Fréttir

Gleðilega hvítasunnu

Hvítasunnudagur (áður fyrr stundum nefndur hvítdrottinsdagur, píkisdagur eða pikkisdagur) er hátíð í kirkjuári kristinnar kirkju. Hann er 49. dagurinn eftir páskadag og tíundi dagurinn eftir uppstigningardag. Á WikiPedia stendur að forngrískt heiti hans sé πεντηκοστή [ἡμέρα] (pentekostē [hēmera]) sem merkir fimmtugasti (dagur). Dagsins er minnst sem þess dags þegar heilagur andi kom yfir lærisveinana og aðra fylgjendur Jesú eins og lýst er í Postulasögunni.
Meira

Sumaræfingar í körfubolta

Þá er sumarið loksins smollið á að einhverju viti og þá þarf meðal annars að hafa ofan af fyrir börnum og unglingum. Körfuknattleiksdeild Tindastóls stendur fyrir sumaræfingum í körfubolta á fjögurra vikna tímabili, frá 15. júní til 9. júlí, en það er Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, sem er umsjónarmaður námskeiðanna.
Meira

KK restaurant hlaut Icelandic Lamb Award of Excellence viðurkenningu

Veitingastaðurinn KK restaurant (Kaffi Krókur) á Sauðárkróki fékk Icelandic Lamb Award of Excellence viðurkenningu sl. fimmtudag við hátíðlega athöfn, en það er markaðsstofan Icelandic Lamb sem Dómnefnd þótti það ánægjulegt að heiðra þetta metnaðarfulla veitingahús í miðju héraði lambakjötsframleiðslu á Íslandi og var því sérstaklega fagnað að hráefnin séu sótt heim í hérað og notkun upprunamerkinga á matseðli metnaðarfull.
Meira

Stórsigur á Stjörnunni í fyrsta æfingaleik

Fótboltaþyrstir fá nú loks svalað þorsta sínum eftir samkomubann og tilheyrandi kórónuveiruklásúlur. Í gærkvöldi spilaði kvennalið Tindastóls fyrsta æfingaleik sumarsins og fór hann fram í Garðabæ þar sem gestgjafarnir voru Stjörnustúlkur. Þær reyndust ansi gestrisnar því lið Tindastóls gerði sex mörk en lið Stjörnunnar ekkert.
Meira

Sá er fuglinn verstur er í sjálfs sín hreiður skítur - Áskorandapistill Birta Þórhallsdóttir Húnaþingi vestra

Við öll sem sinnum listsköpun þekkjum það að vera andlaus, þegar sköpunarkrafturinn kraumar innra með okkur en kemst einhverra hluta vegna ekki upp á yfirborðið. Í ritlist er þetta oft einnig nefnt ritstífla. Margt getur haft áhrif en yfirleitt er ástæðan sú að maður er að vinna fullan vinnudag og sinnir listsköpun í hjáverkum og er þar af leiðandi oft nokkuð þreyttur þegar maður sest við vinnuborðið í lok dags.
Meira

„Þegar vel er gert er gott að fá klapp á bakið“

Sýningin 1238 : Baráttan um Ísland, sem er til húsa í Aðalgötunni á Sauðárkróki, hlaut í gær gullverðlaun FÍT (Félags íslenskra teiknara) í flokknum gagnvirk miðlun. Í umsögn dómnefndar segir um sýninguna: „Leikjavæðir söguna og nýtir til þess vel nýja og fjölbreytta tækni, góð lýsing á viðfangsefninu og áhugaverð miðlun á upplýsingum. Góð framsetning og fallega uppsett.“ Hönnuðir sýningarinnar eru Högni Valur Högnason, Júlíus Valdimarsson, Kría Benediktsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir og H:N Markaðssamskipti.
Meira

Ný röðunarvél komin í gagnið í Nýprenti

Einhverjir hafa sennilega orðið varir við að Sjónhorn og Feykir fóru að berast óheftuð til lesenda frá því síðla vetrar. Ekki kom það til af góðu og ekki heldur voru þetta sparnaðarráðstafanir – röðunarvélin gamla gaf einfaldlega upp öndina eftir 20 ár í bransanum og ný röðunarvél er ekki eitthvað sem hægt er að kaupa í næstu búð. Sú nýja kom til landsins nú í byrjun mánaðarins og er komin í gagnið í Nýprenti.
Meira

Háholt hýsir sumarbúðir í sumar

Háholt í Skagafirði fyllist af lífi á ný eftir að hafa staðið tómt í nokkur misseri eftir að starfsemi sem þar var unnið með Barnastofu lagðist af. Áætlað er að í sumar verði reknar sumarbúðir fyrir ungmenni með ADHD og eða einhverfu. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, undirrituðu samstarfssamning í Háholti sl. miðvikudag en Vilmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, átti ekki heimangengt og ritar nafn sitt síðar undir plaggið.
Meira

Grunnskóli Húnaþings vestra sigursæll í Skólahreysti

Keppni í Skólahreysti hófst á ný í gær þegar lið í tveimur riðlum háðu keppni í Laugardaldhöllinni. Keppnin er með nokkuð breyttu sniði í ár vegna áhrifa af COVID-19 en aðeins hafði tekist að ljúka keppni í tveimur riðlum, Norðurlandsriðli og Akureyrarriðli, áður en samkomubann skall á. Þeim skólum sem eftir áttu að keppa var raðað í fjóra riðla og munu síðari tveir riðlarnir keppa í dag.
Meira

Rekstrartekjur Vilko hækka um 23% milli ára

Aðalfundur Vilko var haldinn föstudaginn 15. maí síðastliðinn. Í frétt á huni.is segir að fram komi í tilkynningu frá félaginu að rekstrartekjur hafi numið 266 milljónum króna árið 2019 og hafi hækkað um 23% milli ára. Rekstargjöld fyrir fjármagnsliði námu 259 milljónum og jukust um 14% milli ára. Minniháttar tap var á rekstri félagsins eða rúmar tvær milljónir króna. Alls greiddi Vilko 90 milljónir í laun og launatengd gjöld á árinu en að jafnaði starfa þar 12-15 starfsmenn.
Meira