Fréttir

Um 68% fækkun gesta hjá Byggðasafni Skagfirðinga

Í grein frá Byggðasafni Skagfirðinga sem birtist í Feyki nú í vikunni kemur m.a. fram að heldur hafi verið rólegra á safnasvæðinu nú í sumar en undanfarin ár vegna kórónufaraldursins. Um 12 þúsund gestir hafa heimsótt Glaumbæ og Víðimýrarkirkju það sem af er árinu og er þetta um 68% fækkun miðað við sama tíma í fyrra.
Meira

Benedikt Rafnsson nýr veitustjóri Húnaþings vestra

Búið er að ganga frá ráðningu Benedikts Rafnssonar í starf veitustjóra Húnaþings vestra frá og með 1. nóvember nk. Benedikt er með BSc. próf í véla- og orkutæknifræði sem og meistararéttindi í vélvirkjun en frá þessu er greint á vef Húnaþings vestra.
Meira

Liði Tindastóls spáð einu af toppsætunum

Stólastúlkur fóru af stað í 1. deild kvenna um liðna helgi en nú er komið að strákunum að spretta úr spori. Annað kvöld hefst keppni í Dominos-deild karla og af því tilefni blés KKÍ til blaðamannafundar í Laugardalshöll sl. föstudag.
Meira

Landsmót hestamanna 2026 verður haldið á Hólum í Hjaltadal

Á fundi stjórnar Landssambands hestamanna sl. mánudag var ákveðið að Landsmót færi fram á Hólum í Hjaltadal 2026 og verður gengið til samninga við Hestamannafélagið Skagfirðing um mótshaldið á grunni fyrirliggjandi samninga við Landsmót 2018, 2022 og 2024.
Meira

Íbúakönnun landshlutanna 2020

„Taktu þátt og hafðu áhrif“. Það getur þú gert með því að taka þátt í íbúakönnun landshlutanna sem er nú í gangi um allt land. Þetta er sagt vegna þess að hún hefur hingað til nýst okkur hjá landshlutasamtökunum í að meta og hafa yfirlit yfir raunverulega stöðu okkar á landsbyggðinni. Það hefur mótað áherslur í starfi okkar og breytt forgangsröð þess. Einnig hefur hún nýst inn í hverskonar stefnumótun sem landshlutasamtökin hafa þurft að fara í og leggur því línurnar inn í framtíðina sem er mikilvægt í málum sem vinna þarf stöðugt að yfir langan tíma. Og að síðustu hafa upplýsingarnar nýst okkur í hagsmunabaráttu fyrir landshlutana. Fólk tekur mark á upplýsingum sem koma frá miklum fjölda fólks þar sem söfnun og úrvinnsla er faglega unnin. Þegar menn setjast niður með gögn sem þessi er hlustað.
Meira

Hvað er sönn ást?

Amanda Oleander, listamaður frá Los Angeles, teiknar ótrúlega skemmtilegar myndir sem fanga hversdagsleikann bak við luktar dyr. Hann er oft á tíðum ekki glansandi fagur og virðist hún vita mikið um þessa hluti. Hún er óhrædd við að sýna það í verkum sínum eins og sjá má á Instagram síðunni hennar.
Meira

Á móti straumnum, mynd Óskars Páls Sveinssonar, frumsýnd á laugardaginn

RIFF kvikmyndahátíð í Reykjavík var sett þann 24. september sl. og stendur fram á sunnudag, 4. október, en boðið er upp á úrval alþjóðlegra kvikmynda, viðburða og pallborðsumræðna í Bíó Paradís, Norræna húsinu og á netinu. Auk hefðbundinna bíósýninga í Bíó Paradís er boðið upp á yfir 100 myndir frá öllum heimshornum í gegnum netið. Á móti straumnum, mynd Óskars Páls Sveinssonar um transkonuna Veigu Grétarsdóttur sem siglir á kayak í kringum Ísland, verður frumsýnd nk. laugardag kl. 18.
Meira

Aukinn stuðningur við nýsköpun á landsbyggðinni eftir að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði lögð niður

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur kynnt frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun í Samráðsgátt stjórnvalda. Í frumvarpinu eru lagðar til talsverðar breytingar á opinberu stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi. Í frumvarpinu felast áform um að starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands verður lögð niður, stofnaðir verða Nýsköpunargarðar með áherslu á stuðning við frumkvöðla og sprotafyrirtæki á sviði hátækni, framlög til nýsköpunar á landsbyggðinni verða aukin og nýr sjóður settur á fót fyrir rannsóknir í byggingariðnaði.
Meira

Ný göngubrú í Hrútey

Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar tók fyrir á dögunum erindi frá Blönduósbæ um byggingar- og framkvæmdarleyfi fyrir göngubrú yfir í Hrútey.
Meira

Tröllaskagatvíburarnir töfruðu fólk upp úr skónum

Hin ástsæla Söngkeppni framhaldsskólanna fór fram sl. laugardagskvöld í Exton í Kópavogi í þrítugasta sinn. Keppnin, sem átti að fara fram í vor en var frestað vegna ... dúmmdúmmtrisss ... COVID-19, var að sjálfsögðu í beinni útsendingu á RÚV. Sigurvegarar kvöldsins komu frá nágrönnum okkar í Menntaskólanum á Tröllaskaga en þar fóru tvíburarnir Tryggvi og Júlíus Þorvaldssynir á kostum ásamt Herði Inga Kristjánssyni og Mikael Sigurðssyni.
Meira