Aflatölur vikunnar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
12.06.2020
kl. 12.29
Þar sem ekki var pláss fyrir aflatölur síðustu viku í nýjasta Feyki eru þær birtar hér að þessu sinni:
Í síðustu viku lönduðu 25 bátar á Skagaströnd, flestir handfærabátar, og var samanlagður afli þeirra rúmlega 61 tonn. Aflahæstur var línubáturinn Sævík GK 757 með rúm 14 tonn. Á Sauðárkróki var landað rúmum 411 tonnum og var það Málmey SK 1 sem átti tæp 273 tonn af þeim afla. Tveir bátar löduðu á Hofsósi rúmum þremur tonnum og á Hvammstanga landaði einn bátur rúmum átta tonnum. Heildarafli vikunnar á Norðurlandi vestra þessa fyrstu viku júnímánaðar var 484.128 kíló.
Meira