Hestar

Líney María Hjálmarsdóttir varð Fákameistari

Fákaflug, opið gæðingamót hestamannfélagsins Skagfirðings, var haldið á Sauðárkróki um helgina samhliða Sveitasælu. Riðin var sérstök forkeppni í A-flokki, B-flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki. Einnig var boðið upp á C1, tölt,100m skeið og pollaflokk. Ný verðlaun voru veitt á mótinu, Hnokkabikarinn, og fylgdi nafnbótin Fákameistari þeim sem þau hlaut.
Meira

Grill og aðalfundur Flugu í dag

Stjórn Flugu hf. hefur boðað til aðalfundar í dag í anddyri Reiðhallarinnar Svaðastaða kl. 20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og eru hluthafar og aðrir sem áhuga hafa á málefnum Reiðhallarinnar hvattir til að mæta. Einnig er boðið í grill klukkan sex.
Meira

Sina Scholz fór úr því að vera varamaður Skagfirðings í 6. sæti A-úrslita LM hestamanna

Landsmóti hestamanna lauk í gær með úrslitakeppni í hinum ýmsu greinum. Verðlaunabikar í A-flokkur gæðinga verður áfram í stofunni hjá Eyrúnu Ýr Pálsdóttur frá Flugumýri í Skagafirði, sem hampaði honum eftir síðasta Landsmót, en sambýlismaður hennar, Teitur Árnason, gerði sér lítið fyrir og sigraði nokkuð örugglega á hestinum Hafsteini frá Vakurstöðum, sem keppir fyrir hönd hestamannafélagsins Fáks. Eyrún landaði 7. sætinu á Sjóði frá Kirkjubæ.
Meira

Undirrituðu samkomulag um rannsókn á Landsmóti hestamanna

Þann 2. júlí sl. undirrituðu fulltrúar Landsmóts hestamanna, Háskólans á Hólum og Rannsóknamiðstöðvar ferðamála samkomulag um rannsókn á Landsmóti 2018 sem heildstæðum viðburði. Frá þessu er sagt á vef Háskólans á Hólum.
Meira

Sýning Söguseturs íslenska hestsins á landsmóti hestamanna í Víðidal í Reykjavík 2018.

Í ár fögnum við Íslendingar 100 ára afmæli fullveldisins en það fengum við með formlegum hætti frá Dönum 1. desember 1918. Ýmislegt hefur verið gert til að minnast þessa áfanga og sérstök afmælisnefnd er að störfum, sjá nánar: https://www.fullveldi1918.is/ Afmælisnefnd fullveldisins auglýsti eftir verkefnum af þessu tilefni og urðu 100 verkefni fyrir valinu; þannig séð eitt fyrir hvert ár fullveldisaldarinnar og hlutu þau styrk úr framkvæmdasjóði fullveldisafmælisins. Sögusetur íslenska hestsins var einn þeirra aðila er styrk fékk. Inntakið í verkefni SÍH, er að setja upp sýningu um íslenska hestinn og stöðu hestamennsku og hrossaræktar um fullveldið og framfarasóknina á fullveldistímanum. Sýningin yrði sett upp á landsmóti hestamanna í Víðidal í Reykjavík, 1. til 8. júlí 2018 og myndi þar kristallast hvernig frjáls og fullvalda þjóð hefur tryggt vöxt og viðgang síns þjóðarhests og komið honum á framfæri við heimsbyggðina og skapað honum, í samstarfi við aðrar þjóðir, þar sem áhugi hefur verið til staðar, viðgang og virðingu. Að loknu landsmótinu yrði sýningin sett varanlega upp í Skagafirði og gerð aðgengileg á heimasíðu SÍH: www.sogusetur.is
Meira

Nýr valkostur í hestaflutningum

Nýstofnað fyrirtæki, Sleipnir hestaflutningar ehf., hefur hafið starfsemi í Skagafirði. Fyrirtækið býður upp á flutning um allt land og er á hersla lögð á velferð og öryggi hesta í flutningi en allir hestar eru fluttir í einstaklingsrýmum. Milliverk eru lokuð niður í gólf og hægt er að opna milli hólfa svo folaldshryssur hafi tveggja hesta pláss. Myndavélakerfi er í vagninum svo stöðugt eftirlit er með hrossunum meðan á flutningi stendur.
Meira

Útséð með hvaða hestar fara á Landsmót hestamanna fyrir Skagfirðing

Úrtaka fyrir Landsmót og félagsmót Skagfirðings fór fram um helgina á félagssvæði Skagfirðings á Sauðárkróki. Margir góðir hestar og knapar sýndu hvað í þeim bjó og uppskáru vel eftir þjálfun vetrarins. Eftirtaldir hestar hafa unnið sér þátttökurétt á Landsmót hestamanna sem fram fer í Reykjavík dagana 1. - 8. júlí.
Meira

Stórmót húnvetnskra hestamanna á laugardaginn

Laugardaginn 16. júní verður stórmót húnvetnskra hestamanna haldið á Blönduósi. Mótið er sameiginlegt gæðingamót hestamannafélaganna Neista, Þyts og Snarfara og úrtökumót fyrir Landsmótið 2018.
Meira

Tóti með hæst dæmda hest í heimi í annað sinn

Þórarinn Eymundsson og gæðingurinn Þráinn frá Flagbjarnarholti áttu sannkallaða stjörnusýningu á Hólum í Hjaltadal í gær en þar fer fram vorsýning kynbótahrossa sem lýkur á morgun 8. júní. Þráinn hlaut 8,70 fyrir sköpulag, 9,11 fyrir kosti og 8,95 í aðaleinkunn sem gerir hann að hæst dæmda hesti í heiminum. Sló hann þar með heimsmet Þórálfs frá Prestsbæ sem hlaut 8,94 í aðaleinkunn í fyrra.
Meira

Firmakeppni Skagfirðings á sumardaginn fyrsta

Firmakeppni hestamannafélagsins Skagfirðings verður haldin á morgun, sumardaginn fyrsta, á félagssvæði við Tjarnarbæ. Fyrir utan það að geta fylgst með flottum gæðingum á brautinni verður myndarlegt kaffihlaðborð í Tjarnarbæ að lokinni keppni. Skráning á staðnum frá klukkan 12 – 12:45 og keppni hefst klukkan 13.
Meira