Hestar

Eyrún Ýr fyrsta konan sem sigrar A-flokk á Landsmóti

Það er ekki hægt að segja að veðrið hafi leikið við landsmótsgesti í gær en stemningin var þrusugóð og boðið uppá hörkuspennandi keppni. Hrannar frá Flugumýri II sigraði A-flokk gæðinga á Landsmóti á Hólum, setinn af Eyrúnu Ýr Pálsdóttur og kepptu þau fyrir Skagfirðing.
Meira

Nagli og Sigurbjörn upp í A-úrslit

Nagli frá Flagbjarnarholti, setinn af Sigurbirni Bárðarsyni, sigraði í B-úrslitum í A-flokki gæðinga á LM2016 á Hólum. Hann hlaut einkunnina 8,77 og tekur því þátt í A-úrslitum á morgun.
Meira

Árni og Stormur sigra í tölti annað árið í röð

Árni Björn á Stormi frá Herríðarhóli sigrarði Landsmótstöltið á LM2016 á Hólum í kvöld. Sigur þeirra var nokkuð öruggur og hlutu þeir 9,22 í aðaleinkunn. Annar varð Jakob Svavar á Gloríu með 8,89 og þriðji Bergur á Kötlu með 8,78.
Meira

Heimsmet sett í 250 metra skeiði

Á vef Landsmóts hestamanna segir að Bjarni Bjarnason hafi sett nýtt heimsmet í 250m skeiði LM 2016 á Hólum. Hann fór sprettinn á 21,41 sekúndum á Heru frá Þóroddsstöðum, en fyrra heimsmet var 21,49 sekúndur.
Meira

Yfirlitssýningum stóðhesta lauk í dag

Talsverðar breytingar urðu á dómum efstu stóðhesta á LM2016 á yfirliti sem lauk á Hólum í dag. Í flokki 7 vetra og eldri hækkaði Ölnir frá Akranesi, sýndur af Daníel Jónssyni, fyrir tölt og fet um hálfan og náði þar með efsta sætinu. Í öðru sæti með 8,79 í aðaleinkunn var Kolskeggur frá Kjarnholtum, sýnandi Gísli Gíslason og í þriðja sæti Jarl frá Árbæjarhjáleigu II með 8,76, sýnandi Árni Björn Pálsson.
Meira

Sýning um Austan Vatna hrossin og sveitina þeirra

Anna Þóra Jónsdóttir frá Vatnsleysu í Viðvíkursveit hefur sett upp skemmtilega sögusýningu um hrossarækt í Viðvíkursveit. Sýningin er til húsa í Grunnskólanum á Hólum og inniheldur söguspjöld og fjölda ljósmynda af fólki og hestum á svæðinu. Feykir leit við á sýningunni í vikunni og spjallaði við Önnu Þóru um þetta framtak.
Meira

Niðurstöður úr B-úrslitum í B-flokki

Ævar Örn Guðjónsson og Vökull frá Efri-Brú mæta í A úrslit í B flokki en þeir sigruðu b úrslitin. Það leit allt út fyrir að Sigurður Sigurðarson og Blæja frá Lýtingsstöðum væru að leið í A úrslitin en þeim var vísað úr keppni eftir að kom í ljós að hún hafði hlotið áverka á fæti.
Meira

Árni og Korka fljótust í 150 metra skeiði

Meira

Landsmót hestamanna sett á Hólum

Landsmót hestamanna var sett á Hólum í gærkvöldi og var gerður góður rómur að þó aðeins hafi dropað á mótsgesti en fjölmennt var við setninguna. Margir tóku til máls við athöfnina, m.a. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Lárus Ástmar Hannesson formaður Landssambands hestamannafélaga, og ræddu um hve ánægjulegt væri að halda landsmótið þar sem æðsta menntastofnun íslenska hestsins er í heiminum.
Meira

Þóra á Þóri sigraði B-úrslit í unglingaflokki

Þóra Birna Ingvarsdóttir úr Létti á Þóri frá Hólum sigraði B-úrslit í unglingaflokki. Hlutu þau 8,68 í einkunn. Í öðru sæti var Kári Kristinsson á Kolfinni frá Efri-Gegnishólum með 8,66 í einkunn. Þá var það Benjamín Sandur Ingólfsson á Stígi frá Halldórsstöðum en hlutu þeir 8,60 í einkunn.
Meira