Fréttir

Grunnskóli Húnaþings vestra og Varmahlíðarskóli stóðu sig vel í Skólahreysti

Ungmenni á Norðurlandi vestra eru að jafnaði hraust og því kemur það ekki á óvart að tveir skólar af svæðinu hafi staðið sig með prýði í Skólahreysti þetta árið. Grunnskóli Húnaþings vestra varð í 4. sæti og Varmahlíðarskóli lenti í 7. sæti. Úrslitakeppnin fór fram í Laugardalshöll laugardaginn 31. maí að viðstöddu margmenni er átta skólar kepptu til úrslita. Lindaskóli úr Kópavogi varði titilinn síðan í fyrra, í öðru sæti varð Heiðarskóli í Reykjanesbæ og Árbæjarskóli í því þriðja.
Meira

Umfangsmiklar aðgerðir til eflingar Skagafirði

Ánægjulegt er að sjá líf Skagfirðinga lifna aftur við eftir samkomubann og hafa eflaust allir fengið að finna fyrir áhrifum Covid á einhvern hátt. Sveitarfélagið Skafafjörður snýr nú vörn í sókn og hefur sveitarfélagið á síðustu vikum unnið að tillögum til viðspyrnu samfélagsins vegna þeirra áhrifa sem Covid veiran hefur haft í för með sér. Um er að ræða umfangsmiklar aðgerðir sem snerta fjölmörg svið samfélagsins og hafa sumar þeirra nú þegar komið til framkvæmda.
Meira

Það er snilld að fá fótboltann aftur

Þá er tuðrusparkið hafið á ný og um næstu helgi verður loks sparkað í bolta í fyrsta alvöru keppnisleik sumarsins hér á Norðurlandi vestra. Þá vill einmitt svo skemmtilega til að liðin tvö af svæðinu mætast í 1. umferð Mjólkurbikarsins á gervigrasinu á Króknum. Við erum semsagt að tala um að lið Tindastóls tekur á móti sameinuðu liði Kormáks/Hvatar sunnudaginn 7. júní kl. 14:00. Af þessu tilefni lagði Feykir nokkrar spurningar fyrir þjálfara Tindastóls, Englendinginn James McDunough, sem hóf störf á Sauðárkróki fyrir tæpu ári.
Meira

Kynningarfundur um stofnun listasafns á Skagaströnd

Í dag, miðvikudaginn 2. júní kl 18:00, fer fram kynningarfundur um stofnun kvennalistasafns á Skagaströnd. Fundurinn verður haldinn á bókasafninu á 2. hæð í Gamla kaupfélaginu að Einbúastíg 2.
Meira

Vilja ráða ungt fólk í sumarbúðirnar í Háholti

Í Háholti í Skagafirði er nú unnið að því hörðum höndum að koma húsnæðinu í stand sem fyrst þar sem ætlunin er að starfrækja sumarbúðir fyrir ungmenni með ADHD og eða einhverfu eins og Feykir greindi frá í síðustu viku. Þar sem stefnt er að því að fyrstu gestirnir komi um miðjan mánuðinn er leitað að áhugasömu starfsfólki. Feykir hafði samband við Margréti Völu Marteinsdóttur, forstöðukonu Reykjadal, sem rekið hefur sumar- og helgardvalarstað fyrir börn og ungmenni með fötlun, og forvitnaðist um þá starfsemi sem fyrirhuguð er í Háholti.
Meira

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður haldinn fimmtudaginn 18. júní í Húsi frítímans og hefst klukkan 20:00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.
Meira

Landinn lifnar við

Hvítasunnuhelgin er jafnan ein mesta ferðahelgi sumarsins og það er ekki annað að sjá en landinn hafi verið á faraldsfæti þessa hvítasunnuna. Nú um sexleytið í kvöld höfðu ríflega 2000 bílar farið yfir Öxnadalsheiði og um 2500 yfir Holtavörðuheiði frá miðnætti. Eftir afar rólega tíð frá því um miðjan mars sökum COVID-19 virðist sem ferðasumar Íslendingsins sé komið í gang.
Meira

Japanskur kjúklingaréttur og skyrterta

„Hér kemur uppáhalds maturinn á Hlíðarbraut 3 á Blönduósi. Við erum svolítið fyrir það að hafa hlutina einfalda og fljótlega í eldhúsinu en það kemur annað slagið fyrir að við græjum eitthvað gúrme og flókið,“ sögðu matgæðingarnir Hjálmar Björn Guðmundsson og Ingibjörg Signý Aadnegard sem voru matgæðingar 23. tölublaðs Feykis árið 2018 .
Meira

Þrjár alíslenskar til liðs við Stólastúlkur

Feykir sagði í gær frá því að Stólastúlkur hefðu unnið glæsilegan sigur á liði Stjörnunnar í fyrsta æfingaleik sumarsins. Fjórar stúlkur þreyttu þar frumraun sína með liði Tindastóls og þar á meðal var markvörðurinn Amber Michel. Hinar þrjár eru alíslenskar en það eru þær Aldís María Jóhannesdóttir, Rósa Dís Stefánsdóttir og loks Hallgerður Kristjánsdóttir. Feykir bað Jón Stefán Jónsson, annan þjálfara Tindastóls, að segja lesendum aðeins frá þeim þremur.
Meira

Íslenska gæðingakeppnin – þróunin áfram :: Kristinn Hugason skrifar

Kæru lesendur, nú verður haldið áfram þar sem frá var horfið varðandi tilurð og þróun íslensku gæðingakeppninnar. Eins og áður er fram komið er talið að fyrsta keppnin hafi farið fram árið 1944, þær hafi svo nokkuð fest í sessi. Á fyrsta landsmótinu 1950 fór gæðingakeppni fram, þar var byggt á gömlu aðferðinni við að dæma kynbótahross með dómnefndarfyrirkomulagi og ekki stuðst við eiginlegan dómkvarða en í kynbótadómunum á mótinu var tekinn upp glænýr tölulegur dómkvarði.
Meira