feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
25.09.2019
kl. 11.39
Átaksverkefninu Göngum í skólann, sem hófst 9. september, lauk sl. föstudag en markmið þess eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem er einn þeirra aðila sem að verkefninu stendur, segir að ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi sé að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta eða hjólabretti og ávinningurinn felist ekki aðeins í andlegri og líkamlegri vellíðan heldur sé þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.
Meira