Fréttir

Ríflega 1500 laxar veiðst í Miðfjarðará

Húni segir frá því að alls hafa veiðst 1.507 laxar í Miðfjarðará sem af er sumri og gaf síðasta veiðivika 100 laxa. Veitt er á átta stangir í ánni. Miðfjarðará er í þriðja sæti yfir aflahæstu ár landsins og er í fyrsta sæti þeirra vatnakerfa sem byggja veiði ekki alfarið á seiðasleppingum.
Meira

Fjórir nýir reiðkennarar á Hólum

„Það eru nýir og breyttir tímar á svo margan hátt, ekki síst hér á Hólum,“ segir í færslu á heimasíðu Háskólans á Hólum en nýverið voru ráðnir þangað fjórir nýir reiðkennarar, í þrjár lausar stöður. Fyrir eru nokkrir reiðkennarar í hlutastarfi svo fleiri einstaklingar munu koma að reiðkennslunni. „Við lítum á þennan fjölbreytileika bæði sem áskorun og jafnframt sem tækifæri á þessum vettvangi og þá sérstaklega vegna þess að nú bætast við einstaklingar með mikilvæga og fjölbreytta styrkleika í hóp reiðkennara við háskólann. Hestamennskan er margslungin og af því leiti erum við heppin að fá þennan flotta hóp til starfa,“ segir í færslunni.
Meira

Fyrsti æfingaleikurinn í körfunni á föstudag

Þá eru körfuboltakempur komnar í startholurnar en fyrsti æfingaleikur haustsins verður annað kvöld á Króknum. Þá mæta Þórsarar úr Þorlákshöfn á parkettið í Síkinu og hefst baráttan kl. 19:15. Að sögn Ingólfs Jóns Geirssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Tindastóls, þá eru allir leikmenn komnir í hús og til í slaginn nema Shawn Glover en Ingó vonar að það sé stutt í að hann skili sér í Skagafjörðinn.
Meira

Undirfellsrétt seinkaði um tvo daga

Um síðustu helgi fóru fyrstu göngur og réttarstörf víða fram á landinu í misgóðu veðri. Fyrri part sunnudags var veðrið til friðs en eftir hádegi fór að rigna víðast hvar á Norðurlandi. Laugardagurinn skartaði hins vegar sínu fegursta og fengu þau sem gengu þann daginn og drógu sitt fé kjörið veður til þeirra verka.
Meira

Skoða byggingu fjölbýlishúsa á Víðigrund á Sauðárkróki

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar Svf. Skagafjarðar þann 10. ágúst var tekið fyrir erindi Jóns Sigurðar Ólafssonar, húsasmíðameistara í Reykjavík, f.h. óstofnaðs einkahlutafélags, þar sem sótt er um lóðirnar Víðigrund 10-12 og 18-20 á Sauðárkróki. Lagðar voru fram drög eða teikningar að átta íbúða húsi á tveimur hæðum til viðmiðunar.
Meira

Lítil breyting á íbúafjölda milli mánaða

Lítil breyting hefur orðið á fjölda íbúa á Norðurlandi vestra í ágúst en talsverðar breytingar eru innan einstakra sveitarfélaga. Þannig fjölgaði íbúum Blönduósbæjar um níu en íbúum í Húnaþingi vestra fækkar um sömu tölu. Fjöldi íbúa í landshlutanum var 7.427 1. september síðastliðinn sem er tveimur íbúum meira en 1. ágúst 2020 og 100 íbúum meira en 1. desember 2019.
Meira

Eitt af topp 10 bestu mómentum lífsins að hitta Ariönu Grande / VALDÍS

Það er Króksarinn Valdís Valbjörnsdóttir sem svarar Tón-lystinni að þessu sinni en hún er 20 ára. Hún er dóttir Önnu Sigríðar Stefánsdóttur og Valbjörns Geirmundssonar. Hljóðfæri Valdísar eru röddin og gítar en nýlega lauk hún námi við Complete Vocal söngskólann í Kaupmannahöfn
Meira

Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði óvirk vegna nágrannaerja

Skemma Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði hefur verið girt af með bifreiðum og vinnuvélum þannig að ekki er hægt að koma búnaði sveitarinnar út ef á þarf að halda. Valgeir Sigurðsson sá er lokaði leið sveitarinnar, segir björgunarsveitina ekki lokaða inni með búnaðinn, þar sem hægt væri að nota austurdyr á skemmu sveitarinnar. Sú leið hefur þó ekki verið notuð fram til þessa.
Meira

Gamla hlaðan í Sæmundarhlíðinni fær nýtt líf

Hafist hefur verið handa við framkvæmdir í Sæmundarhlíðinni á Sauðárkróki en þar hyggjast Gagn ehf. og Sauðárkróksbakarí blása lífi í gömlu hlöðuna, sem stendur við minni Sauðárgils og Litla-skógar, og gera að veitinga- og samverustað í miðju Króksins. Að sögn Magnúsar Freys Gíslasonar, arkitekts og hönnuðar, gengur verkefnið út á „...að glæða þennan stað lífi og toga fólk út að sýna sig og sjá aðra og njóta matar og drykkja með félögum, öðrum íbúum samfélagsins og þeirra gesta sem við fáum í fjörðinn.“
Meira

Ferðinni í Húsgilsdrag gerð skil í Feyki vikunnar

Í Feyki vikunnar er í ýmis horn að líta, eins og ávallt. Fastir liðir eins og venjulega, afþreying í boði hússins í bland við skemmtilega umfjallanir og viðtöl. Ferðasaga um leiðangur fámenns hóps í Húsgilsdrag þar sem minningarplatti um Helgu Sigurðardóttur, fylgikonu Jóns Arasonar, síðasta kaþólska biskups fyrir siðaskipti, var festur á stein.
Meira