Fréttir

Bilic er genginn í Val

Sinisa Bilic, sem lék með liði Tindastóls síðasta vetur og var einn öflugasti leikmaður Dominos-deildarinnar, hefur skrifað undir samning við Valsmenn. Sem kunnugt er þá tók Finnur Freyr Stefánsson, sem áður þjálfaði KR og gerði að margföldum meisturum, við liði Vals í vor og er Bilic fyrsti leikmaðurinn sem hann nælir í.
Meira

Voigt Travel aflýsir sumarflugi

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum á sínum vegum í sumar, þ.m.t. til Akureyrar. Ástæðan er óvissan sem enn ríkir vegna Covid 19 faraldursins. Ferðaskrifstofan stóð fyrir vikulegum flugferðum milli Rotterdam og Akureyrar sumarið 2019. Flugfélagið Transavia annaðist flugið og gekk það vel í alla staði. Í vetur voru svo átta flugferðir frá Amsterdam til Akureyrar á vegum sömu aðila, sem einnig fengu góðar viðtökur.
Meira

Stórlaxar veiðast í húnvetnsku ánum

Óhætt er að segja að laxveiðin fari vel af stað í húnvetnsku ánum en um helgina veiddust þar tveir laxar sem mældust 101 sm, sá fyrri í Víðidalsá á laugardaginn og hinn í Blöndu í gærmorgun.
Meira

Sumarleikhús æskunnar í Húnaþingi vestra

Sumarleikhús æskunnar er verkefni sem Handbendi Brúðuleikhús stendur fyrir í sumar í Húnaþingi vestra. Hér er um að ræða þriggja vikna verkefni sem opið er öllum börnum og ungmennum á aldrinum 7-18 ára. Sumarleikhúsið er leikhús- og leiklistarsmiðja sem fer fram fjórum sinnum í viku á tímabilinu 27. júlí - 14. ágúst.
Meira

Jörð skelfur víða um norðanvert landið

Í dag klukkan 15:05 varð skjálfti af stærðinni 5.6 um 20 km NA af Siglufirði. Margir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti var 4,1 og reið hann yfir um klukkan 16:40. Skjálftinn fannst víða um Norðurland, meðal annars á Siglufirði, Akureyri, Hrísey, Dalvík og Húsavík að því er segir í frétt á mbl.is. Þá er Feyki kunnugt um að skjálftinn fannst víða í Skagafirði og allt vestur á Strandir.
Meira

Guðrún Helga nýr formaður USVH

Guðrún Helga Magnúsdóttir tók við formennsku Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga á 79. héraðsþingi sambandsins sem haldið var á Hvammstanga þann 15. júní síðastliðinn. Guðrún tekur við af Reimari Marteinssyni sem gegnt hefur formennsku síðastliðin sex ár. Guðrún Helga, sem er 23 ára gömul og búsett á Hvammstanga, er á meðal yngstu formanna sambandsaðila UMFÍ.
Meira

Sjómenn og bændur :: Áskorandapenninn Birkir Þór Þorbjörnsson, Hvammstanga

Birta frænka mín skoraði á mig að skrifa smá pistil og færi ég henni litlar þakkir fyrir. Hún hringdi í mig fyrir rúmum mánuði síðan þannig að ég hef haft góðan tíma til að hugsa um hvað ég ætti að skrifa. En samt skila ég þessum pistli tveim dögum of seint og veit ekki enn um hvað hann á að vera.
Meira

Laxveiðin fer vel af stað

Nú er laxveiðin að komast á fullan skrið og eru húnvetnsku laxveiðiárnar að opna ein af annarri. Veiði hófst í Blöndu þann 5. júní, Miðfjarðará opnaði síðastliðinn mánudag og Laxá á Ásum á þriðjudag. Þá munu Víðidalsá og Vatnsdalsá opna á morgun, laugardag og Hrútafjarðará þann 1. júlí.
Meira

Tilraunaverkefni um heimaslátrun undirritað

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi á Straumi í Hróarstungu og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, undirrituðu í gær samkomulag um tilraunaverkefni um heimaslátrun. Verkefninu er ætlað að leita leiða til þess að auðvelda bændum að slátra sauðfé heima til markaðssetningar þannig að uppfyllt séu skilyrði regluverks um matvælaöryggi og gætt sé að dýravelferð og dýraheilbrigði. Þannig er leitast við að bæta afkomu sauðfjárbænda, stuðla að bættri dýravelferð og sterkari tengingu á milli neytenda og íslenskra frumframleiðenda matvæla, að því er segir á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Meira

Húni er kominn út

Húni, ársrit Ungmennasambands Vestur-Húnavetninga er kominn út og er það 41. árgangur ritsins. Á heimasíðu USVH segir að ritið sé rúmar 200 blaðsíður að lengd og í því má finna frásagnir, viðtöl, ljóð og annan fróðleik sem tengist Húnaþingi vestra. Einnig er minnst látinna íbúa í sveitarfélaginu á árinu 2019 auk ítarlegra frétta úr hinum ýmsu byggðum sveitarfélagsins sem alls sjö fréttaritarar hafa skrásett.
Meira