Körfuboltaskóli Norðurlands lýkur vetrarstarfinu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
04.06.2020
kl. 09.02
Vetrarstarfi Körfuboltaskóla Norðurlands lauk í gær með síðustu æfingu körfuboltaiðkenda á Blönduósi með heimsókn á Krókinn. Hafa þau æft reglulega í vetur en krakkar á Skagaströnd, Hvammstanga og Hólmavík hafa einnig notið leiðsagnar reyndra leikmanna undir forystu Helga Freys Margeirssonar sem kom skólanum á laggirnar. Að sögn Helga var æfingin skemmtilegur lokapunktur á fyrsta heila körfuboltatímabilinu á Blönduósi.
Meira