árið 1980 en ferðaskrifstofan er enn í meirihlutaeigu bænda. Lella segir forsögu fyrirtækisins ná allt aftur til ársins 1965 þegar erlendum ferðamönnum var fyrst boðið að dvelja á íslenskum sveitaheimilum gegn gjaldi.
Meira

Enn verður þriðji leikhlutinn Stólastúlkum að falli

Tindastóll og Njarðvík mættust í Síkinu á laugardag í mikilvægum leik í 1. deild kvenna í körfubolta. Nú er baráttan um sæti í úrslitakeppni 1. deildar í algleymingi og Tindastólsstúlkur mega ekki misstíga sig mikið ef þær ætla að eiga séns á einu af fjórum efstu sætum deildarinnar. Það var því skellur að tapa gegn Njarðvíkurstúlkum í leik sem var jafn og spennandi – nema í þriðja leikhluta þar sem gestirnir kaffærðu heimastúlkur og gerðu út um leikinn. Lokatölur 70-86.
Meira

Heitavatnsleysi í Blönduhlíð í dag

Í dag frá klukkan tíu má búast við heitavatnsleysi og truflunum á rennsli í Blönduhlíð í Skagafirði vegna viðgerða í Dælustöð við Syðstu-Grund. Samkvæmt tilkynnigu frá Skagafjarðarveitum er um að ræða afleiðingar óveðursins í desember. Búist er við að viðgerðin muni standa fram eftir degi og beðist er velvirðingar á truflunum sem þetta kann að valda.
Meira

Brunavarnir Austur-Húnvetninga kaupa nýtt húsnæði

Á fundi sveitarstjórnar Blönduóss sem haldinn var sl. fimmtudag, þann 16. janúar, samþykkti sveitarstjórn, fyrir sitt leyti, fyrirliggjandi kauptilboð Brunavarna Austur-Húnvetninga í fasteign að Efstubraut 2 á Blönduósi.
Meira

Ásdís Aþena sigraði í Söngvarakeppni Húnaþings vestra - Myndband

Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra fór fram í Félagsheimilinu á Hvammstanga fimmtudaginn 16. janúar sl. Ásdís Aþena Magnúsdóttir gerði sér lítið fyrir og söng til sigurs í eldri keppenda með lag Bruno Mars, When I was your man.
Meira