Fréttir

Viltu taka þátt í að velja þema næstu Prjónagleði?

Prjónagleðin - Iceland Knit Fest verður haldin í fimmta sinn, dagana 12. – 14. júní 2020. Undirbúningur fyrir hátíðina er hafinn og stefnt er að því að opna fyrir pantanir á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar, www.textilmidstod.is í byrjun næsta árs.
Meira

Ómakleg athugasemd bæjarfulltrúa

Veðurofsinn sem gekk yfir landið í síðustu viku var slíkur að umfangi að hann verður seint talinn annað en náttúruhamfarir. Skagfirðingar voru á meðal þeirra íbúa landsins sem fóru hvað verst út úr fárviðrinu. Viðbragðsaðilar brugðust við stöðunni í Skagafirði af miklum myndarskap og við íbúar sveitarfélagsins hljótum að vera auðmjúkt þakklátir fyrir þeirra óeigingjarna framlag.
Meira

Öxnadalsheiði lokuð

Þjóðvegi 1 um Öxnardalsheiði hefur verið lokað fyrir umferð vegna versnandi veðurs, að því er kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Einnig hefur Siglufjarðarvegi utan Fljóta verið lokað.
Meira

Björgunarsveitirnar styrktar

Blönduósbær og Sveitarfélagið Skagafjörður hafa tekið ákvörðun um að styrkja björgunarsveitirnar á sínum svæðum um eina milljón króna hverja en auk þess styrkir Sveitarfélagið Skagafjörður Skagfirðingasveit um hálfa milljón króna vegna umfangs stjórnstöðvar. Er þetta gert í kjölfar þess mikla óveðurs sem gekk yfir norðanvert landið í síðustu viku og skapaði mikið álag á björgunarsveitir á svæðinu.
Meira

Verðmætasköpun í fiski innanlands!

Atvinnuveganefnd hefur í góðri samstöðu fjallað um stóraukinn útflutning á óunnum fiski sem hefur margvísleg áhrif á atvinnu, efnahag, nýsköpun og rekstrargrundvöll fiskmarkaða, minni útgerða og fiskvinnsla í landinu. Við sammæltumst um að senda gagnrýnin álitaefni til fimm ráðuneyta og köllum eftir skýrum svörum og rökstuddum viðbrögðum. Sjávarútvegurinn hefur verið bitbein stjórnmálamanna í marga áratugi. Það er því sérstakt fagnaðarefni þegar þingmenn allra flokka á Alþingi koma sér saman um mál honum tengdum.
Meira

Viltu gefa veglega jólagjöf?

Skagfirðingabúð og Sögufélag Skagfirðinga efna til gjafaleiks fyrir jólin þar sem verðlaunin eru öll níu bindi Byggðasögu Skagafjarðar. Til að taka þátt þarf að leggja leið sína í Skagfirðingabúð og skrá nafn þess sem þú vilt gefa og láta í pott sem verður dregið úr á Þorláksmessu. Sá hinn heppni fær gjöfina keyrða heim til sín fyrir jólin.
Meira

Afgreiðslutímar á hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra um jól og áramót

Embætti Sýslumannsins á Norðurlandi vestra vill vekja athygli á því að skrifstofur embættisins á Blönduósi og á Sauðárkróki verða lokaðar á Þorláksmessu, aðfangadag og gamlársdag auk hefðbundinna lokana yfir hátíðirnar.
Meira

Jólavöku AFLÝST!

Jólvöku Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi sem halda átti í kvöld hefur verið aflýst vegna óhagstæðrar veðurspár.
Meira

Grindvíkingar mæta í Síkið í kvöld

Síðastu umferðinni í Dominos-deildinni nú fyrir jól lýkur í kvöld og er jafnframt um að ræða síðustu umferðina í fyrri umferð deildarkeppninnar. Lið Tindastóls tekur á móti liði Grindavíkur í Síkinu og eru stuðningsmenn Stólanna hvattir til fjölmenna, enda alla jafna um skemmtilegar viðureignir að ræða þegar þessi lið mætast. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Baldur Þór Ragnarsson, þjálfara Tindastóls.
Meira

Allt getur nú skeð - Gamansögur af tónlistarmönnum

Í bókinni „Hann hefur engu gleymt ... nema textunum“ er að finna bráðsnjallar gamansögur af íslenskum tónlistarmönnum. Höfundur bókarinnar er Guðjón Ingi Eiríksson og hefur hann kallað marga fram á sviðið, „lifandi og látna!“, svo sem Bjögga Halldórs, Ragga Bjarna, Magga Kjartans, Greifana, Skriðjöklana, Ingimar Eydal og hljómsveitarmeðlimi hans, Álftagerðisbræður og eru þá sárafáir nefndir. Í Jólafeyki gat að líta nokkrar sögur úr bókinni og bætum við nokkrum við hér á Feyki.is.
Meira