Hestar

Ásdís Brynja í hollenska landsliðið

Ásdís Brynja Jónsdóttir á Hofi í Vatnsdal hefur verið valin í hollenska landsliðið í hestaíþróttum. Ásdís segir að leiðarvísirinn fyrir landsliðsvali sé öðruvísi háttað í Hollandi en á Íslandi en þar þarf að ná ákveðinni lágmarkseinkunn á world ranking mótum til að eiga möguleika á að verða valinn.
Meira

Miðsumarssýningu Hólum - framlengdur skráningarfrestur

Ákveðið hefur verið að lengja skráningarfrest á miðsumarssýninguna á Hólum og opið verður fyrir skráningu til miðnættis á morgun þriðjudagsins 18. júlí. Miðsumarsýningar verða á tveimur stöðum, á Hólum í Hjaltadal og á Gaddstaðaflötum og fara fram dagana 24.-28. júlí. Á kynbótasýningum sem haldnar voru í vor voru sýnd 716 hross á átta sýningum og fengu áhorfendur að sjá heimsmet falla.
Meira

Margir urðu Íslandsmeistarar í dag

Þá er stórglæsilegu Íslandsmóti yngri flokka, sem haldið var á Hólum í Hjaltasal, lokið. Riðið var til úrslita í dag og margir Íslandsmeistarar krýndir. Keppnishaldarar ánægðir með frammistöðu unga fólksins sem eiga sér bjarta framtíði í hestaíþróttum. Hér fyrir neðan má sjá úrslit dagsins.
Meira

Góður en blautur dagur á Hólum

Í dag fór fram keppni í b-úrslitum og í gæðingaskeiði á Íslandsmóti í hestaíþróttum yngri flokka á Hólum og kemur fram hjá mótshöldurum að dagurinn hafi verið góður þrátt fyrir bleytu úr lofti. Í fyrramálið hefst dagskrá kl 9:00 á 100m skeiði en svo verður riðið til úrslita í hverjum flokki eftir það. Áætlað er að mótinu ljúki um kl. 17:00 og er fólk hvatt til að taka sunnudagsrúntinn heim að Hólum líta á glæsilega knapa og hross en ekkert kostar inn á keppnina. Úrslit dagsins voru eftirfarandi:
Meira

Mikið um dýrðir á Íslandsmóti í hestaíþróttum

Annar dagur Íslandsmóts yngri flokka í hestaíþróttum er runninn upp en keppni hófst klukkan 9 í morgun með töltkeppni ungmenna. Í gær var mikið um dýrðir, glæsilegar sýningar og hestakosturinn góður. Hér fyrir neðan má sjá úrslit gærdagsins.
Meira

Yfir 500 skráningar á Íslandsmóti í hestaíþróttum á Hólum

Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum hófst í dag á Hólum í Hjaltadall í umsjá Hestamannafélagsins Skagfirðings. Keppni hófst klukkan 9:00 með fjórgangi unglinga en keppt verður í ýmsum flokkum fram á kvöld. Á morgun hefst keppni á sama tíma með tölti ungmenna en annað kvöld kl. 20:00 fer fram kvöldvaka og hindrunarstökkskeppni í Þráarhöllinni.
Meira

Þórarinn og Narri á Heimsmeistaramót hestamanna

Meistaraknapinn Þórarinn Eymundsson og Narri frá Vestri-Leirárgörðum eru komnir í landslið hestamanna sem keppir á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fer í Eindhoven 7. - 14. ágúst. Þetta varð ljóst eftir að þeir félagar enduðu í öðru sæti í fimmgangi á Íslandsmóti fullorðinna á Gaddstaðaflötum um helgina.
Meira

Dagskrá Íslandsmóts yngri flokka í hestaíþróttum - uppfært

Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum fer fram á Hólum í Hjaltadal í boði Hestamannafélagsins Skagfirðings dagana 13.–16. júlí næstkomandi. Um svokallað World Ranking mót er að ræða sem telur telur stig á heimslista, og ýmsar greinar í boði. Hér fyrir neðan er uppfærð dagskrá mótsins.
Meira

Skagfirðingar aðsópsmiklir á Fjórðungsmóti Vesturlands

Hestamenn fjölmenntu á Fjórðungsmót Vesturlands sem haldið var í Borgarnesi um helgina. Fjöldi keppenda komu af Vesturlandi sem og úr Skagafirði og Húnavatnssýslum. Mótið þótti takast vel enda hestakosturinn góður. Skagfirðingar stóðu sig vel, komu sér allsstaðar í úrslit og röðuðu sér jafnvel í fimm efstu sæti. Í A-úrslitum A-flokks fóru Skagfirðingarnir mikinn en þau Trymbill frá Stóra-Ási og hrossaræktandinn frá Þúfum, Mette Mannseth, sigruðu með einkunnina 8.81.
Meira

Finnbogi kominn í landslið hestamanna

Skagfirðingurinn Finnbogi Bjarnason tryggði sér sæti í landsliðinu í hestaíþróttum eftir úrtökumót landsliðsnefndar og Spretts um liðna helgi. Fjórir aðrir tryggðu sig inn í liðið á mótinu samkvæmt sérstökum reglum eða lykli að vali í landsliðið sem landsliðsnefnd LH gefur út hverju sinni en fjórir heimsmeistarar frá HM2015 munu fá að verja titil sinn. HM fer fram í Oirschot í Hollandi í ágúst.
Meira