Sewa með þrennu í stórsigri Stólanna
feykir.is
Skagafjörður
16.09.2020
kl. 09.07
Lið Tindastóls og Einherja mættust á Króknum í gærkvöldi í 16. umferð 3. deildar. Leikurinn var jafn framan af en eftir að lið Tindastóls komst yfir þá var eiginlega aldrei spurning hvort liðið væri sterkara. Þrjú mörk á sjö mínútna kafla í snemma í síðari hálfleik kláuðu leikinn og Stólarnir tryggðu sér þar með þrjú stig og komu sér betur fyrir í efri hluta deildarinnar og kvöddu falldrauginn í leiðinni en enn eru sex umferðir eftir af mótinu. Lokatölur voru 5-1 í fínum leik.
Meira
