Hestar

Helga Una tilnefnd sem skeiðknapi ársins

Helga Una Björnsdóttir á Syðri-Reykjum í Húnaþingi vestra hefur hlotið tilnefningu sem skeiðknapi ársins, en sá titill er meðal þeirra sem veitt verða verðlaun fyrir á Uppskeruhátíð hestamanna í Gullhömrum í Reykjavík þann 5. nóvember næstkomandi.
Meira

Ásdís Ósk og Eyrún Ýr tilnefndar til knapaverðlauna

Skagfirðingarnir Ásdís Ósk Elvarsdóttir á Syðra-Skörðugili og Eyrún Ýr Pálsdóttir á Flugumýri hafa verið tilnefndar fyrir knapaverðlauna sem afhent verða á Uppskeruhátíð hestamanna í Gullhömrum í Reykjavík þann 5. nóvember næstkomandi.
Meira

Þrjú skagfirsk ræktunarbú tilnefnd til heiðursviðurkenningar

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau bú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 71 bús sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu og í ljósi afar magnaðs árangurs hjá mörgum búum var ákveðið að tilnefna 16 bú í ár. Þrjú búanna eru úr Skagafirði.
Meira

Hestamenn í Vestur-Húnavatnssýslu skemmta sér um helgina

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka Vestur-Húnavatnssýslu og Hestamannafélagsins Þyts verður haldin nk. laugardagskvöld í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Matur, gleði og gaman, segir á vefsíðu Þyts og það verður Þórhallur Sverris og Sigrúnarson sér um matinn.
Meira

Skagfirðingur frestar uppskeruhátíð

Vegna dræmrar þátttöku hestamanna í Skagafirði á uppskeruhátíð Skagfirðings sem vera átti um næstu helgi verður henni frestað um óákveðinn tíma.
Meira

Knapar ársins hjá Skagfirðingi tilnefndir

Búið er að upplýsa hverjir eru tilnefndir sem knapar ársins hjá Hestamannfélaginu Skagfirðing sem heldur sína fyrstu uppskeruhátíð nk. laugardag. Um er að ræða íþróttaknapa ársins, gæðingaknapa Skagfirðings, knapa ársins hjá ungmennum og knapa ársins í Skagfirðingi.
Meira

Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum á Hólum í sumar

Hestamannafélagið Skagfirðingur mun sjá um Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum á Hólum og Íslandsmót fullorðna verður haldið á Helllu af hestamannafélaginu Geysi.
Meira

Kunningi frá Varmalæk á leið til Þýskalands

Stóðhesturinn Kunningi frá Varmalæk mun eignast nýtt heimili á Lótushofi hjá Steffi Plattner í Þýskalandi en þangað hefur hann verið seldur. Kunningi sem er undan Tind og Kilju frá Varmalæk hefur gert garðinn frægan á keppnisvöllum landsins ásamt knapa sínum Líneyju Maríu Hjálmarsdóttur.
Meira

Uppskeruhátíð hjá hestamönnum í Skagafirði

Hestamannfélagið Skagfirðingur hyggur á fyrstu uppskeruhátíð sameinaðs félags laugardaginn 22. október nk. Veitt verða verðlaun fyrir íþróttaknapa ársins, gæðingaknapa Skagfirðings, knapa ársins hjá ungmennum og knapa ársins í Skagfirðingi.
Meira

Hestar, handverk og hamingja

Það verður margt um að vera í kringum stóðsmölun í Laxárdal í Húnavatnshreppi helgina 16.-18. september. Dagskráin stendur alla helgina og teygir sig m.a. í Laxárdal, Skrapatungurétt og á Blönduós, og ber yfirskriftina Hestar, handverk og hamingja.
Meira