Fréttir

Fæðslufundur um erfðamengi krabbameina

Krabbameinsfélag Skagafjarðar stendur fyrir fræðslufundi um erfðamengi krabbameina á Löngumýri þann 9. janúar kl 19:30. Fyrirlesari verður Sigurgeir Ólafsson frá Kálfsstöðum í Hjaltadal, doktorsnemi í sameindalíffræði.
Meira

Fundum um Hálendisþjóðgarð frestað

Kynningarfundum umhverfis- og auðlindaráðherra um Hálendisþjóðgarð, sem halda átti í Borgarnesi og Húnavatnshreppi í dag og í Reykjadal og á Egilsstöðum á morgun er frestað vegna veðurs. Nýjar tímasetningar fyrir fundina verða auglýstar á næstu dögum.
Meira

Slæmur þriðji leikhluti felldi Stólana í Sláturhúsinu

Tindastólsmenn léku fyrsta leik sinn á nýju ári í Keflavík í gærkvöldi. Leikurinn var jafn og skemmtilegur í fyrri hálfleik og liðin skiptust á um að hafa forystuna. Staðan var enda hnífjöfn í hálfleik, 47-47, en í þriðja leikhluta sýndu heimamenn gestunum sparihliðina og skoruðu nánast að vild á meðan sóknarleikur Tindastóls var þvingaður. Að leikhlutanum loknum munaði 18 stigum á liðunum og þrátt fyrir ágætt áhlaup Stólanna þá fór svo að lokum að Keflavík sigraði 95-84.
Meira

Stafrænt forskot NMÍ á Sauðárkróki

Stafrænt forskot, markaðssetning á samfélagsmiðlum, er verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem unnið er í samstarfi við landshlutasamtök og markaðsstofur um allt land með stuðningi Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins. „Fyrir fyrirtæki er þetta gríðarleg tækifæri sem liggja í því að nýta stafræna tækni í markaðssetningu,“ segir í tilkynningu frá NMÍ.
Meira

Íbúum Norðurlands vestra fjölgaði um 97 á liðnu ári

Nú í upphafi árs eru íbúar Norðurlands vestra alls 7.327, þremur færri en fyrir mánuði, 1. desember en 97 fleiri en 1. janúar 2019 þegar þeir voru 7230 talsins. Íbúum fækkaði í 20 sveitarfélögum af 72 í síðastliðnum mánuði en auk Norðurlands vestra fækkaði einnig á Vesturlandi.
Meira

Vegurinn um Holtavörðuheiði lokaður

Þjóðveginum um Holtavörðuheiði var lokað skömmu fyrir klukkan hálf fjögur í dag eftir að nokkrir bílar höfðu farið út af veginum. Þar er mikil hálka er og nokkuð hvasst sem gert hefur ökumönnum erfitt fyrir. Vegurinn er enn lokaður þegar þetta er ritað.
Meira

Starf slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Húnaþings vestra laust til umsóknar

Húnaþing vestra hefur auglýst starf slökkviliðsstjóra til afleysingar í eitt ár laust til umsóknar. Um er að ræða 75% starf auk bakvakta. Þar af er áætlað að um 25% starfsins sé akstur með eldri borgara í dagvistun.
Meira

Jólatrjáasöfnun á síðasta degi jóla

Í dag er síðasti dagur jóla og sá 13. og má þá búast við að allir jólasveina verði komnir til síns heima á morgun. Hversdagsleikinn fer að taka á sig mynd á ný og liður í því er að taka niður allt jólaskrautið sem hefur einmitt brotið hann upp í svartasta skammdeginu. Körfuknattleiksdeild Tindastóls býður nú upp á ágæta þjónustu á Sauðárkróki, að sækja jólatré til þeirra er óska og koma þeim í endurvinnslu gegn vægu gjaldi eða kr. 1500.
Meira

Þremur gámastöðvum lokað í Skagafirði

Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur tekið þá ákvörðun að gámar, ætlaðir undir almennt sorp, verði fjarlægðir við Skarðsrétt, Áshildarholt og Varmalæk.
Meira

Fjölniskonur reyndust sterkari í Síkinu

Körfuboltinn er kominn á ról á ný og í gær mættust lið Tindastóls og Fjölnis úr Grafarvogi í hörkuleik í Síkinu. Lið gestanna var í toppsæti deildarinnar fyrir leik og hafa sennilega á að skipta besta liðinu í 1. deild. Heimastúlkur voru þó yfir í hálfleik, 48-39, en lið Fjölnis tók leikinn yfir í þriðja leikhluta og lagði þar grunninn að góðum sigri. Lið Tindastóls hefði þó með agaðri leik í lokafjórðungnum getað tekið stigin tvö en gestirnir voru sterkari á lokamínútunum og sigruðu 71-80.
Meira