Fréttir

Hugmyndir óskast - Aðkoma íbúa í málefnum landshlutans mikilvæg – Stórfundur í Menningarhúsinu Miðgarði, þriðjudaginn 3. september kl. 13-17.

Undanfarið hefur staðið yfir vinna við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands vestra. Sóknaráætlun hvað? Hvað er það? Er það nema von þú spyrjir…Þegar talað er um sóknaráætlun þá er í raun og veru verið að tala um framtíðarsýn. Í sóknaráætluninni erum við því að setja niður á blað í hvaða átt við viljum sjá landshlutann okkar þróast á komandi árum.
Meira

Styrkjamöguleikar Evrópuáætlana

RANNÍS stendur í þessari viku fyrir kynningarfundum á Norðurlandi um tækifæri á sviði mennta- og menningarmála. Fundirnir verða haldnir í Eyvindarstofu á Blönduósi miðvikudaginn 28. ágúst kl. 12:00-13:30, í Ráðhúsinu á Siglufirði fimmtudaginn 29. ágúst kl. 10:00-11:30 og í Verksmiðjunni, sal Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Glerárgötu 34 á Akureyri fimmtudaginn 29. ágúst kl. 15:00-16:30.
Meira

Tónlistin, hestamennskan og bæjarhátíðir – Áskorendapenninn Skarphéðinn Einarsson

Á mig skoraði Benedikt Blöndal Lárusson vinur minn og samstarfsmaður til margra ára, og fyrsta hugsunin var sú, hvurn andsk... á ég að skrifa um. Það sem mér stendur næst er tónlist þar sem ég hef starfað við tónlist og tónlistarkennslu síðan 1970 og nú sagt upp föstu starfi við Tónlistarskóla A-Hún enda kominn á þann aldur og mál er að hætta.
Meira

Leikfélagið setur upp Línu langsokk

Fyrsti fundur Leikfélags Sauðárkróks fyrir verkefni haustsins verður haldinn í Leikborg, Borgarflöt 19 D, í kvöld kl. 20. Stefnt er að því að setja upp leikritið um hina uppátækjasömu stelpu, Línu langsokk á Sjónarhóli. Félagið hvetur alla þá sem áhuga hafa að starfa við sýninguna að mæta en ýmis verkefni, innan sviðs sem utan, þarf að sinna við uppfærslu sem þessa.
Meira

Fræðsludagur skólanna í Skagafirði

Árlegur fræðsludagur skólanna í Skagafirði var haldinn í Miðgarði þann 15. ágúst og er þetta tíunda árið sem hann er haldinn við upphaf skólaárs. Þar voru saman komnir starfsmenn leik-, grunn- og tónlistarskóla í Skagafirði auk starfsfólks FNV sem nú var með í fyrsta sinn. Feykir hafði samband við Selmu Barðdal, fræðslustjóra, og spurði hana nokkurra spurninga varðandi daginn og komandi skólaár.
Meira

Stólastúlkur sóttu sigur í Grindavík

Fimmtánda umferðin í Inkasso-deild kvenna kláraðist í dag þegar lið Grindavíkur og Tindastóls mættust á Mustad-vellinum í Grindavík. Lið Tindastóls er að berjast um þriðja sætið í deildinni við lið Hauka í Hafnarfirði og mega ekki misstiga sig í þeirri baráttu þó þriðja sætið gefi lítið annað en stolt og vitni um frábært sumar Stólastúlkna. Niðurstaðan í Grindavík var 0-3 sigur og skutust stelpurnra því upp fyrir Hauka á ný og sitja í þriðja sætinu þegar þrjár umferðir eru eftir.
Meira

Sigur fyrir sögubækurnar

Það var allt undir hjá Húnvetningum í dag þegar Kormákur/Hvöt heimsótti lið Úlfanna á Framvöllinn í Reykjavík í lokaumferð 4. deildar.. Eftir sigur Hvítu riddaranna á liði Snæfells sl. fimmtudag var ljóst að ekkert annað en sigur dugði liði K/H í dag til að koma liðinu í úrslitakeppni um sæti í 3. deild að ári. Leikurinn í dag var hreint ótrúlegur en þegar í óefni var komið stigu leikmenn Kormáks/Hvatar upp og börðust til frábærs sigurs. Lokatölur 4-5 og sæti í úrslitakeppninni tryggt í fyrsta sinn í sögu sameinaðs liðs Húnvetninga.
Meira

Aðgerðaráætlun heilbrigðisstefnu

Á vordögum var samþykkt heilbrigðisstefna til ársins 2030 sem heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir lagði fram út frá samþykktri þingsályktunartillögu Framsóknarflokksins frá 2017 um nauðsyn þess að leggja fram slíka stefnu. Hafði ég framsögu með málinu í velferðarnefnd þingsins.
Meira

Humarskelbrot og kjúklingabringa í soja með brokkolí, hvítlauk, hrísgrjónanúðlum og eggjum

Guðmundur Björn Eyþórsson var matgæðingur vikunnar í 32. tbl. Feykis 2017. Hann segist vera Kópavogsbúi og Hólamaður sem kom í Fjörðinn frá Kóngsins Kaupinháfn fljótlega eftir hrun og settist að heima á Hólum en það er „nafli alheimsins eins og allir á Sauðárkróki vita og þeir sem hafa búið hér,“ segir Guðmundur. Á Hólum starfar hann við háskólann sem fjármála- og starfsmannastjóri auk þess sem hann á sér gæluverkefnið Bjórsetur Íslands ásamt tveimur félögum sínum.
Meira

Vann alla titla sem í boði voru - Íþróttagarpurinn Dagbjört Dögg Karlsdóttir Hrútafirði

Húnvetningurinn Dagbjört Dögg Karlsdóttir hefur gert það gott í Domino's-deild kvenna í körfunni undanfarin ár með liði sínu, Val á Hlíðarenda, og var hún m.a. valin besti ungi leikmaður Domino's-deildar kvenna 2017-2018. Hjá Val er hún einn af burðarásum liðsins, sem hirti alla titla sem í boði voru á síðasta tímabili, deildar-, bikar- og Íslandsmeistarar. Einnig hefur hún verið í yngri landsliðshópum og nú í A-landsliðinu. Dagbjört Dögg er fædd árið 1999, uppalinn á Reykjaskóla í Hrútafirði en flutti í Kópavoginn þar sem hún stundar háskólanám meðfram körfuboltanum. Dagbjört er íþróttagarpur Feykis að þessu sinni.
Meira