Fréttir

Upprifjun á tveggja vikna hjálparstarfi Björgunarfélagsins Blöndu

Björgunarsveitir á Norðurlandi höfðu í mörg horn að líta meðan veðrið vonda geystist yfir landið á dögunum, eins og komið hefur fram í fréttum. Á Facbook-síðu Björgunarfélagsins Blöndu á Blönduósi hefur verið birt upplýsandi upprifjun á því sem á daga sjálfboðaliða þess hefur drifið síðastliðinn hálfan mánuð, og ætti að minna fólk á hve gott starf er innt af hendi af þessum hjálparsveitum okkar.
Meira

Öxnadalsheiði opnuð í kvöld

Öxnadalsheiði var opnuð á ný í kvöld eftir að hafa verið lokuð vegna veðurs í langan tíma. Róbert Daníel Jónsson, á Blönduósi, tók meðfylgjandi myndir er hann beið í um 40 mínútur í ansi langri biðröð er vegurinn yfir Öxnadalsheiði var við það að opna. Veginum hafði verið lokað á fimmta tímanum í fyrrinótt vegna veðurs og snjóþunga en opnaði síðan um kl. 21:00 í kvöld.
Meira

Um 20 milljónir til hinna ýmsu verkefna í ár

Úthlutun úr Menningarsjóði KS fór fram í Kjarnanum á Sauðárkróki föstudaginn 20. desember sl. og veitt til hinna ýmsu verkefna, flest skagfirskum en húnvetnsk voru einnig þar á meðal. „Ég vil þakka ykkur fyrir að líta til vesturs,“ sagði Elín S. Sigurðardóttir, forstöðumaður Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi í þakkarávarpi sínu. Menningarsjóðurinn hefur í gegnum tíðina verið með tvær úthlutanir á ári, annars vegar að vori og hins vegar um jól og er heildarupphæð styrkja nú um 20 milljónir.
Meira

Um dans, skemmtanir og annan ólifnað á jólum - Inga Katrín D. Magnúsdóttir skrifar.

Jólin eru í hugum margra tími gleði og samverustunda. Það er þó misjafnt hversu taumlaus gleðin hefur mátt vera í gegnum aldirnar. Margir af eldri kynslóðunum slá enn í dag varnagla við „óviðeigandi“ spilum og leikjum á aðfangadagskvöld og jóladag. Mun það vera arfur frá 17. og 18. öld, þegar kirkja og konungsvald leituðust við að koma böndum á skemmtanir sem ekki áttu tilvist sína í ritningunni, þá sérstaklega á hátíðisdögum.
Meira

Milljörðum varið til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga

Frá því er sagt á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins að komugjöld í heilsugæslu verði felld niður í áföngum, niðurgreiðslur sjúkratrygginga fyrir tannlæknisþjónustu og lyf verða auknar og sömuleiðis vegna tiltekinna hjálpartækja og reglur um ferðakostnað verða rýmkaðar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur kynnt áform um ráðstöfun 1,1 milljarðs króna á næstu tveimur árum til að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Hluti aðgerðanna kemur til framkvæmda 1. janúar næstkomandi en í fjármálaáætlun stjórnvalda eru 3,5 milljarðar króna ætlaðir til að draga úr kostnaði sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu til ársins 2024.
Meira

Stjórn SSNV sendir frá sér yfirlýsingu vegna óveðursins

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar óveðursins sem gekk yfir norðanvert landið og víðar í síðustu viku. Í yfirlýsingunni er lýst yfir stuðningi við bókanir sveitarfélaganna á svæðinu í tengslum við óveðrið og afleiðingar þess og ítrekað að ástand það sem skapaðist sé óviðunandi og nauðsynlegt að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki.
Meira

Kosning hafin á manni ársins á Norðurlandi vestra

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Í þetta skiptið bárust sex tilnefningar sem teknar voru til greina. Hægt verður að greiða atkvæði hér á vefnum Feyki.is eða senda atkvæði í pósti á Feykir, Borgarflöt 1, 550 Sauðárkróki. Kosningin er þegar hafin og stendur til kl. 12 á hádegi á nýársdag, 1. janúar.
Meira

Forðist matarsýkingar um jólin

Háannatíminn í eldhúsum margra landsmanna er nú framundan og er þá að ýmsu að hyggja. Matvælastofnun hvetur landsmenn til að huga vel að hreinlæti, og tileinka sér rétta meðhöndlun og kælingu matvæla í eldhúsinu svo koma megi í veg fyrir að matarbornir sjúkdómar spilli gleðinni á hátíðinni sem framundan er.
Meira

Geggjaður sigur á Grindvíkingum

Tindastóll og Grindavík mættust í Síkinu í gærkvöldi og er óhætt að fullyrða að um fyrirtaks skemmtun hafi verið að ræða. Stólarnir hittu sjálfsagt á einn sinn albesta leik í langan tíma, sóknarleikurinn var lengstum suddalega flottur og ekki skemmdi fyrir að Gerel Simmons var hreinlega unaðslegur. Lið Tindastóls náði góðu forskoti í byrjun annars leikhluta og þrátt fyrir stórleik Sigtryggs Arnars náðu gestirnir ekki að draga á heimamenn sem sigruðu að lokum 106-88.
Meira

Val á íþróttamanni ársins fer fram 27. desember

Þann 27. desember nk. verður tilkynnt um hverjir hljóta titlana íþróttamaður- , lið- og þjálfari Skagafjarðar árið 2019 við hátíðlega athöfn í Ljósheimum kl. 20:00. Valið er samstarfsverkefni UMSS og Sveitafélagsins Skagafjarðar en valnefnd kýs rafrænt eftir kynningu á tilnefningum aðildarfélaga UMSS. Í valnefndin sitja stjórn UMSS, forstöðumaður frístunda og íþróttamála Sveitarfélagsins Skagafjarðar, ritstjóri Feykis og félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar.
Meira