Fréttir

Fíkniefnahlaupbangsar í umferð á Norðurlandi vestra

Lögreglunni Norðurlandi vestra hafa borist áreiðanlegar upplýsingar þess efnis að hlaupbangsar eða hlaupkubbar sem innihalda fíkniefni séu í umferð á svæðinu. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að um grafalvarlegt mál sé að ræða því eins og nýleg dæmi sanna er þarna um að ræða mjög hættuleg efni.
Meira

Visit Skagafjörður í snjalltækin

Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði gaf nýverið út smáforrit/app fyrir snjalltæki (síma og spjaldtölvu), Visit Skagafjörður, sem er hluti af sameiginlegu markaðsátaki með Sveitarfélaginu Skagafirði til að undirbúa sumarið 2020 sem verður frábrugðin undanförnum sumrum þar sem ljóst er að lítið verður um erlenda ferðamenn.
Meira

Hvar eru tækifærin fyrir Norðurland?

Nýverið kom út skýrsla sem unnin var af Rannsóknarmiðstöð ferðamála, í samstarfi við Háskólann á Hólum, fyrir Markaðsstofu Norðurlands um markaðssetningu áfangastaðarins Norðurland, en gerð skýrslunnar var m.a. styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands vestra sem eitt af átaksverkefnum 2018-2019. Með skýrslunni er áætlað að geta betur stigið næstu skref í markaðssetningu landshlutans i takt við áherslur áfangastaðaáætlunar og flokkun mögulegra gesta úr markaðsgreiningu Íslandsstofu.
Meira

Verkefnið Krakkar í norðri: Náttúran og vöktun dýra hlaut styrk úr Loftslagssjóði

Stjórn Loftslagssjóðs hefur lokið við fyrstu úthlutun úr sjóðnum. Alls bárust 203 gildar umsóknir og voru 32 þeirra styrktar, eða um 16%. Meðal þeirra sem hlutu styrk er verkefnið Krakkar í norðri: Náttúran og vöktun. Það eru Náttúrustofa Norðurlands vestra og Selasetur Íslands sem leiða verkefnið en það er unnið í samstarfi við Háskólann á Hólum og Hafrannsóknastofnun.
Meira

Risamánuður hjá Drangey SK2 sem landaði 1.263 tonnum í maí

Aflafréttir segja frá því að Drangey SK2 hafi átt gríðarlega góðan mánuð við veiðar í maí en togarinn var aflahæstur allra togara í mánuðinum og það með mjög miklum yfirburðum. Heildaraflinn hjá Drangey í maí var 1263 tonn í sjö löndunum.
Meira

Körfuboltaskóli Norðurlands lýkur vetrarstarfinu

Vetrarstarfi Körfuboltaskóla Norðurlands lauk í gær með síðustu æfingu körfuboltaiðkenda á Blönduósi með heimsókn á Krókinn. Hafa þau æft reglulega í vetur en krakkar á Skagaströnd, Hvammstanga og Hólmavík hafa einnig notið leiðsagnar reyndra leikmanna undir forystu Helga Freys Margeirssonar sem kom skólanum á laggirnar. Að sögn Helga var æfingin skemmtilegur lokapunktur á fyrsta heila körfuboltatímabilinu á Blönduósi.
Meira

VALDIS sendir frá sér sitt fyrsta lag

Það verður vart þverfótað fyrir ungum sem öldnum Skagfirðingum sem eru að senda frá sér tónlist þessa dagana. Nú nýverið sendi tónlistarkonan VALDIS frá sér sitt fyrsta lag Hold On To Our Love í samstarfi við upptakarann og lagahöfundinn Anton Ísak Óskarsson sem einnig er þekktur sem Future Lion. Lagið má finna á Spotify.
Meira

Þjófar á ferð á Norðurlandi vestra

Síðastliðna nótt var brotist inn á þremur stöðum á Blönduósi og verðmætum stolið. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra kemur fram að einn aðili hafi verið handtekinn í tengslum við málið og er sá nú í haldi lögreglu. Málið var unnið í góðri samvinnu við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Lögregluna á Norðurlandi eystra.
Meira

Stórleikur framundan hjá Stólastúlkum gegn liði Þórs/KA

Kvennalið Tindastóls er komið á fullt í undirbúningi fyrir keppni í 1. deild kvenna sem ber nú nafnið Lengjudeildin. Stelpurnar léku annan æfingaleik sinn á skömmum tíma í gær og var andstæðingurinn lið Hamranna sem leikur í 2. deildinni í sumar. Annað kvöld, fimmtudaginn 4. júní kl. 19:00, verður síðan fjör á gervigrasinu á Króknum þegar stelpurnar fá Pepsi Max-deldar lið Þórs/KA í heimsókn.
Meira

Íbúðarmat fasteigna hækkar mest í Akrahreppi

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 2,1% frá yfirstandandi ári og verður 9.429 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár Íslands fyrir árið 2021. Þetta mun vera umtalsvert minni hækkun en tilkynnt var um fyrir ári síðan þegar fasteignamat hækkaði um 6,1% á landinu öllu. Af einstaka bæjarfélögum hækkar heildarfasteignamat mest á Ísafirði eða um 11,2%, um 8,8% í Akrahreppi og 8,5% í Tálknafjarðarhreppi og á Blönduósi.
Meira