Fréttir

Breytingar :: Áskorandapenninn - Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum

Það eru ártugir síðan ég fermdist. Það var bjartur og fallegur dagur þegar ég stóð við altarið í Þingeyrakirkju eftir undirbúning hjá sr. Þorsteini, prófasti á næsta bæ. Það var fámennt við altarið, þá sveið að skarð var fyrir skyldi. Jafnaldri sem átti að standa þarna með okkur hafði verið hrifinn burt úr þessum heimi, fyrsta dráttavélaslysið sem ég kynntist af raun. Hafði þau sterku áhrif að vinar var saknað á fermingadegi, en varð til þess að ávallt síðar umgekkst ég hættur vélknúinna tækja af virðingu.
Meira

Tveir sigrar Stóla í Mjólkurbikar

Það var kátt á gervigrasinu á Króknum í gær þegar meistaraflokkar Tindastóls unnu báða sína leiki í annarri umferð Mjólkurbikarskeppninnar og komu sér áfram í keppninni. Stelpurnar fengu Völsung frá Húsavík í heimsókn og strákarnir lið Samherja úr Eyjafirði en ljóst er að mótherjar næstu umferðar verða mun erfiðari. Stelpurnar mæta Pepsí-deildarliði KR syðra og strákarnir mæta ÍBV í Vestmannaeyjum en þeir leika í Lengju-deildinni í ár.
Meira

Breyttar reglur vegna COVID-19 á morgun

Á morgun, mánudaginn 15. júní, tekur gildi auglýsing heilbrigðisráðherra um frekari tilslökun á samkomubanni vegna COVID-19. Í frétt á vef heilbirgðisráðuneytisins segir að meginbreytingin felist í því að fjöldamörk á samkomum hækka úr 200 í 500. Núgildandi takmarkanir á gestafjölda sundlauga og líkamsræktarstöðva við 75% af leyfilegum hámarksfjölda falla jafnframt niður. Aðrar breytingar verða ekki.
Meira

Íslenska gæðingakeppnin – þróunin fram til dagsins í dag :: Sögusetur íslenska hestsins

Lesendur góðir, í þessari grein verður botninn sleginn í umfjöllunina um íslensku gæðingakeppnina. Tekið verður hlé á skrifum í sumar en haldið áfram í haust og í fyrsta tölublaði september verður hafin umfjöllun um íþróttakeppnina.
Meira

Byrðuhlaup á 17. júní

Árlegt Byrðuhlaup UMF Hjalta verður haldið á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, á Hólum í Hjaltadal og keppa þátttakendur um titilinn Byrðuhlaupari ársins 2020. Lagt verður af stað klukkan 11:00 frá Grunnskólanum að Hólum og hlaupið eða gengið upp í Gvendarskál sem er sylla í fjallinu Hólabyrðu sem rís yfir Hólastað. Í tilkynningu frá UMF Hjalta segir að keppt verði í barnaflokki upp í þrettán ára aldur og í fullorðinsflokki, 14 ára og eldri. Boðið verður upp á hressingu í Gvendarskál. Frítt er í hlaupið og allir velkomnir.
Meira

Bakkabræður á Sauðárkróki

Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur, en hópurinn hefur frá árinu 2007 ferðast með sýningar sínar um landið þvert og endilangt. Lotta hefur sérhæft sig í utandyra sýningum á sumrin og ferðast nú 14. sumarið í röð með glænýjan fjölskyldusöngleik.
Meira

Beikonvafðar döðlur, chilibollur og fljótlegur skyrdesert

Björn Magnús Árnason og Eva María Sveinsdóttir sáu um Matgæðingaþátt Feykis í 24 tbl. ársins 2018. Þau fluttu á Sauðárkrók frá Reykjavík vorið 2014 með strákana sína tvo, Svein Kristinn, og Eyþór Inga. Síðan þá hafa kynjahlutföllin í fjölskyldunni jafnast og tvær stúlkur bæst í hópinn, þær Ragnhildur Emma og Hólmfríður Addý. Björn Magnús er menntaður landfræðingur og vinnur á Stoð ehf. verkfræðistofu og Eva María er menntaður hársnyrtir sem eftir þrjú ár heimavinnandi starfaði þá í sumarafleysingum á dagdvöl aldraðra ásamt því að þjálfa sund. Þau buðu upp á þrjár girnilegar uppskriftir.
Meira

Skemmtibát hvolfdi á Skagaheiði

Björg­un­ar­sveit­ir á Norður­landi voru kallaðar út um miðjan dag í gær eft­ir að skemmti­bát hvolfdi á Langavatni á Skagaheiði. Í frétt á mbl.is segir að þrír hafi verið um borð í bátnum og hafi allir komist á kjöl. Björgunarsveitarmen voru komnir að vatninu um klukkan fjögur og komu fólkinu á þurrt þar sem sjúkraflutningamenn tóku við og hlúðu að því. Enginn slasaðist en fólkið var kalt og hrakið.
Meira

Bensínsölu hætt hjá Bjarna Har

Talsverð tímamót urðu í sögu bensín- og olíuafgreiðslu á Sauðárkróki í dag þegar ný afgreiðslustöð við Borgarflöt á Sauðárkróki var opnuð formlega. Nýja stöðin, sem er ÓB sjálfsafgreiðslustöð með tveimur dælum, leysir af hólmi bensínafgreiðslu við Verzlun Haraldar Júlíussonar við Aðalgötu þar sem afgreiðsla Olís hefur verið til húsa allt frá árinu 1930.
Meira

Rekstur Blönduósbæjar jákvæður á síðasta ári

Á fundi sveitarstjórnar Blönduóss þann 9. júní síðastliðinn voru ársreikningar sveitarfélagsins teknir til síðari umræðu og samþykktir. Sveitarfélagið var rekið með 23,3 milljón króna hagnaði á árinu 2019.
Meira