Fréttir

Starir leigja Blöndu og Svartá

Ákveðið var á fundi í veiðifélagi Blöndu og Svartár í gærkvöldi að gengið skyldi til samninga veiðifélagið Starir um leigu á laxveiði í Blöndu og Svartá að því að hermt er á veiðivefnum Vötn og veiði. Þar segir að samkvæmt tilboði Stara verði samið til fimm ára og samkvæmt góðum, en þó ónafngreindum heimildum, sé leiguverð í námunda við 60 milljónir. Veiðifélagið Starir leigir m.a. Þverá/Kjarrá, Víðidalsá, Brennuna, Straumana, Litlu-Þverá og Langadalsá við Djúp.
Meira

Stelpurnar taka á móti Skallagrími í kvöld

Undirbúningur meistaraflokka Tindastóls í körfunni stendur nú sem hæst og hafa æfingaleikir farið fram undanfarnar vikur. Í kvöld taka stelpurnar á móti Skallagrími í enn einum æfingaleiknum og hefst hann 20:00 í Síkinu.
Meira

Nýr framleiðslubúnaður hjá Mjólkursamlagi KS

Undanfarnar vikur hefur staðið yfir uppsetning á nýjum tækjabúnaði til framleiðslu á ferskum mozzarella í Mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki. Samlagið hóf framleiðslu á þessum osti fyrir tæplega 20 árum og var því komin tími á endurnýjun tækja. Að sögn Jóns Þórs Jósepssonar, framleiðslustjóra MKS, kemur nýi búnaðurinn frá Ítalska fyrirtækinu ALMAC og voru aðilar frá þeim að prufukeyra búnaðinn og kenna starfsmönnum MKS handbrögðin í síðustu viku.
Meira

Fjölbrautaskólinn mikilvægur á Norðurlandi vestra

Haldið var upp á 40 ára afmæli Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra síðasta laugardag og var öllum velunnurum skólans boðið til afmælisdagskrár á sal Bóknámshússins. Í tilefni tímamótanna fékk skólinn 10 milljón að gjöf frá KS. Að lokinni dagskrá var boðið upp á opið hús í öllu húsnæði skólans.
Meira

Aksturstími skólabifreiða lengdur um 40 mínútur á dag

Aksturstími skólabifreiða um Vesturhóp hefur nú verið lengdur um 20 mínútur á hvorri leið að því er kemur fram í tilkynningu frá Grunnskóla Húnaþings vestra í morgun. Ástand vegarins er nú þannig að ekki er mögulegt að aka veginn nema mjög rólega og mun lengingin vara þar til lagfæringar hafa verið gerðar á veginum. Við þetta lengist heildartíminn sem skólabörn á svæðinu þurfa að vera í bílnum um 40 mínútur á dag.
Meira

Heilsudagar á Blönduósi hefjast í dag

Heilsudagar á Blönduósi hefjast í dag og standa til laugardags með fjölbreyttri heilsusamlegri dagskrá fyrir unga sem aldna. Markmið daganna er að hvetja íbúa til hreyfingar og að huga vel að heilsu sinni. Þessa daga verður frítt í alla tíma á vegum Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi en einnig verður boðið upp á skipulagða gönguferð, hjólaferð og sundlaugarpartý. Dagarnir eru haldnir í samstarfi við íþróttafélögin sem hvetja nýja iðkendur til að koma og prófa hinar ýmsu íþróttir gjaldfrjálst í vikunni.
Meira

Tveir Norðurlandsmeistarar hjá GSS

Golfklúbbur Sauðárkróks hefur verið öflugur í starfi sínu í sumar og eignaðist m.a. tvo Norðurlandsmeistara þetta árið. Telma Ösp Einarsdóttir varð stigameistari í flokki 18-21 árs stúlka og Anna Karen Hjartardóttir í flokki 14 ára og yngri. Á heimasíðu GSS kemur fram að úrslit í holukeppni Golfklúbbs Sauðárkróks hafi ráðist í lok ágúst og varð Rafn Ingi Rafnsson holukeppnismeistari GSS árið 2019 en hann hafði betur í spennandi leik á móti Telmu Ösp Einarsdóttur.
Meira

Stólarnir kvöddu 2. deildina með vissum stæl

Síðasta umferðin í 2. deild karla í knattspyrnu var leikin í gær og liðsmenn Tindastóls fengu það strembna verkefni, löngu fallnir, að skjótast á Ísafjörð þar sem Bjarni Jóh og lærisveinar hans í Vestra þurftu sigur til að tryggja sér sæti í Inkasso-deildinni. Það er skemmst frá því að segja að lið Tindastóls tapaði leiknum með miklum myndarbrag og stakk sér þar með ofan í þriðju deild með stæl. Lokatölur voru 7-0 fyrir Vestra.
Meira

Hægelduð kiðlingaöxl og kjúklingasalat

Það er Þórhildur M. Jónsdóttir, matreiðslumeistari sem ætlar að leyfa okkur að kíkja í pottana hjá sér að þessu sinni. Þórhildur er Skagfirðingur, úr Lýtingsstaðahreppnum en starfar nú sem umsjónarmaður Vörusmiðju hjá BioPol á Skagaströnd. „ Ég hef mjög gaman af því að lesa matreiðslubækur og kaupi iðulega matreiðslubækur á mínum ferðalögum erlendis sem minjagripi. Hef gaman að því að borða góðan mat og helst ef einhver annar eldar hann fyrir mig. Bestu stundirnar eru þegar maður er með fjölskyldu og vinum að borða góðan mat og tengir maður iðulega minningar við ákveðin mat.
Meira

Sex ökumenn stöðvaðir undir áhrifum ávana- og fíkniefna sl. viku

Tveir gistu fangageymslur lögreglunnar á Norðurlandi vestra í nótt sem teknir voru með tæplega 80 grömm af meintum kannabisefnum í söluumbúðum. Voru þeir stöðvaðir við akstur og mældist kókaín og kannabis í þvagi ökumanns. Lögreglan naut aðstoðar fíkniefnahunds við leit en efnin voru vandlega falin í vélarými bifreiðarinnar.
Meira