Gleðigosinn Teitur:: Áskorandapenninn Þorsteinn Snær Róbertsson, frá Hvalshöfða Hrútafirði
feykir.is
Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
29.08.2020
kl. 15.00
Þorsteinn Snær Róbertsson heiti ég frá Hvalshöfða. Júlíus bróðir minn skoraði á mig að skrifa pistil og hér læt ég flakka. Það sem mér er efst í huga er smá frásögn um gleðigosann Teit. Hann var rosalega stór og klunnalegur hundur sem færði gleði og hamingju í líf mitt. Teitur var einstakur karakter sem var óhugnanlegur í útliti en með rosalega lítið hjarta. Þessi stóri hundur var hræddur við fáránlegustu hluti sem maður botnar eiginlega ekki í, en kannski vissi hann eitthvað meira en við. Sem dæmi má nefna þurfti pabbi að útbúa sérstakar stál umgjörð yfir hurðarhúna á öllum útidyrahurðunum heima. Ástæðan fyrir því var að Teitur átti það til að hoppa á hurðarhúna og hleypa sér inn þegar það var fullt tungl eða norðurljós úti, því hann var af einhverjum ástæðum mjög hræddur við þau.
Meira
