Fréttir

Hálendisþjóðgarður – af hverju og hvernig?

Miðhálendi Íslands hefur að geyma ein stærstu óbyggðu víðerni Evrópu og magnaða náttúru sem fáa lætur ósnortna. Með þjóðgarði gefst einstakt tækifæri til að vernda þessi verðmæti, tryggja aðgengi útivistarfólks og standa vörð um hefðbundna sjálfbæra nýtingu, auk þess sem aðdráttarafl þjóðgarðs myndi skapa byggðunum tækifæri til atvinnuuppbyggingar og fjölga opinberum störfum í heimabyggð.
Meira

Appelsínugult enn og aftur

Veðurstofan hefur gefið út viðvörun eina ferðina enn. Að þessu sinni er viðvörunin appelsínugul fyrir svæðið frá Snæfellsnesi austur að Langanesi, að miðhálendinu meðtöldu, en gul fyrir aðra landshluta.
Meira

Stjarnan sterkari í hörkuleik

Varnarleikur var í hávegum hafður í Garðabænum í gærkvöldi þar sem topplið Stjörnunnar tók á móti Tindastólsmönnum. Stjörnumenn náðu yfirhöndinni strax í byrjun og slæmur kafli Tindastóls undir lok fyrri hálfleiks var dýrkeyptur þrátt fyrir ágæt áhlaup strákanna í síðari hálfleik. Þeir náðu að hleypa spennu í leikinn undir lokin en gamall Stóll, Urald King, var Garðbæingum dýrmætur síðustu mínútur leiksins og innsiglaði sigur heimamanna með tveimur kunnuglegum hraðaupphlaupstroðslum. Lokatölur voru 73-66.
Meira

Á sinni fyrstu landsliðsæfingu - Íþróttagarpurinn Margrét Rún Stefánsdóttir

Margrét Rún Stefánsdóttir á Sauðárkróki er mikið markmannsefni en nýlega var hún kölluð í æfingahóp U15 landsliðsins og er væntanlega að sprikla þar þegar þetta blað kemur út. Hún er af árgangi 2005 og því aðeins 14 ára gömul. Þrátt fyrir ungan aldur var Margréti treyst fyrir því að vera varamarkmaður hjá kvennaliði Tindastóls í Inkassó deildinni, seinni parts sumars, og fékk að spila nokkrar mínútur í leik gegn ÍR undir lok tímabils. Margrét Rún er dóttir Einarínu Einarsdóttur og Stefáns Öxndal Reynissonar og er Íþróttagarpur Feykis að þessu sinni.
Meira

Slappaðu af í Miðgarði

Unglingarnir í 7.-10. bekk Varmahlíðarskóla frumsýna söngleikinn Slappaðu af! eftir Felix Bergsson í dag kl. 19 en seinni sýningin verður á morgun laugardag kl. 15:00 en þá verður veislukaffi í Varmahlíðarskóla að lokinni sýningu. Sú sýning kemur í stað áður fyrirhugaðrar fimmtudagssýningar. Leikstjórar eru þau Íris Olga Lúðvíksdóttir og Trostan Agnarsson.
Meira

Sveitarstjórn þakkar viðbragðsaðilum

Á fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar sem haldinn var í gær, fimmtudaginn 16. janúar, voru lagðar fram og samþykktar tvær bókanir undir liðnum innviðir samfélagsins.
Meira

Ljóðakvöld í Gránu á sunnudagskvöldið

Glöggir lesendur Sjónhornsins veittu því eftirtekt að dagsetningu vantaði í auglýsingu um ljóðakvöld sem verður haldið í Gránu, Aðalgötu 21 á Sauðárkróki, nk. sunnudagskvöld kl. 20:00. Fram koma Ingunn Snædal, Gísli Þór Ólafsson, Eyþór Árnason og Sigurður Hansen sem lesa munu upp eigin ljóð og segja frá sínum skáldskap. Húsið opnar 19:30. Aðgangseyrir er 1500 krónur og miðar eingöngu seldir við innganginn.
Meira

Ekki tókst að mynda stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls

Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls fór fram í gærkvöldi án þess að næðist að mynda nýja stjórn eins og vonast hafði verið eftir en leit hefur staðið að frambærilegum stjórnarmönnum frá aðalfundi 14. nóvember sl. Þrír úr fráfarandi stjórn og unglingaráði munu mynda bráðabirgðastjórn þangað til nýtt fólk fæst í verkið.
Meira

Heilsugæslan verið efld til muna

Framlög ríkisins til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins jukust um 24% á árabilinu 2017 – 2020, eftir því sem fram kemur á vef stjórnarráðsins. Aukningin til Landspítala nam um 12% á sama tímabili, 8% til Sjúkrahússins á Akureyri og 10% að meðaltali til heilbrigðisstofnananna sex sem starfa um allt land.
Meira

María Finnbogadóttir sigraði á ungverska meistaramótinu

Skíðakonan skagfirska, María Finnbogadóttir, A-landsliðskona í alpagreinum, gerði það gott í gær þegar hún sigraði í svigi á ungverska meistaramótinu fyrir 16-20 ára keppendur. Mótið er haldið í St. Lambrecht í Austurríki.
Meira