Grænmetisréttir og sælgæti fyrir heimilishundinn
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Í matinn er þetta helst
29.12.2019
kl. 13.00
Kristján Birgisson og Angela Berthold voru matgæðingar vikunnar í 48. tbl. 2017. Þau hafa búið í Lækjardal síðan 1996 og finnst frábært að búa í sveitinni þó þau stundi ekki hefðbundinn búskap. Þau vinna bæði á Blönduósi en eiga sína reiðhesta og tvo hunda. „Mig langar að koma með tvær uppskriftir að grænmetisréttum, kannski eru fleiri sem vilja breyta aðeins til eftir hátíðirnar og sleppa kjötinu af og til,“ segir Angela. „Ég borða sjálf mikið af grænmeti en Kristján vill ekkert endilega láta bendla sig við svoleiðis. Fyrsta uppskriftin er af Falafel sem kemur frá Miðausturlöndunum og er borðað sem einskonar skyndifæði þar, sett inn í pítubrauð með salati, tómötum, jógúrt- og tahínsósu.“
Meira