Fréttir

Ekkert óeðlilegt við leik ÍR og Tindastóls

Uppi varð fótur og fit í lok síðustu viku eftir að kvisast hafði út að grunur væri um veðmálasvindl tengt leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla sem fram fór sl. fimmtudag. Vísir.is greindi strax frá því að leikmenn Tindastóls lægju undir grun þó hvergi hafi komið fram einhver rökstuðningur varðandi það, aðeins að lið Tindastóls tapaði leiknum en það hefur reyndar komið fyrir áður að leikir hafi tapast í Breiðholtinu.
Meira

Vinnuvikan stytt til reynslu í leikskólum Skagafjarðar

Það er mikið framfaramál að Sveitarfélagið Skagafjörður stefni að styttingu vinnuvikunnar á sínum vinnustöðum og vel til fundið að hefja slíkt verkefni í leikskólunum. Það lögðum við í VG og óháðum til vorið 2018 og ennfremur að vinnuvika starfsmanna yrði stytt í 36 stundir á viku, án þess þó að skerða þjónustu á nokkurn hátt. Í áformum VG og óháðra lögðum við áherslu á sveigjanleika fyrir starfsfólk og að komið væri til móts við hvern og einn starfsmann eins og hægt sé. Þannig væru fundnar leiðir sem allir gætu sæst á.
Meira

Bjóða fram áfallahjálp í Húnavatnssýslum

Samráðshópur um áfallahjálp í Húnavatnssýslum kom saman til fundar sl. mánudag í kjölfar óveðurs og rafmagnsleysis í héraðinu. Í hópnum sitja fulltrúar RKÍ, þjóðkirkju, félagsþjónustu, heilsugæslu og lögreglu. Í yfirlýsingu frá samráðshópnum koma fram kærar þakkir til allra viðbragðsaðila fyrir vel unnin störf en ljóst þykir að þeir hafi unnið þrekvirki við afar erfiðar aðstæður. Einnig vill hópurinn þakka íbúum fyrir stuðning og hjálpsemi við náungann, sem einkenndist af samstöðu og samkennd.
Meira

Rauð viðvörun!

Í ljósi atburða síðustu viku og að samfélagið í Skagafirði er að komast í eðlilegt horf, sem og á landinu öllu, þykir rétt að endurmeta stöðuna. Í aðdraganda þessara eftirminnilegu viku var spáð rauðri viðvörun á Norðurlandi vestra og því alveg ljóst í hvað stefndi – Óveður!
Meira

Ástandið með öllu óboðlegt

Á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps sem haldinn var sl. föstudag, þann 13. desember, var lögð fram bókun þar sem lýst er yfir miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp kom í Húnavatnssýslum og víðar á landinu í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku.
Meira

Rafmagnslaust frá Hvammstanga að Torfustöðum og frá Reykjaskóla að Laugabakka

Í gærkvöldi og nótt voru truflanir á kerfi RARIK út frá Hrútatungu og Laxárvatni og er nú rafmagnslaust á svæðinu frá Hvammstanga að Torfustöðum og frá Reykjaskóla að Laugabakka. Bilanaleit hefur staðið yfir í alla nótt og stendur enn.
Meira

Aukasýning á Skógarlífi

Leikflokkur Húnaþings vestra heimsfrumflutti sl. laugardag Skógarlíf, leikgerð og leikstjórn Gretu Clough byggða á The Jungle Book eftir Rudyard Kipling við mikinn fögnuð. Vegna góðra viðtaka hefur verið ákveðið að bæta við aukasýningu næsta föstudag, 20. desember.
Meira

Andrea Maya í úrvalshóp FRÍ

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur birt nýjan úrvalshóp unglinga 15-19 ára en hann samanstendur af íþróttamönnum sem náðu viðmiðum á utanhússtímabilinu 2019. Á heimasíðu Frjálsíþróttasamband Íslands kemur fram að þeir sem ná viðmiðum á innanhússtímabilinu haust 2019 - vor 2020 bætast við hópinn í mars. Skagfirðingurinn Andrea Maya Chirikadzi er ein þessa úrvalsíþróttafólks.
Meira

Tillögur um sameiningu prestakalla

Á Kirkjuþingi 2019 var fjallað um breytingar sem framundan eru á skipulagi þjóðkirkjunnar og snúa þær að sameiningu prestakalla eða flutningi þeirra milli prófastsdæma. Meðal þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru er að Breiðabólstaðar-, Melstaðar-, Skagastrandar- og Þingeyraklaustursprestakall í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi sameinist í Húnavatnsprestakall. Önnur umræða um sameiningartillögurnar mun fara fram á framhaldsþingi Kirkjuþings í mars 2020.
Meira

Ótraustir innviðir og orka

Landsmenn allir hafa á nýliðnum dögum upplifað fátíðar afleiðingar vetrarveðurs. Óveðrið hefur opinberað gríðarlega veikleika í grunn innviðum landsins. Þúsundir íbúa hafa verið án án rafmagns og fjarskiptasamband verið í lamasessi og er ekki að fullu komið í eðlilegt horf enn þegar þetta er ritað. Yfir 800 björgunarsveitarmenn hafa sinnt um 1000 útköllum vítt og breitt um landið og sem fyrr staðið vaktina með miklum sóma, hafa unnið gott starf sem gerir hvern Íslending stoltan.
Meira