Frábær liðssigur Stólastúlkna í toppslagnum í Keflavík
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
23.08.2020
kl. 21.46
Lið Tindastóls gerði sér lítið fyrir í dag og vann sanngjarnan sigur á liði Keflavíkur suður með sjó í flottum fótboltaleik. Fyrir leikinn voru Keflvíkingar á toppi deildarinnar en liðin höfðu sætaskipti að leik loknum. Mur reyndist heimastúlkum erfið en hún gerði þrennu í leiknum en engu að síður var þetta sigur liðsheildarinnar því allar stelpurnar áttu frábæran dag, gáfu allt í leikinn og uppskáru eftir því. Lokatölur 1-3 fyrir Tindastól.
Meira
