Beðið með mokstur til fyrramáls
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
11.12.2019
kl. 21.17
Allir vegir eru ófærir eða lokaðir á Norðurlandi samkvæmt heimasíðu Vegagerðarinnar og beðið er með mokstur þangað til í fyrramálið. Vegurinn um Vatnsskarð og Þverárfjall eru lokaður vegna veðurs líkt og Holtavörðu- og Öxnadalsheiði. Ekki verður farið í mokstur fyrr en í fyrramálið. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna veðurs og snjóflóðahættu sem og Ólafsfjarðarmúli.
Meira