Fréttir

Landsmótið 1970; aldarandi, aðstæður og harmleikurinn á Þingvöllum - Kristinn Hugason skrifar

Það er með ólíkindum hversu oft mælikvarðar dagsins í dag eru settir á löngu liðna atburði. Það er því ekki úr vegi að draga hér upp mynd af því við hvaða aðstæður landsmótið 1970 fór fram. Tíðarfar var slæmt, árin 1965 til 1971 voru samfelld hafísár. Stórerfiðleikar voru í efnahagsmálunum, verð á sjávarafurðum hríðféll á mörkuðum, auk þess sem síldveiðar drógust saman og brugðust algerlega frá 1968. Þessu samfara riðu gengisfellingar yfir með tilheyrandi verðbólgu, þó sá eldur væri ekki mikill þá miðað við það sem átti eftir að verða. Í landinu var þó stjórnmálalegur stöðugleiki; viðreisnarstjórnin, samstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks, sat frá 1959 til 1971.
Meira

Til hamingju Stólastúlkur!

Lið Tindastóls og ÍA mættust í Akraneshöllinni nú undir kvöld í 17. umferð Lengjudeildarinnar. Stólastúlkur höfðu þegar tryggt sér sæti í efstu deild og lið ÍA var komið á lygnan sjó eftir basl í sumar. Eitt hékk þó eftir á spýtunni hjá liði Tindastóls en það var Lengjudeildarmeistaratitillinn. Það fór vel á því að Meistari-Mur tryggði toppsætið með enn einni meistaraþrennunni. Lokatölur voru 2-4 fyrir Tindastól eftir fjörugan leik.
Meira

Óskalagatónleikar á KK Restaurant

Í kvöld, 2. október, verða haldnir Óskalagatónleikar í neðri sal KK Restaurant (Kaffi Krók). Tónleikarnir eru verkefni nemenda sem stunda nám í viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum. Fyrirkomulagið á tónleikum verður þannig að gestir geta valið á milli þó nokkurra laga á lista, einfaldlega rétt upp hönd og óskað eftir lagi af listanum. Eftir hvert lag er síðan orðið gefið í salinn og tekið við nýju óskalagi.
Meira

Boltinn í dag og um helgina

Ótrúlegt en satt þá verður spilaður fótbolti og körfubolti í dag og um helgina. Kvennalið Tindastóls spilar á Akranesi í dag en leiknum var flýtt, átti að fara fram á morgun en hefst semsagt kl. 17:30 í dag í Akraneshöllinni. Með sigri verða Stólastúlkur meistarar í Lengjudeildinni sem sannarlega væri einstakur árangur í knattspyrnusögu Ungmennafélagsins Tindastóls.
Meira

Enn á ný lengist skólaakstur vegna lélegs ástands Vatnsnesvegar

Íbúar á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra eru orðnir langþreyttir á ástandi vegarins um nesið sem hefur margoft ratað í fréttir vegna óboðlegra akstursskilyrða. Nú hefur verið tekin sú ákvörðun að lengja aksturstíma skólabíls á leið fimm og leggur því fyrr af stað. Á heimasíðu Grunnskóla Húnaþings vestra kemur fram að nýja aksturstaflan gildir meðan vegurinn leyfi ekki eðlilegan ökurhraða.
Meira

ÍR-ingar seigir á endasprettinum

Fyrsti leikur karlaliðs Tindastóls í Dominos-deildinni fór fram í gær en ríflega 200 áhorfendur mættu galvaskir í Síkið og fengu hörkuleik þó úrslitin hafi verið fæstum að skapi. Jaka Brodnik var fjarri góðu gamni sökum meiðsla í liði Tindastóls og munaði um minna en það var þó helst skotnýtingin sem kom niður á Stólunum. Þannig skoraði Sigvaldi Eggerts í liði gestanna fleiri 3ja stiga körfur en allt lið Tindastóls til samans en kappinn setti fimm þrista og var sennilega þessi x-factor sem stundum þarf til að vinna leiki. Leikurinn var spennandi fram á síðustu sekúndu en Breiðhyltingarnir höfðu betur, lokatölur 83-87.
Meira

Eitt bros getur skipt máli

Stundum þarf ekki annað en eitt bros til að gera daginn betri, hvort sem það ert þú sem gefur það frá þér eða að þú fáir bros frá einhverjum öðrum. Eitt fallegt bros fyrir þann sem hefur átt slæman dag gæti bætt upp daginn fyrir viðkomandi, það þarf oft svo lítið til að fá fólk til að brosa.
Meira

Húnakaffi, nýtt bakarí á Blönduósi

Húnakaffi er lítið handverksbakarí á Blönduósi sem Brynjar Þór Guðmundsson setti á fót í sumar eftir miklar vangaveltur og hvatningu bæjarbúa. Brauðin þykja afbragðsgóð og eykst vöruúrvalið með hverri vikunni sem líður. Feykir hafði samband við Brynjar Þór sem sagði frá tilurð bakarísins og framtíðarhorfur.
Meira

Aðsókn í sundlaugar Skagafjarðar góð í sumar

Á vef Sveitarfélags Skagafjarðar er sagt frá því að aðsókn í sundlaugar Skagafjarðar, sem eru fjórar, hafi verið mjög góð framan af sumri.
Meira

Skagfirsku söfnin fá sameiginlegt tákn

Byggðasafn Skagfirðinga, Héraðsbókasafn Skagfirðinga, Héraðsskjalasafn Skagfirðinga og Listasafn Skagfirðinga tóku sig nýverið saman og létu hanna nýtt auðkenni safnanna. Um er að ræða sameiginlegt auðkenni sem er tákn um vilja safnanna til aukins samstarfs sín á milli, sem öll sinna skagfirskum menningararfi.
Meira