Fréttir

Þjóðminjasafn Íslands safnar frásögnum um ísbirni

„Ísbjarnarsögur“ er heiti á nýrri spurningaskrá sem Þjóðminjasafn Íslands sendir út um þessar mundir. Tilgangurinn með henni er að safna minningum fólks um ísbirni með áherslu á að rannsaka ferðir þeirra til Íslands í sögulegu og samtímalegu samhengi. Spurningaskráin er hluti af þriggja ára rannsóknarverkefni sem unnið er í samstarfi íslenskra og alþjóðlegra háskóla og safna. Það er styrkt af Rannsóknasjóði Rannís 2019-2021.
Meira

Húnavaka 2020 heppnaðist vel þrátt fyrir slæmt veður

Húnavaka 2020, bæjarhátíð Blönduósinga, var haldin hátíðleg um síðustu helgi. Þótti hátíðin lukkast vel þrátt fyrir að veður setti strik í reikninginn.
Meira

Aurskriður féllu á Reykjastrandarveg

Eftir mikla úrhellis rigningu sem gekk yfir landið um helgina féllu aurskriður á veginn utan Ingveldarstaða á Reykjaströnd í Skagafirði. Vegfarendur eru beðnir um að láta ekki freistast að skoða ummerki þar sem miklar aurbleytur eru á veginum og hafa bílar setið fastir í forinni.
Meira

Umhverfisverðlaun Blönduósbæjar afhent á Húnavöku

Húnahornið segir frá að síðastliðinn föstudag voru umhverfisverðlaun Blönduósbæjar fyrir árið 2020 afhent. Að venju voru verðlaunin afhent á fjölskylduskemmtun Húnavöku sem að þessu sinni fór fram innandyra í Íþróttamiðstöðinni sökum mikillar úrkomu úti fyrir.
Meira

Nýir rekstraraðilar á Sólgörðum

Síðastliðinn föstudag opnaði sundlaugin á Sólgörðum hjá nýjum rekstraraðilum en á miðvikudeginum voru undirritaðir samningar við fyrirtækið Sótahnjúk sem mun annast alla umsjón og bera ábyrgð á starfssemi laugarinnar næstu þrjú árin.
Meira

Kalt vatn tekið af á Hvammstanga

Á vef Húnaþings vestra kemur fram að vegna bilunar verði skrúfað fyrir kalda vatnið á Hvammstanga í dag. Verður vatnið tekið af á Höfðabraut, Brekkugötu og Lækjargötu frá kl 13:00 í dag í einhvern tíma fram eftir degi.
Meira

Aðalfundur júdódeildar Tindastóls

Júdódeild Tindastóls boðar til aðalfundar miðvikudaginn 22. júlí kl. 19:00 í matsal FNV. Allir velkomnir.
Meira

Þegar orð og athafnir fara ekki saman - Lárus Ægir Guðmundsson skrifar

Þann 15. janúar 2004 skrifaði Jón E. Friðriksson þá stjórnarformaður Fisk eignarhaldsfélags ehf. undir viljayfirlýsingu vegna kaupa Fisk á Skagstrendingi hf. Fulltrúar Höfðahrepps, Adolf H. Berndsen oddviti og Magnús B. Jónsson sveitarstjóri, lýstu stuðningi við meginmarkmið yfirlýsingarinnar enda var hún jákvæð fyrir atvinnulífið á Skagaströnd. Báðir bankastjórar Landsbankans sem sá um söluna, þeir Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, lýstu yfir að þeir hefðu unnið að og styddu yfirlýsinguna.
Meira

Jörð skelfur á Norðurlandi

Upp úr klukkan þrjú í nótt varð stór jarðskjálfti 10 km NNV af Gjögurtá. Mældist hann 4,4 að stærð. Fjöldi eftirskjálfta hafa mælst og sá sterkasti 3,3 sem varð upp úr klukkan 7 í morgun á sömu slóðum.
Meira

Jafnt í norðanrokinu í Þorlákshöfn

Tindastólspiltar renndu í Þorlákshöfn í dag og léku við lið Ægis á Þorlákshafnarvelli í norðanroki sem hafði mikil áhrif á spilamennsku liðanna. Niðurstaðan varð sú að liðin deildu stigunum, heimamenn komust yfir í fyrri hálfleik en Tanner Sica gerði mark Stólanna í síðari hálfleik og lokatölurnar 1-1 en litlu mátti muna að Tindastólsmenn næðu sigurmarki í blálokin.
Meira