Fréttir

Glæponssynir frá Hæli sigursælir á hrútasýningu

Fjárræktarfélag Sveinsstaðahrepps hélt hrútasýningu í Hvammi í Vatnsdal sl. fimmtudagskvöld. Tveir hrútar undan Glæponi frá Hesti hrepptu fyrstu sæti í flokki mislitra og hyrndra og komu báðir frá Hæli. Besti hrútur sýningarinnar kom hins vegar frá Hofi.
Meira

Ljós og hiti á landsbyggðinni

Það kostar margfalt meira að kveikja ljós í eldhúsinu hjá vini mínum sem býr á landsbyggðinni en heima á Akranesi. Er á þessu einhver skynsamleg og sanngjörn skýring? Nei, ekki þegar um er að ræða sjálfsagða grunnþörf hvers heimilis í nútímasamfélagi.
Meira

Neyðarstig almannavarna virkjað á miðnætti

Meira

Augnablik bar sigurorð af brothættu Stólaliði

Lið Tindastóls tapaði þriðja leiknum í röð í gær þegar Augnablik kom í heimsókn á Krókinn. Gestirnir voru sterkara liðið í leiknum en Luke Rae fékk nokkur frábær færi fyrir Stólana, sem hann reyndar bjó að mestu til sjálfur, en nýtti aðeins eitt. Gestirnir gerðu hins vegar tvö mörk og sigruðu lið Tindastóls sem virðist rétt hanga saman á límingunum þessa dagana. Lokatölur 1-2.
Meira

Guðjón Ingimundar og Bogga skipa stóran sess í Skagfirðingabók 40

Í gær fór fram útgáfuhátíð í Safnahúsi Skagfirðinga í tilefni af útkomu 40. bindis Skagfirðingabókar. Þar var bókin kynnt og höfð til sölu á kynningarverði en ágætis mæting var á samkomuna þó flestir hafi sennilega haft tengsl við megin umfjöllunarefni bókarinnar, Guðjón Ingimundar og Boggu. Það er Sögufélag Skagfirðinga sem gefur út Skagfirðingabók.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar endaði í fjórða sæti

Í gær mættust Kormákur/Hvöt og Hamar í leik um þriðja sætið í úrslitakeppni 4. deildar. Leikið var á Domusnova-vellinum í Breiðholti Reykjavíkur. Það voru Hvergerðingar sem gerðu eina mark leiksins og hömpuðu því beiskum bronsverðlaunum í leikslok en bæði lið spila áfram í 4. deild að ári.
Meira

Áskorun að læra eitthvað nýtt - Nýliðar í golfi - Helgi Freyr Margeirsson

Nýliðar voru áberandi í starfi GSS í sumar en metþátttaka var á árlegu nýliðanámskeiði í júní. Formaður klúbbsins brá sér í hlutverk blaðamanns og tók nokkra þeirra tali og mun Feykir birta viðtöl í næstu blöðum. Helgi Freyr Margeirsson ríður á vaðið en hann er þekktur úr körfunni fyrir að raða niður þristum. Því biðu kylfingar spenntir eftir að sjá hvort framhald yrði á þristaröðinni. Helgi hlær að þessu en útilokar ekki að þristunum fjölgi en hann segist hafa spilað töluvert í sumar.
Meira

Stofu Stólarnir komnir í stellingarnar

Ekki virtist vanta í heiminn fleiri körfubolta-poddköst en svo fór stuðningsmönnum Tindastóls að berast vinabeiðnir í vikunni frá Stofu Stólunum. Fyrsta útsending var einskonar poddkasts- og Skype-fundarblanda sem Feykir ætlar ekki að skilgreina nánar. Í fyrstu útsendingu mátti sjá glerharðan stuðningsmann Stólanna úr Hlíðahverfi borgar óttans, Eika Hilmis, og flauelstenór TindastólsTV, Eystein Guðbrandsson, ræða mikilvæg körfumál og skella í andlit áhorfenda óritskoðuðum spám fyrir veturinn. Feykir reyndi að setja sig í samband við höfuðpaurinn.
Meira

Er lélegur kokkur að mati strákanna minna

Matgæðingur í tbl 35 í Feyki var hún Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, en hún tók við þeirri stöðu þann 15. ágúst 2019. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Einnig starfaði hún í tíu ár hjá Eyþingi, sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, sem menningarfulltrúi og verkefnastjóri uppbyggingarsjóðs.
Meira

Hringrás sögunnar - Ágúst Ingi Ágústsson skrifar

Í aðdraganda komandi keppnistímabils í Dominos deild karla í körfubolta hafa félagsskipti sterkra leikmanna milli tveggja Reykjavíkurliða verið áberandi. Misjöfn fjárhagsstaða félaganna er víst ástæða þessara félagsskipta. Umræðan verður oft óvægin þegar peningar og íþróttir eru annars vegar og stór orð látin falla.
Meira