Fréttir

Jólaljós á Króknum

Það er vetrarríki hér fyrir norðan og Vetur konungur heldur betur búinn að sletta úr klaufunum, enda vel sprækur eftir að hafa sparað handtökin síðasta vetur. Þó snjórinn geti á stundum verið þreytandi og flækst fyrir faraldsfótum þá eru sjálfsagt flestir hrifnari af hvítum jólum en rauðum og það stefnir í verulega hvít jól þetta árið. Í kvöldmyrkrinu spegla jólaljósin sig í fannferginu og ljósmyndari Feykis hefur að undanförnu fangað nokkur jólaleg augnablik á mynd á Króknum.
Meira

Furða sig á málflutningi framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar

Viðbragðsaðilar á Norðurlandi vestra hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna málflutnings Þórhalls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, í Kastljósi RÚV þann 16. desember sl. í kjölfar óveðursins sem reið yfir í síðustu viku. Telja þeir það vera forgangsmál allra aðila að tryggja að Tetra-kerfið á landinu öllu virki sem skyldi á ögurstundu.
Meira

Engin fyrirstaða með framkvæmdir við Sauðárkrókslínu 2

Sveitarfélagið Skagafjörður stendur við fyrri yfirlýsingu um að ekkert stóð í vegi fyrir því að Landsnet gæti hafið framkvæmdir við Sauðárkrókslínu 2 í kjölfar samþykktar sveitarstjórnar á aðalskipulagi 2009-2021, þann 17. desember 2009 og sem hlaut staðfestingu umhverfisráðherra 25. maí 2012, þar sem línan hafði verið sett inn.
Meira

Körfuboltamót á Blönduósi á laugardaginn

Körfuboltaskóli Norðurlands vestra stendur fyrir körfuboltamóti á Blönduósi laugardaginn 21. desember. Mótið er fyrir alla krakka á aldrinum 8-16 ára en það verður með því sniði að skipt verður í lið og verður spilað í þremur aldursflokkum; 8-9 ára, 10-12 ára og 13 ára og eldri. Feykir hafði samband við Helga Margeirsson hjá KNV og spurði hann út í mótið og körfuboltaáhugann í Húnavatnssýslum.
Meira

Af mannheimum og veðurguðum

Ekki eru öll kurl komin til grafar eftir fárviðrið sem skall á landinu í síðustu viku. Enn eru íbúar á Norðurlandi, hvar höggið var þyngst, að kljást við truflanir í raforkukerfinu, lagfæra skemmdir á munum og búnaði og bregðast við tjóni vegna rekstrarstöðvunar. Ljóst er að afleiðingarnar eru miklar og víðtækar. Raforkukerfið brást og aðrir innviðir, eins og fjarskiptakerfið, fóru í kjölfarið sömu leið. Það er staðreynd að mikil almannahætta skapaðist á stóru svæði hjá fjölda fólks um alltof langan tíma. Björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar unnu engu að síður magnað þrekvirki og það er þeim að þakka að ekki fór verr.
Meira

Opið hús í Nes listamiðstöð

Í dag, miðvikudaginn 18. desember, klukkan 19-21 munu listamenn desembermánaðar hjá Nesi listamiðstöð á Skagaströnd bjóða til opins húss. Þar verður gestum boðið upp á að skoða fallega hönnun, teikningar, prentanir og máluð verk. Einnig ætlar Adriene Jenik að bjóða upp á „loftslags framtíðarspá“ með ECOtarot spili. Klukkan 20:30-21:00 býður Julie Thomson gesti velkomna til þátttöku í Yoga Nidra. Þá verða teknar léttar teygjur og slökun til að hjálpa gestum að ná góðum nætursvefni.
Meira

Headphone-inn þurfti alltaf að vera tengdur / BEGGI ÓLA

Þorbergur Skagfjörð Ólafsson, búsettur í Kópavogi, fæddist 1974 og er Jobbi eins og hann segir sjálfur, kallaður Beggi Óla. Hann ólst upp á Sauðárkróki til 14 ára aldurs hjá ömmu og afa, Svövu og Begga Jóseps á Grundarstígnum. Pabbi hans er Óli Begga, húsasmiður á Trésmiðjunni Björk. Beggi spilar á trommur og slagverk.
Meira

Kaupa vatnsdælu í stað pakkaskipta

Nemendur og starfsfólk Höfðaskóla á Skagaströnd ætla að breyta út af vananum á litlu jólunum og sleppa pakkaskiptum. Í staðinn leggur hvert heimili til 1000 krónur í söfnun fyrir vatnsdælu hjá UNICEF.
Meira

Rabb-a-babb 181: Alexandra sveitarstjóri

Nafn: Alexandra Jóhannesdóttir. Starf / nám: Sveitarstjóri á Skagaströnd / Lögfræðingur. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Mjög líklega Gullbylgjuna. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Ég er mjög óþolinmóð og óhandlagin sem fer illa saman. Enda get ég aldrei hengt neitt upp eða lagað á heimilinu nema eyðileggja eitthvað í leiðinni.
Meira

Fákar og fólk – Svipmyndir úr hestamennsku í 30 ár

Eiríkur Jónsson sem hóf að mynda hesta fyrir alvöru sumarið 1979 varð fljótt iðinn við myndatökur á hestamótum og tók þá einkum ljósmyndir fyrir greinar sem hann skrifaði fyrir Vísi og síðar DV, en að auki ritaði hann greinar í ýmis sérblöð og ritstýrði öðrum.
Meira