Hestar

Úrtaka fyrir KS-Deildina

Úrtaka fyrir eitt laust sæti í KS-Deildinni verður haldin í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki 25.janúar. Keppt verður í fjórgangi og fimmgangi og hefst úrtakan kl 19:00. Keppt verður í fjórgangi og fimmgangi og skulu tveir liðsmenn keppa í hvorri grein.
Meira

Keppniskvöld KS-Deildarinnar 2017

Úrtaka fyrir eitt laust sæti í KS-Deildinni verður haldin 25. janúar í Reiðhöllinni Svaðastöðum. Sagt er frá þessu í tilkynningu hjá Meistaradeild Norðurlands. Keppt verður í fjórgangi og fimmgangi og skulu tveir liðsmenn keppa í hvorri grein. Liðið skal síðan skipað a.m.k. fjórum knöpum en heimilt er að skrá fimm og verður það nánar auglýst síðar.
Meira

Girðingavinna í lok nóvember

Hestamannafélagið Skagfirðingur sá sér leik á borði og nýtti hina góðu tíð sem landsmenn hafa notið undanfarið og lét girða meðfram reiðvegi er liggur í gegnum lönd Brekku, Víðimels og Álftagerðis. Vinnan fór fram í síðustu viku en alls er girðingin um tveir kílómetrar að lengd.
Meira

Glæsileg sýning í nýjum búningnum

Síðustu þrjú ár hafa hestafimleikakrakkar á Hvammstanga verið á ferðinni og safnað dósum og flöskum en upphafslegt markmið var að stofna sjóð til að gera eitthvað skemmtilegt saman. Í ár var hins vegar brugðið út af þeim áætlunum og ákveðið að safna fyrir nýjum búningum. "Og það tókst!" segir Irina Kamp hjá hestamannafélaginu Þyt og þakkar fólki á Hvammstanga fyrir að taka svo vel á móti krökkunum að draumurinn þeirra rættist.
Meira

Þórarinn Eymundsson er knapi Skagfirðinga

Sameiginleg uppskeruhátíð hestamannafélagsins Skagfirðings og Hrossaræktarsambands Skagafjarðar var haldin í Ljósheimum sl. föstudagskvöld. Veitt voru verðlaun í hinum ýmsu flokkum.
Meira

Hestamenn huga að uppskeru ársins

Uppskeruhátíð Hrossaræktunarsambands Skagafjarðar og Hestamannafélagsins Skagfirðings verður haldin í Ljósheimum föstudaginn 11.nóvember klukkan 20:30. Þorvaldur Kristjánsson, hrossaræktunarráðunautur, mun kynna verðlaunahrossin. Gísli Einarsson, fréttamaður, mun fara með gamanmál eins og honum er einum lagið.
Meira

Finnur Bessi tilnefndur sem gæðingaknapi ársins

Austur-Húnvetningurinn Finnur Bessi Svavarsson í Litla-Dal hefur verið tilnefndur sem gæðingaknapi ársins, en titillinn er meðal þeirra sem veitt verða verðlaun fyrir á Uppskeruhátíð hestamanna í Gullhömrum í Reykjavík þann 5. nóvember næstkomandi.
Meira

Helga Una tilnefnd sem skeiðknapi ársins

Helga Una Björnsdóttir á Syðri-Reykjum í Húnaþingi vestra hefur hlotið tilnefningu sem skeiðknapi ársins, en sá titill er meðal þeirra sem veitt verða verðlaun fyrir á Uppskeruhátíð hestamanna í Gullhömrum í Reykjavík þann 5. nóvember næstkomandi.
Meira

Ásdís Ósk og Eyrún Ýr tilnefndar til knapaverðlauna

Skagfirðingarnir Ásdís Ósk Elvarsdóttir á Syðra-Skörðugili og Eyrún Ýr Pálsdóttir á Flugumýri hafa verið tilnefndar fyrir knapaverðlauna sem afhent verða á Uppskeruhátíð hestamanna í Gullhömrum í Reykjavík þann 5. nóvember næstkomandi.
Meira

Þrjú skagfirsk ræktunarbú tilnefnd til heiðursviðurkenningar

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau bú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 71 bús sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu og í ljósi afar magnaðs árangurs hjá mörgum búum var ákveðið að tilnefna 16 bú í ár. Þrjú búanna eru úr Skagafirði.
Meira