Skín við sólu slær í gegn
feykir.is
Skagafjörður
25.03.2020
kl. 14.48
Það er ekki að spyrja að því þegar Ómar Bragi Stefánsson fær einhverja hugmynd – þær eiga það til að vinda duglega upp á sig. Ómar er til dæmis höfundur Króksblóts og Jólahlaðborðs Rotary, svo eitthvað sé nefnt, en nú um helgina stofnaði hann síðuna Skín við sólu á Facebook. Þar hvatti hann fólk til að ganga til liðs við sig og smella einhverju skemmtilegu á síðuna og þá ekki síst myndum eða myndböndum. Undirtektirnar létu ekki á sér standa og liggur við allir Skagfirðingar fyrr og síðar séu mættir til leiks með efni, sér og öðrum til ánægju á þessum sérkennilega tíma sem við lifum.
Meira