Fréttir

Rabb-a-babb 182: Ingileif skólameistari

Nafn: Ingileif Oddsdóttir. Starf: Skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Hvernig nemandi varstu? Ég var sennilega fyrst og fremst samviskusamur nemandi. Alltaf með góða mætingu og gekk þar af leiðandi vel í skóla. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Öll skartgripaskrínin sem ég fékk í fermingargjöf. Held að þau hafi verið 10.
Meira

8,5% íbúa Norðurlands vestra eru erlendir ríkisborgarar

Þjóðskrá Íslands hefur gefið út tölur yfir hlutfall erlendra ríkisborgara eftir sveitarfélögum og landsvæðum. Þar kemur fram að hlutfallið er afar mismunandi eftir sveitarfélögum. Hæst er það í Mýrdalshreppi þar sem 44% íbúa hefur erlent ríkisfang eða 319 af 717 íbúum hreppsins þann 1. desember sl. Það sveitarfélag sem hefur lægst hlutfall erlendra ríkisborgara er Svalbarðshreppur en aðeins einn íbúi hreppsins hefur erlent ríkisfang sem ígildir einu prósenti íbúanna.
Meira

Starfsleyfi bensínstöðvarinnar á Hofsósi rann út 1. janúar sl.

Á fundi Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra í gær var N1 gefinn frestur til 10. febrúar nk. til þess að skila fyrstu niðurstöðum í mengunarmáli olíustöðvar fyrirtækisins á Hofsósi. Samkvæmt fundargerð nefndarinnar kynnti N1 bréfleg að gert hefði verið samkomulag við verkfræðistofu um að hefja forrannsókn á útbreiðslu og umfangi mengunar.
Meira

Fisk Seafood hlýtur jafnlaunavottorð

FISK Seafood á Sauðárkróki hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt ÍST 85:2012 staðli til næstu þriggja ára en á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram að BSI á Íslandi hafi gefið út staðfestingu þess efnis á dögunum. Í kjölfarið sendi Jafnréttisstofa fyrirtækinu leyfi til að nota merki vottunarinnar.
Meira

Skýrsla um kolefnisspor Norðurlands vestra komin út

Út er komin skýrslan Kolefnisspor Norðurlands vestra sem er hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands vestra árin 2018-2019. Skýrslan er unnin af Stefáni Gíslasyni hjá Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice) fyrir Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV.
Meira

Sveitarfélög á Norðurlandi vestra leggjast gegn frumvarpi um hálendisþjóðgarð

Sveitarstjórnir fjögurra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra; Húnavatnshrepps, Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps, hafa samþykkt sameiginlega umsögn við frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra til laga um Hálendisþjóðgarð. Málið hefur verið til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda en sveitarfélögin hafa fjallað um málið á fyrri stigum og leggjast gegn framgangi þess í núverandi mynd.
Meira

Stólarnir komnir í undanúrslit Geysis-bikarsins eftir laufléttan sigur á Þór

Það var reiknað með hörkuleik í gærkvöldi þegar lið Tindastóls og Þórs frá Akureyri mættust í átta liða úrslitum Geysis-bikarsins í Síkinu. Í öðrum leikhluta stungu Stólarnir granna sína frá Akureyri af og voru 20 stigum yfir í hálfleik og í síðari hálfleik náðu gestirnir aldrei að ógna liði Tindastóls sem bætti bara í frekar en hitt. Lokatölur 99-69 og það eru Stjörnumenn sem mæta liði Tindastóls í undanúrslitum í Laugardalshöll í febrúar.
Meira

Samningur um sjúkraflutninga í Skagafirði undirritaður

Undirritaður hefur verið nýr samningur til næstu fimm ára um sjúkraflutninga á milli Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og Sveitarfélagsins Skagafjarðar og munu Brunavarnir Skagafjarðar sjá um framkvæmd samningsins líkt og undanfarin ár.
Meira

Norðlenskur nágrannabikarbardagi í Síkinu

Það verður væntanlega hart barist í kvöld í Síkinu þegar lið Tindastóls og nágranna okkar í Þór Akureyri mætast í átta liða úrslitum Geysis-bikarsins. Sigurvegarinn hlýtur að launum miða á mögulega helgarferð í Laugardalshöllina þar sem undanúrslitaleikir og úrslitaleikur keppninnar fara fram um miðjan febrúar.
Meira

Tvö töp í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins

Kjarnafæðismótið í knattspyrnu kvenna fór af stað í upphafi árs og hefur lið Tindastóls þegar spilað tvo leiki í Boganum á Akureyri. Báðir hafa leikirnir tapast en fimm lið taka þátt í mótinu og flest eru liðin skipuð ansi ungum leikmönnum og gott ef meðalaldur leikmanna nær 20 árum.
Meira