Landsmótið 1970; aldarandi, aðstæður og harmleikurinn á Þingvöllum - Kristinn Hugason skrifar
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
03.10.2020
kl. 08.06
Það er með ólíkindum hversu oft mælikvarðar dagsins í dag eru settir á löngu liðna atburði. Það er því ekki úr vegi að draga hér upp mynd af því við hvaða aðstæður landsmótið 1970 fór fram.
Tíðarfar var slæmt, árin 1965 til 1971 voru samfelld hafísár. Stórerfiðleikar voru í efnahagsmálunum, verð á sjávarafurðum hríðféll á mörkuðum, auk þess sem síldveiðar drógust saman og brugðust algerlega frá 1968. Þessu samfara riðu gengisfellingar yfir með tilheyrandi verðbólgu, þó sá eldur væri ekki mikill þá miðað við það sem átti eftir að verða. Í landinu var þó stjórnmálalegur stöðugleiki; viðreisnarstjórnin, samstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks, sat frá 1959 til 1971.
Meira
