Fréttir

Selta og útsláttur á rafmagni

Í gærkvöldi og nótt bættust nýjar truflanir við á Norðurlandi og eru enn nokkrir straumlausir vegna þessa, segir í tilkynningu á heimasíðu RARIK. Miklar rafmagnstruflanir voru út frá aðveitustöðvum í Hrútatungu og Glerárskógum í gær og í nótt vegna seltu og hreinsunar tengivirki í Hrútatungu. Allir eru komnir með rafmagn aftur.
Meira

Skúffelsis ósigur Stólastúlkna í Síkinu

Tindastóll og ÍR mættust í Síkinu í gær í leik þar sem lið Tindastóls gat tryggt stöðu sína á toppi 1. deildar kvenna fyrir jólafrí. Leikurinn var jafn og spennandi en það var lið ÍR sem leiddi nánast allan leikinn en Stólastúlkur voru hársbreidd frá því að stela sigrinum af Breiðhyltingum en lukkudísirnar voru ekki í liði Tindastóls á lokamínútunni. Lokatölur í skúffelsis ósigri voru 62-64.
Meira

Skaginn norðan Gauksstaða enn rafmagnslaus

Klukkan 07:45 í morgun leystu tengivirki í Hrútatungu og Glerárskógum út vegna seltu í tengivirki Landsnets í Hrútatungu. Öll Húnavatnssýslan, dalirnir, Fellsströnd, Skarðsströnd og Skógarströnd urðu rafmagnslaus í einhvern tíma. Á heimasíðu RARIK kemur fram að vegna gríðarlegrar seltu megi búast við áframhaldandi truflunum á þessum svæðum í dag og fram á nótt.
Meira

Síðustu forvöð að tilnefna Mann ársins

Nú eru síðustu forvöð að tilnefna mann ársins á Norðurlandi vestra fyrir árið 2019 en líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar. Nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni af Ólöfu Ólafsdóttur á Tannstaðabakka sem var kjörin maður ársins 2018.
Meira

Flestir komnir með rafmagn á Norðurlandi vestra - Uppfært: Vonast er til að viðgerð ljúki í kvöld

Eftir margra daga rafmagnsleysi eru allir komnir með rafmagn í Húnavatnssýslum en enn er bilun á Glaumbæjarlínu þar sem fjórir bæir eru rafmagnslausir og Skaginn norðan Gauksstaða einnig en þar er verið að gera við línuna, samkvæmt stöðuuppfærslu RARIK frá því fyrr í dag.
Meira

Helgarbrauðið

Í 46. tbl. Feykis sem kom út þann 4. desember sl. sáu þau Sigríður Skarphéðinsdóttir og Friðrik Þór Jónsson um matarþátt blaðsins. Þau búa í Skriðu í Akrahreppi ásamt dætrum sínum, Silju Rún og Sunnu Sif. Ekki var nóg plássí blaðinu til að birta allar uppskriftirnar sem þau sendu þannig að hér birtist sú uppskrift sem út af stóð, heimabakað brauð sem væri alveg tilvalið að skella í ofninn um helgina og njóta með góðu áleggi og kaffibolla eða heitri súpu en í blaðinu gáfu þau lesendum einmitt uppskrift að ljúffengri kjúklingasúpu.
Meira

Skíðahittingi yngri iðkenda frestað fram yfir jól

Þar sem ekki er fært á AVIS skíðasvæðið í Tindastól þessa dagana verður áður auglýstum hittingi yngri skíðaiðkenda frestað til 28. desember klukkan 14:00. Áætlað er að þá verði búið að opna svæðið og þá tilvalið að skella sér á skíði líka.
Meira

Enn rafmagnslaust á nokkrum svæðum á Norðurlandi vestra

Þó rafmagn sé komið á að megninu til á Norðurlandi vestra eru enn nokkur svæði án þess en rafmagnslaust er á tveimur spennistöðvum í Vestur Hópi. Bilun er á Glaumbæjarlínu í Skagafirði og straumlaust er á milli Gýgjarhóls og Reynisstaða og Melur og Holtsmúli eru straumlaus. Þá er Skaginn að austanverðu rafmagnslaus að hluta en unnið er að því að gera við línuna, töluvert er af brotnum staurum.
Meira

Yfirlýsing frá körfuknattleiksdeild Tindastóls

Í hádeginu í dag mátti lesa fréttir þar sem sagt var að grunur væri um veðmálasvindl tengdum leik Tindastóls og ÍR sem fram fór í Reykjavík í gær. Kom fram í frétt Vísis.is að grunur beindist að leikmönnum Tindastóls en ekki ÍR. Staðfesti formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, að sambandið væri með málið til skoðunar. Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur nú sent frá sér yfirlýsingu um málið.
Meira

Snjómokstur í Skagafirði

Snjómokstur er trúlega ofarlega í hugum margra þessa dagana. Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar er í dag rifjað upp með íbúum hvernig snjómokstri í héraðinu er háttað. Þar segir:
Meira