Fréttir

Geiger gengur til liðs við Stólana

Nú tíðkast hin breiðu spjótin og á það ekki hvað síst við í Dominos-deildinni í körfubolta. Flest sterkari liða deildarinnar hafa nýtt jólafríið til að sanka að sér leikmönnum til að styrkja sig í baráttunni sem framundan er. Sagt er frá því í stuttri frétt á Fésbókarsíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls að þar á bæ hafi menn ákveðið að styrkja meistaraflokk karla með því að semja við Deremy Terrel Geiger um að spila með liðinu á nýju ári.
Meira

Tilfærsla á losunardögum hjá Flokku

Vegna fjölda frídaga nú um hátíðirnar verður örlítil tilfærsla á sorplosunardögum hjá Flokku í Skagafirði. Sem dæmi seinkar hreinsun í Hegranesi, sem fram átti að fara í gær, fram í fyrstu vikuna í janúar. Vert er að benda á að flugeldarusl fer í urðun og best að skila því í Flokku sem fyrst.
Meira

Gamla árið kvatt með brennum og flugeldasýningum

Nú eru áramótin rétt handan við hornið og að vanda verður það kvatt með brennum, skoteldum og almennum gleðskap. Flugeldasýningar og brennur í umsjón björgunarsveitanna verði haldnar á sjö stöðum á Norðurlandi vestra að þessu sinni, á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd, í Varmahlíð, á Sauðárkróki, Hólum og á Hofsósi.
Meira

Snjólaug og Jón skotíþróttafólk ársins hjá Markviss

Skotfélagið Markviss á Blönduósi valdi á dögunum skotíþróttafólk ársins en það voru þeir sem náðu bestum árangri á árinu sem er að líða. Fyrir valinu urðu þau Snjólaug M. Jónsdóttir, fyrir árangur í haglagreinum, og Jón B. Kristjánsson, fyrir árangur í kúlugreinum. Þá hafa þau bæði starfað ötullega fyrir Markviss og verið öflug í umhverfismálum sem og við uppbyggingu á æfingasvæði félagsins.
Meira

Fimm flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir umferðarslys

Umferðarslys varð á Þjóðvegi 1 um Hrútafjarðarháls, upp úr klukkan 22 í kvöld, er þar valt bifreið á norðurleið en mikil hálka var á vettvangi er óhappið varð. Í bifreiðinni voru tveir fullorðnir og þrjú börn.
Meira

Flugeldar og hross eiga ekki saman

Stjórn Hestamannafélagsins Skagfirðings bendir á það á heimasíðu sinni að nú um áramótin séu margar hestagirðingar á kafi í snjó og því umhugsunarefni hvernig hross geti brugðist við þegar farið verður að skjóta upp flugeldum á gamlárskvöld.
Meira

Nostalgían virkjuð í Bifröst

Það var vel mætt í Bifröst sl. laugardag þegar átthagatónleikarnir Græni salurinn fór fram en flytjendur eru allir ættaðir eða tengdir Skagafirði á einhvern hátt. Fjölmörg atriði voru á dagskrá og má segja að aðalnúmer kvöldsins hafi verið endurkoma hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Týról sem sannarlega kveikti á öllum nostalgíuelementum flestra áheyrenda.
Meira

Ofsahræðsla dýra vegna flugelda

Matvælastofnun minnir dýraeigendur á að huga vel að dýrum sínum meðan á flugeldaskotum stendur um áramótin. Slíkar sprengingar kunna að valda dýrunum ofsahræðslu og geta þau valdið slysum á sjálfum sér og öðrum við slíkar aðstæður. Slys má fyrirbyggja með því að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana fyrir gamlárskvöld og þrettándann.
Meira

Bændur fá meira fyrir mjólkina

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um að hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs á mjólk og mjólkurafurðum sem nefndin verðleggur. Þann 1. janúar næstkomandi mun lágmarksverð mjólkur til bænda hækka um 2,5%, úr 90,48 kr. í 92,74 kr. og heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur hækka um 2,5%.
Meira

Gærurnar styrkja Húnana

Félagar í Björgunarsveitinni Húnum á Hvammstanga fengu góða heimsókn þegar þeir opnuðu flugeldasöluna í Húnabúð í morgun. Þar voru á ferð konur úr félagsskapnum Gærunum sem er hópur kvenna sem heldur úti nytjamarkaði á Hvammstanga og lætur ágóðann jafnan renna til þarfra máli í samfélaginu.
Meira