Ámundakinn hagnaðist um 11,7 milljónir á milli ára
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
10.06.2020
kl. 11.12
Aðalfundur Ámundakinnar ehf. var haldinn föstudaginn 5. júní síðastliðinn. Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf, þar á meðal samþykkt ársreiknings en árið 2019 var 16. starfsár félagsins. Samkvæmt ársreikningi nam hagnaður félagsins 11,7 milljónum króna samanborið við 636 þúsund krónur árið 2018. Betri afkoma skýrist helst af fleiri leigjendum, sameiningu og batnandi afkomu hlutdeildarfélaga. Leigutekjur námu rúmum 112 milljónum og jukust um 44% milli ára
Meira