Hugmyndir óskast - Aðkoma íbúa í málefnum landshlutans mikilvæg – Stórfundur í Menningarhúsinu Miðgarði, þriðjudaginn 3. september kl. 13-17.
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
26.08.2019
kl. 15.41
Undanfarið hefur staðið yfir vinna við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands vestra. Sóknaráætlun hvað? Hvað er það? Er það nema von þú spyrjir…Þegar talað er um sóknaráætlun þá er í raun og veru verið að tala um framtíðarsýn. Í sóknaráætluninni erum við því að setja niður á blað í hvaða átt við viljum sjá landshlutann okkar þróast á komandi árum.
Meira