Fréttir

Arfur Miklabæjar-Solveigar - Pistill Byggðasafns Skagfirðinga

Á dögunum bárust Byggðasafni Skagfirðinga merkisgripir. Um er að ræða skartgripi, tvær litlar kúpur og pinna sem fylgir þeim. Skartgripir þessir eru í sjálfu sér tiltölulega einfaldir og látlausir, en það sem gerir þá sérstaka er saga þeirra, sem er samofin einni þekktustu þjóðsögu Skagfirðinga, nefnilega sögunni af Miklabæjar-Solveigu.[1]
Meira

Einar Eylert Gíslason - Minningarorð

Nú hefur riðið Gjallarbrú eftirminnilegur garpur sem er Einar Eylert Gíslason á Syðra-Skörðugili, fyrrum bóndi þar og ráðunautur. Einar fæddist á Akranesi 5. apríl 1933, hann lauk búfræðiprófi á Hvanneyri 1951 og stundaði verklegt búfræðinám og vinnu á búgörðum í Danmörku og Svíþjóð árin 1951 til ´53 og lauk búfræðikandídatsprófi frá Hvanneyri 1955. Ekki verður ævi- né starfsferli Einars gerð tæmandi skil hér en á árunum 1960 til 1974 var Einar ráðsmaður á Hesti, í því fólst bústjórn og dagleg yfirstjórn þeirra viðamikilu tilrauna sem þar fóru fram í sauðfjárrækt.
Meira

Sumarið er tíminn – Áskorendapenninn, Sigrún Eva Helgadóttir Reynistað

Nú er farið að líða á sumarið og sumarfríin hægt og rólega að klárast hjá fólki. Lífið fer að komast í fastar skorður aftur eftir leikskólafrí og betri helmingurinn mættur til vinnu aftur. En það var nú nóg um að vera á meðan fríinu stóð. Það ber fyrst að nefna óteljandi sundferðir í Varmahlíð, sem er í sérstöku uppáhaldi hjá börnunum. Útilegur og sumarbústaðaferðir komu þar á eftir, margir sunnudagsbíltúrar og svo bara endalaust brall heima við.
Meira

Frábær sigur á Skagastúlkum dugði ekki fyrir sæti í Pepsi Max-deildinni

Stærsti leikurinn í sögu fótboltans á Króknum fór fram í kvöld en þá spiluðu Stólastúlkur síðasta leik sumarsins í Inkasso-deildinni og voru enn í möguleika með að komast upp í efstu deild. Þrátt fyrir dramatískan sigur á liði ÍA komst liðið þó ekki upp í deild hinna bestu því FH vann nauman 1-0 sigur á liði Aftureldingar og tryggðu sér því annað sætið í Inkasso. Lokatölurnar á Króknum voru hins vegar 4-1 og Murielle Tiernan tryggði sér markakóngstitilinn með því að skora tvö markanna.
Meira

Garnaveiki í Fljótum

Garnaveiki hefur verið staðfest á bænum Brúnastöðum í Fljótum en garnaveiki hefur ekki greinst í Tröllaskagahólfi frá árinu 2008. Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur í jórturdýrum, en með bólusetningu er hægt að verja sauðfé fyrir sjúkdómnum og halda smitálagi í lágmarki. Á bæjum sem garnaveiki greinist á gilda ýmsar takmarkanir sem lúta að því að hindra smitdreifingu.
Meira

Dýrmæt viðskipti fyrir Skagafjörð

Það er ástæða til þess að óska FISK Seafood og Kaupfélagi Skagfirðinga til hamingju með ávinning af nýlegri sölu sinni á hlutabréfum í Brimi. Aðallega er þó ástæða til þess að fagna því hvað þessi viðskipti færa mikil verðmæti aftur heim í hérað.
Meira

Handverk, hönnun og gott í gogginn í Hlíðarbæ

Nú um helgina verður efnt til veglegrar handverks- og hönnunar- og matarveislu í Hlíðarbæ, rétt norðan við Akureyri. Þar munu handverksfólk og hönnuðir kynna vöru sína og vefverslanir og bændur bjóða vöru til sölu BEINT FRÁ BÝLI. Einnig verður kór Möðruvallaklausturskirkju með veglegan kökubasar
Meira

Laxveiði lýkur senn

Nú fer veiði senn að ljúka í laxveiðiám landsins og nú þegar hafa nokkrar ár skilað inn lokatölum. Sem fyrr er veiðin mun tregari í sumar en undanfarið í flestum húnvetnsku ánum en þó hafa Laxá á Ásum og Hrútafjarðará/Síká skilað fleiri löxum nú en allt sumarið í fyrra.
Meira

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra fagnar 40 ára afmæli sínu

Á morgun, laugardaginn 21. september, mun Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra halda upp á 40 ára afmæli skólans. Af því tilefni eru allir velunnarar skólans boðnir velkomnir til afmælisdagskrár sem hefst á sal Bóknámshúss skólans kl. 13:00. Að lokinni dagskrá verður boðið upp á opið hús í öllu húsnæði skólans kl. 14:00-15:30.
Meira

Vatnsdalsvegi lokað vegna vatnavaxta

Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar kemur fram að Vatns­dals­vegi hef­ur verið lokað við bæ­inn Hjalla­land vegna vatna­vaxta. Á vefnum kemur fram að skemmd­ir vegna vatna­vaxta séu all­víða, ekki síst á Vest­fjörðum og Vest­ur­landi.
Meira