Fréttir

Stórhuga framtíðarsýn?

Það verður seint sagt að „endurbæturnar“ á Sundlaug Sauðárkróks, sem staðið hafa yfir um nokkur misseri, einkennist af stórhug eða framtíðarsýn. Endurbætt sundlaug Sauðárkróks eins og hún blasir við íbúum nú, er algerlega úrelt mannvirki, hvort sem litið er til þess út frá sjónarhóli sundíþróttarinnar eða óska almennings. Fjölskyldur með börn sækjast gjarnan eftir grunnum heitum barnalaugum og yfirsýn úr heita pottinum yfir í barnalaugina.
Meira

Endurskoðun á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Undirbúningur að endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar, búsetu- og byggðarþróun sveitarfélagsins er hafinn. Í tengslum við vinnu að skipulaginu er leitað er til sérfræðinga, hagaðila og almennings til að ræða áherslur og framtíðarsýn að því er segir í frétt á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Meira

Opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2020 en hann veitir styrki til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila allt um land. Einnig styrkir sjóðurinn aðgerðir sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru landsins svo og verkefni til undirbúnings- og hönnunarvinnu vegna styrkhæfra verkefna.
Meira

Blóðbankabíllinn á Blönduósi

Blóðbankabíllinn er nú á ferð á Norðurlandi og verður hann opinn fyrir blóðsöfnun á N1 planinu á Blönduósi í dag, miðvikudaginn 2. október frá klukkan 14-17. Blóðbankabíllinn er mikilvægur þáttur í starfsemi Blóðbankans en til þess að anna eftirspurn eftir blóði þarf u.þ.b. 2000 nýja blóðgjafa á hverju ári til viðbótar við þann hóp sem fyrir er.
Meira

Slagarasveitin gefur út sitt fyrsta lag

Næstkomandi laugardag ætlar hljómsveitin Slagarasveitin að spila nokkur lög á Veitingarstaðnum Sjávarborg á Hvammstanga og hefst viðburðurinn kl:20:30. Tilefnið er að hljómsveitin var að gefa út sitt fyrsta lag sem heitir Sæludalur en finna má lagið á Spotify ásamt myndbandi á Youtube.
Meira

Dalbæingar telja októbermánuð verða góðan

Í gær var haldinn fundur hjá spámönnum Veðurklúbbsins á Dalbæ á Dalvík og mættu þrettán veðurklúbbsmeðlimir en fundur hófst kl 14 og stóð yfir í hálfa klukkustund. Farið var yfir spágildi síðasta mánaðar og voru allir sáttir með hvernig spáin gekk eftir.
Meira

Texas á Hlíðarenda

Golfarar í Golfklúbbi Sauðárkróks ætla að enda vertíðina með golfmóti á Hlíðarendavelli sunnudaginn 6. október kl 13. Fyrirkomulagið er svokallaður Texas Scramble þar sem báðir leikmenn slá og velja svo betri boltann og slá honum báðir og svo koll af kolli.
Meira

REKO Norðurland með afhendingar í vikunni

Á fimmtudag og föstudag, 3. og 4. október, verða REKO afhendingar á Norðurlandi en þar er um að ræða milliliðalaus viðskipti við framleiðendur á svæðinu. REKO Norðurland var stofnað seint á síðasta ári og voru nokkara afhendingar í fyrravetur en nú er verið að taka upp þráðinn að nýju.
Meira

Ný stjórn VG í Skagafirði kjörin á aðalfundi

Aðalfundur VG í Skagafirði var haldinn í gær, þann 30. september. Á fundinum var farið yfir málefni héraðsins, bæði á vettvangi sveitarstjórna og á landsvísu og einnig var ný stjórn kjörin.
Meira

Árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands hafið

Í dag hefst árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, Bleika slaufan, undir slagorðinu „Þú ert ekki ein“. Í átakinu er lögð áhersla á mikilvægi stuðnings og vináttu þegar kona greinist með krabbamein, þegar tilveran breytist snögglega og við tekur tími sem getur reynst afar erfiður. Í tilkynningu frá félaginu segir að stuðningur fjölskyldu og vina skipti miklu máli í öllu ferlinu, allt frá greiningu, en einnig faglegur og félagslegur stuðningur sem Krabbameinsfélagið veitir án endurgjalds. Rannsóknir sýna að þeim vegnar betur sem fá stuðning í ferlinu. Bleika slaufan er með nokkuð breyttu sniði í ár og í fyrsta sinn er Bleika slaufan ekki næla heldur hálsmen.
Meira