Fréttir

Á ég að gæta hans? Menningararfurinn á breytingatímum

Laugardaginn 7. september næstkomandi verður haldið málþing í Kakalaskála, sem ber yfirskriftina „Á ég að gæta hans? Menningararfurinn á breytingatímum“. Dagskráin er fjölbreytt og verður menningararfurinn á umbrotatímum helsta umfjöllunarefnið.
Meira

Vígsluafmæli sundlaugarinnar í Varmahlíð

Haldið verður upp á 80 ára vígsluafmæli sundlaugarinnar í Varmahlíð nk. fimmtudag, þann 29. ágúst. Afmælishátíðin hefst klukkan 14:00 með skrúðgöngu frá Varmahlíðarskóla en að henni lokinni tekur við dagskrá með ræðuhöldum, dansi og söng og einnig verður boðið upp á kaffiveitingar.
Meira

Orgeltónleikar í Blönduósskirkju

Annað kvöld, miðvikudagskvöldið 28. ágúst klukkan 20:00 verða haldnir orgeltónleikar í Blönduósskirkju. Þar leikur Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti í Akureyrarkirkju, á orgel kirkjunnar og bera tónleikarnir heitið Íslensku konurnar og orgelið.
Meira

Opið hús í Nes listamiðstöð

Á morgun, miðvikudaginn 28. ágúst verður opið hús í Nes listamiðstöð á Skagaströnd þar sem listamenn mánaðarins munu sýna vinnu sína.
Meira

Styrkir úr Húnasjóði afhentir

Nýverið fór fram afhending styrkja úr Húnasjóði á kaffihúsinu Hlöðunni á Hvammstanga. Fimm fengu styrk úr sjóðnum að þessu sinni en sjóðurinn hefur þann tilgang að stuðla að endurmenntun og fagmenntun í Húnaþingi vestra og er veittur til háskólanema og þeirra sem stunda fagnám til starfsréttinda og eru ekki á samningi við vinnuveitanda í starfsgrein sinni. Það var Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti sveitarstjórnar Húnaþings vestra afhenti styrkina.
Meira

Stofnun Félags smáframleiðenda matvæla í burðarliðnum

Stofnfundur Félags smáframleiðenda matvæla verður haldinn þann 3. september nk. frá kl. 13-15 í fundarsal í húsakynnum Samtaka iðnaðarins, Borgartúni 35, 104 Reykjavík.
Meira

Samningur um afhendingu götulýsingarkerfis til eignar í Blönduósbæ

Undirritaður hefur verið samningur um að frá og með 1. september 2019 muni Blönduósbær taka yfir götulýsingarkerfi sveitarfélagsins, og allt sem því tilheyrir. RARIK hefur í áratugi sett upp og rekið götulýsingarkerfi vítt og breitt um landið. Ákveðin kaflaskil urðu þegar raforkulög nr. 65 frá árinu 2003 tóku gildi. Samkvæmt þeim fellur götulýsing ekki undir einkaleyfisstarfsemi dreifiveitufyrirtækja.
Meira

Opið hús á Tyrfingsstöðum

Á umliðnum árum hefur verið unnið markvisst að viðgerð og endurbyggingu torfhúsanna á Tyrfingsstöðum á Kjálka í Skagafirði með námskeiðahaldi og kennslu í fornu handverki. Húsin eru öll byggð úr timbri, torfi og grjóti að aldagamalli íslenskri hefð.
Meira

Skagfirðingar fyrirferðamiklir á Stórmóti Hrings

Stórmót Hrings fór fram um helgina á Hringholtsvelli á Dalvík og segir á Eiðfaxa.is að þátttaka hafi verið góð í mótinu eins og á flestum mótum norðan heiða í sumar. Margir knapar náðu góðum árangri, ekki síst af Norðurlandi vestra, en keppt var bæði í fullorðins- og yngri flokkum.
Meira

Sérstök lán til nýbygginga á landsbyggðinni

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, undirritaði í morgun breytingar á reglugerð sem gerir það að verkum að sveitarfélög, einstaklingar og óhagnaðardrifin félög á landsbyggðinni muni fljótlega geta tekið lán hjá Íbúðalánasjóði til húsnæðisuppbyggingar á stöðum þar sem önnur fjármögnun er ekki í boði. Undirritunin fór fram á Drangsnesi í Steingrímsfirði en Vestfirðir eru einmitt dæmi um landsvæði þar sem markaðsbrestur veldur því að ekki er byggt íbúðarhúsnæði þrátt fyrir mikla eftirspurn.
Meira