Fréttir

Beðið með mokstur til fyrramáls

Allir vegir eru ófærir eða lokaðir á Norðurlandi samkvæmt heimasíðu Vegagerðarinnar og beðið er með mokstur þangað til í fyrramálið. Vegurinn um Vatnsskarð og Þverárfjall eru lokaður vegna veðurs líkt og Holtavörðu- og Öxnadalsheiði. Ekki verður farið í mokstur fyrr en í fyrramálið. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna veðurs og snjóflóðahættu sem og Ólafsfjarðarmúli.
Meira

Bilun í dælubúnaði hitaveitu og skömmtunaráætlun á rafmagni

Enn er rafmagn skammtað á Sauðárkróki og verður svo áfram um sinn. Á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra má sjá skömmtunaráætlun rafmagns frá RARIK fyrir Sauðárkrók. Heitavatnsnotendur á Langholti að Birkihlíð, Hegranesi og Hofstaðaplássi beðnir um að fara sparlega með heita vatnið.
Meira

Eftir vonskuveður á Blönduósi

„Eflaust mesti snjór sem hefur komið á Blönduós frá því að við fjölskyldan fluttum hingað fyrir tæpum 15 árum síðan. Veðrið er að ganga niður núna en það var mjög slæmt í gær og fram á nótt. Rafmagnið fór nokkrum sinnum af en aldrei í langan tíma,“ skrifar Róbert Daníel Jónsson á Facebooksíðu sína fyrr í dag.
Meira

Enn rafmagnstruflanir á Norðurlandi vestra

Aðgerðarstjórn almannavarnarnefndar Skagafjarðar vill benda íbúum og gestum svæðisins á að allir vegir á svæðinu eru lokaðir vegna ófærðar og slæms veðurs. Þá eru rafmagnslínur víða signar niður undir jörð vegna ísingar og dreifing raforku um svæðið ótrygg. Björgunarsveitafólk og viðbragðsaðilar hafa verið að störfum og unnið sleitulaust frá því í gærmorgun og hafa þurft að sinna fjölda aðstoðarbeiðna.
Meira

Kyrrðarstundin Kyrrð og ró í Jólasnjó frestað

Kyrrðarstundin Kyrrð og ró í Jólasnjó hefur verið frestað vegna veðurs fram á næsta föstudagskvöld 13. desember klukkan 20:30.
Meira

Óbreytt ástand í rafmagnsleysinu

Landsnet vill vekja athygli á því að nokkrar raflínur eru laskaðar á Norðurlandi og liggja á eða nálægt vegum. Nauðsynlegt er að hafa mikla gát á ef vegfarendur sjá línu signa eða liggjandi á vegi og ekki koma nálægt henni. Vitað er að Laxárlína liggur á vegi við Kjarnaskóg nálægt Akureyri. Dalvíkurlína liggur yfir veginn við vegamótin að Dalvík og Blöndulína 2 liggur líklega á veginum við Vatnsskarð og í Hegranesi vestanverðu eins og meðfylgjandi myndband sýnir.
Meira

Veður að ganga niður á Norðurlandi vestra

Þrátt fyrir að veður sé að ganga niður er enn vonskuveður á Norðurlandi vestra og ekkert ferðaveður. Ófært er á öllum stofnleiðum og rafmagnstruflanir víða og rafmagnsleysi. Björgunarsveitir hafa verið í viðbragðsstöðu og sinnt ýmsum útköllum og segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn, að sveitirnar séu að ná utan um öll verkefni en verið er að sinna verkefni í Langadal en þar fauk þak að hluta af útihúsi.
Meira

Víða lokað vegna veðurs

Útlit er fyrir hið versta veður á Norðurlandi vestra í dag og á morgun. Vegna þess verða útibú Landsbankans á Sauðárkróki og á Skagaströnd lokuð í dag, þriðjudaginn 10. desember og Sauðárkróksbakarí verður lokað á morgun, miðvikudag, en verður opið á meðan veður leyfir í dag.
Meira

Jól og áramót verða rauð eða flekkótt samkvæmt Dalbæingum

Fyrir viku, eða þriðjudaginn 3. desember, komu saman til fundar átta spámenn Veðurklúbbsins á Dalbæ og hófst fundur að venju kl 14. Farið var yfir spágildi síðasta mánaðar og voru allir ánægðir með hvernig spáin gekk eftir.
Meira

Olíutankur á Hofsósi stóðst ekki lekapróf

Olíutankur við sjálfsafgreiðslustöð N1 á Hofsósi hefur verið tæmdur eftir að hann stóðst ekki lekapróf. N1 og Olíudreifing, í samvinnu við Heilbrigðiseftirlitið, rannsaka nú málið. Í tilkynningu frá N1 segir að tankar félagsins hafi verið þykktarmældir síðastliðið sumar af viðurkenndum aðilum í samræmi við 24. gr regulugerðar nr. 884/2017 og stóðust þeir það próf. Tankarnir voru þrýstimældir í byrjun desember og stóðust þeir einnig það próf. Loks var gripið til þess ráðs að setja yfirþrýsting á tankana og kom þá í ljós að mögulega hefði einhver olía lekið.
Meira