Fréttir

Tilkynning frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra

Skrifstofur embættis Sýslumannsins á Norðurlandi vestra á Blönduósi og Sauðárkróki verða lokaðar þriðjudaginn 10. desember vegna afar slæmrar veðurspár. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Meira

Lögreglan biðlar til fólks að halda sig heima

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur sent frá sér svohljóðandi tilkynningu á Facebooksíðu sinni:
Meira

Rauð viðvörun og óvissustig almannavarna vegna ofsaveðurs

Viðvörunarstig fyrir Strandir og Norðurland vestra hefur nú verið fært úr appelsínugulu yfir í rautt annað kvöld og er þetta í fyrsta sinn sem viðvörun hefur verið færð upp í rautt. Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórar á landinu hafa lýst yfir óvissustigi á morgun.
Meira

Heimsfrumsýning Skógarlífs á Hvammstanga

Leikflokkur Húnaþings vestra sýnir um næstu helgi, dagana 13.-15. desember, barnaleikritið Skógarlíf í leikstjórn Gretu Clough en hún er listrænn stjórnandi Handbendi Brúðuleikhúss og hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna bæði sem leikstjóri og leikskáld.
Meira

Óskað eftir tilnefningum um Jólahús ársins á Blönduósi

Húnahornið stendur að vanda fyrir vali á Jólahúsi ársins á Blönduósi líkt og gert hefur verið, með einni undantekningu þó, síðustu 18 ár. Um er að ræða samkeppni eða jólaleik um fallega jólaskreytt hús, hvort sem það er íbúðarhús eða fyrirtækjahús. Samkeppnin um Jólahúsið 2019 verður með svipuðu sniði og síðustu ár.
Meira

Þröstur í Birkihlíð fyrirmynd í námi fullorðinna

Framtíðin hér og nú var yfirskrift ársfundar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) og Norræns tengslanets um nám fullorðinna (NVL) sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík 28. nóvember. Á fundinum var Herdísi Ósk Sveinbjörnsdóttir, tilnefnd af Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Þresti Heiðari Erlingssyni, tilnefndur af Farskólanum, á Norðurlandi vestra, veittar viðurkenningar sem fyrirmyndir í námi fullorðinna árið 2019. Viðurkenningin og verðlaunin sem henni fylgja eru veitt einstaklingum hafa breytt stöðu sinni á vinnumarkaði eftir þátttöku í úrræðum FA.
Meira

Vinningsmyndir í ljósmyndasamkeppni Félags ferðaþjónustunnar

Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði stóð nýverið fyrir ljósmyndasamkeppninni Skagafjörður með þínum augum. Í keppnina barst fjöldi mynda og var myndefnið fjölbreytt. Nú hafa myndirnar verið birtar á vef Svf. Skagafjarðar.
Meira

Vonskuveður í uppsiglingu

Allt útlit er fyrir vonskuveður um stærstan hluta landsins næstu daga. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Miðhálendið og svæðið frá Vík í Mýrdal, vestur um og allt austur að Langanesi. Reiknað er með hvassri norðaustanátt með snjókomu um vestan- og norðanvert landið frá morgundeginum og fram eftir miðvikudegi.
Meira

Fjölnet silfurpartner hjá Microsoft

Fjölnet varð nýverið silfur-partner hjá Microsoft í skýjalausnum, ætluðum litlum og meðalstórum fyrirtækjalausnum og bronze-partner hjá TrendMicro. Af því tilefni ætlar Fjölnet að bjóða núverandi og tilvonandi viðskiptavinum 20% afslátt af Microsoft 365 Business og gildir afslátturinn í eitt ár.
Meira

Jólin á Króknum – Gömlu góðu jólalögin munu hljóma á Mælifelli

Það er enginn bilbugur á viðburðastjóranum Huldu Jónasar að halda jólatónleika á Sauðárkróki þrátt fyrir að dagsetningin lendi á föstudeginum 13. desember. Á dagskránni verða gömlu og góðu jólalögin sem fólk man eftir, segir Hulda og nefnir lög eins og Hvít jól, Hin fyrstu jól, Jólasveininn minn, Jóla á hafinu og Ég hlakka svo til í bland við nýrri lög.
Meira