Fréttir

Undir áhrifum The Tallest Man On Earth / JÚLÍUS RÓBERTS

Júlíus Aðalsteinn Róbertsson hefur heldur betur þvælst um heiminn síðustu ár með gítarinn að vopni í slagtogi með félaga sínum, Ásgeiri Trausta. Júlíus fæddist árið 1986, sonur Hafdísar Brynju Þorsteinsdóttur og Róberts Júlíussonar, ólst upp og bjó í Hrútafirði í Húnaþingi vestra allt þar til sumarið 2012. Hann er nú búsettur í „Reykjavík fyrir sunnan“ eins og hann segir sjálfur.
Meira

Viðburðir á 17. júní

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er á morgun, 17. júní, en þá minnist þjóðin 76 ára afmælis íslenska lýðveldisins. Ljóst er að hátíðahöld verða víða með eitthvað öðru sniði en venja er vegna COVID-19 en landsmenn eru hvattir til að halda upp á daginn með vinum og fjölskyldu. Morgunathöfn verður í beinni útsendingu í sjónvarpi RÚV þar sem meðal annars verður ávarp forsætisráðherra og fjallkonan flytur ljóð.
Meira

Ár liðið frá opnun 1238

Í gær, 15. júní var eitt ár frá því að Sýndarveruleikasafnið 1238 á Sauðárkróki opnaði. Viðtökur hafa vægast sagt verið frábærar á fyrsta árinu sem hefur verið viðburðarríkt. Ýmsir viðburðir hafa verið í sal Gránu Bistro, s.s. tónleikar, fræðslukvöld og prjónakaffi svo eitthvað sé nefnt. Heimamenn hafa einnig verið duglegir að koma og gæða sér á þeim veitingum sem í boði eru.
Meira

Opna KS mótið um helgina

Opna KS mótið var haldið á Hlíðarendavelli síðastliðinn laugardag. Þátttaka í mótinu var góð en alls skráðu 22 lið sig til leiks. Spilað var Texas Scramble liðakeppni.
Meira

Hættulegir reiðhjólahrekkir

Því miður hefur borið á því í vor hér á Sauðárkróki að óprúttnir aðilar hafi losað um framdekkin á reiðhjólum barna. Það er stórhættulegt athæfi og getur endað með ósköpum þar sem reiðhjólamaðurinn getur stórslasast við það að fljúga fram fyrir sig á hjólinu ef það er á miklum hraða. Eru hrekkir sem þessir ekki eingöngu bundnir við Skagafjörð og eru dæmi um að börn um allt land hafi stórslasast eftir byltu af þessum sökum.
Meira

Hvalir með stórsýningu í Skagafirði

Það hefur heldur betur verið buslugangur í Skagafirði undanfarna daga en nokkrir hnúfubakar hafa gert sig heimakomna og sótt í æti sem virðist vera nóg af. Hafa þeir verið með sýningu hvern dag eins og fjöldi mynda ber með sér hjá Facebooknotendum. Feykir fékk leyfi til að sýna myndbönd Kristjáns Más Kárasonar og Soffíu Hrafnhildar Rummelhoff en Kristján nálgaðist hvalina á fleyi sínu meðan Soffía naut nærveru þeirra í fjörunni austast á Borgarsandi.
Meira

Eric Clapton nýr hluthafi í Vatnsdalsá

Tónlistarmaðurinn þekkti, Eric Clapton, er orðinn þriðjungshluthafi í hlutafélaginu GogP ehf. sem hefur Vatnsdalsá á leigu en þrír eig­end­ur eru nú í fé­lag­inu að því er fram kemur á veiðivef mbl.is, Sporðaköstum. Þar segir einnig að á sama tíma sé Pét­ur Pét­urs­son að selja sig út úr fé­lag­inu og seg­i þar með skilið við Vatns­dal­inn sem hann hef­ur fóstrað frá 1997.
Meira

Mikið um framkvæmdir í Skagafirði

Með hækkandi sól og betra tíðarfari er rétti tíminn til framkvæmda og Skagafjörður er þar engin undartekning. Mikið eru um framkvæmdir í firðinum þessa dagana og mikið að sjá fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með uppganginum.
Meira

Holtastaðakirkja og Sveinsstaðaskóli hlutu styrk úr Húsafriðunarsjóði

Húsafriðunarsjóður hefur úthlutað styrkjum til 36 verkefna en hér er um aukaúthlutun að ræða sem er þáttur í aðgerðum til að vinna gegn samdrætti vegna Covid-faraldursins. Ríkisstjórnin veitti 100 milljónum króna sem viðbótarframlagi í húsafriðunarsjóð, sem nýta skyldi til að veita styrki í atvinnuskapandi verkefni á svæðum sem verða fyrir hvað mestum efnahagslegum þrengingum vegna faraldursins.
Meira

Spor - sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins

Sumaropnun hefur nú tekið gildi hjá Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi og er nú opið frá klukkan 10-17 alla daga. Hefð er fyrir því að bjóða upp á nýja sérsýningu í safninu við hverja sumaropnun og að þessu sinni er það sýningin Spor sem sett er upp hjá safninu. Að sýningunni stendur Arkir bókverkahópur, sem telur ellefu íslenskar listakonur, Auk þess eiga nokkrar erlendar listakonur verk á sýningunni en þær eiga það sameiginlegt að hafa dvalið á Textílsetrinu/Textílmiðstöðinni í Kvennaskólanum á Blönduósi.
Meira