Fréttir

Súrkálsréttur og fleira góðgæti

Ingi Hjörtur Bjarnason og Elsche Oda Apel vour matgæðingar Feykis í 25. tölublaði sumarið 2018. Þau búa á Neðri-Svertingsstöðum í Húnaþingi vestra með kýr og naut ásamt kvígum og kálfum, kindum, hestum, hund og ketti. Einnig eiga þau börnin Hönnu Báru, Bjarna Ole, Ingunni Elsu og Ingu Lenu. Elsche vinnur einnig sem sjúkraþjálfari á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga.
Meira

Lúsmý komið í Húnavatnssýslur

Í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag er rætt við Gísla Má Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands, um lúsmýið sem er að angra fólk hér á landi og þá helst á Suðurlandi og Suðvesturlandi. Hann segir að nokkuð hafi borið á lúsmýi í sumar og að það hafi verið nokkuð áberandi frá Borgarfirði og austur í Fljótshlíð. Sjálfur var hann var við það í Húnavatnssýslum og í fyrra bárust fregnir af lúsmýi í Eyjafirði.
Meira

Jafntefli hjá Stólastúlkum og Keflvíkingum í hörkuleik

Lið Tindastóls og Keflavíkur mættust í hörkuslag í kvöld á gervigrasinu á Króknum. Lið gestanna féll úr efstu deild í fyrra og fyrir mót var þeim spáð öruggum sigri í Lengjudeildinni í sumar en Stólastúlkum var spáð þriðja sæti. Það var því um stórleik að ræða og bæði lið reyndu hvað þau gátu til að knýja fram sigurmark allt fram á síðustu sekúndu en leikurinn endaði með sanngjörnu jafntefli, lokatölur 1-1.
Meira

Breytingar á embættum í sveitarstjón og byggðarráði Skagafjarðar

Sveitarstjórn Skagafjarðar hélt sinn 400. sveitarstjórnarfund þann 24. júní síðastliðinn. Breytingar urðu á embættum í sveitarstjórn og byggðarráði þar sem kosið er um fulltrúa til eins árs í senn frá og með 1. júlí hvers árs.
Meira

Tvöfaldur regnbogi við Blönduós

23. júní síðastliðinn mátti sjá tvöfaldan regnboga við Blönduós. Áhugaljósmyndarinn Róbert Daníel Jónsson tók þessar stórkostlegu myndir af þessari sjaldséðu litaveislu er verður þegar sólarljósið skín á vætu í andrúmslofti jarðar. Sagan á bak við myndatökuna er ekki síður sjaldgæf þar sem Róbert var á inniskóm og nærbuxum þar sem hann gaf sér ekki tíma til þess að klæða sig áður en hann fór út að taka myndirnar.
Meira

Blanda með 62 laxa

Vel er látið af veiði í húnvetnsku laxveiðiánum nú í byrjun veiðisumarsins. Mest hefur veiðst í Blöndu sem opnaði 5. júní og höfðu 62 laxar komið þar á land á miðvikudagskvöld þegar listi Landssambands veiðifélaga var uppfærður. Í Miðfjarðará hafa veiðst 42 laxar frá því á mánudag í síðustu viku. Laxá á Ásum opnaði degi síðar og hafa veiðst 17 laxar í henni.
Meira

Góð þátttaka í Byrðuhlaupi í bongóblíðu

Haldið var upp á 17. júní í bongóblíðu á Hólum en þar fór hið árlega Byrðuhlaup fram. 20 keppendur voru skráðir til leiks og að því loknu skemmti fólk sér konunglega í skrúðgöngu og leikjum.
Meira

Húnvetnskar fótboltastúlkur unnu Huginsbikarinn

Ellefu húnvetnskar fótboltastelpur héldu til Vestmannaeyja á dögunum þar sem þær tóku þátt í TM-mótinu en það er mót fyrir stúlkur í 5. flokki og fór það fram dagana 11.-13. júní sl. Liðið er samsett af stelpum úr Kormáki á Hvammstanga, Hvöt á Blönduósi og Fram á Skagaströnd sem æfa fótbolta á sínu heimasvæði en hittast svo af og til og taka æfingu saman.
Meira

Mörg verkefni tengd ferðaþjónustunni að fara af stað

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra kölluðu í vor eftir hugmyndum að átaksverkefnum vegna áhrifa af COVID-19 faraldrinum og var í framhaldi af því valið úr þeim fjölmörgu hugmyndum sem bárust. Um helmingi þeirra fjármuna sem veitt var af sóknaráætlun til verkefnisins var veitt til verkefna til eflingar ferðaþjónustu á svæðinu.
Meira

Spilmenn Ríkínís með tónleika í Auðunarstofu

Spilmenn Ríkínís halda tónleika í Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal föstudagskvöldið 26. júní. Spilmenn Ríkínís hafa leikið og sungið saman í rúm 13 ár. Þeir hafa einkum flutt tónlist úr íslenskum handritum og af gömlum sálmabókum en einnig úr íslenskum þjóðlagaarfi. Við flutninginn er sungið og leikið á hljóðfæri sem til voru á Íslandi fyrr á öldum og eiga flest sinn sess í miðaldatónlist Evrópu, svo sem langspil, hörpu, gígju og symfón.
Meira