Hestar

Opið hús á Varmalandi

Það stefnir í góða Laufskálaréttarhelgi í Skagafirði þar sem veðurguðirnir ætla að splæsa logni og yfir 10 stiga hita á laugardag. Á föstudag verður einhver úði en rétt til að rykbinda reiðvegi og velli hjá þeim búum sem bjóða gestum að líta við.
Meira

Opið hús hjá Hildi og Skapta á Hafsteinsstöðum

Í tilefni Laufskálaréttarhelgar býður fjölskyldan á Hafsteinsstöðum í opið hús á Hafsteinsstöðum föstudaginn 29. september milli kl 3 og 6. Á staðnum verða folaldshryssur, tryppi á ýmsum aldri ásamt hrossum í tamningu og þjálfun. Sýnd verða nokkur hross í reið milli kl . 5 og 6. Í tilkynningu frá þeim Hildi og Skapta eru allir velkomnir og ofan ákaupið ætla þau að bjóða upp á kaffi og kleinur.
Meira

Úrslit íþróttamóts Þyts

Hestaíþróttamót hestamannafélagsins Þyts í Húnaþingi vestra var haldið 18. og 19. ágúst sl. og fór fram forkeppni í tölti í öllum flokkum, T2 og gæðingaskeiði. Á heimasíðu félagsins segir að veðrið hafi ekki leikið við mótsgesti fyrri daginn því hausthretið hafi mætt snemma þetta árið með kalsa rigningu og roki. En seinni dagurinn var fínn veðurlega séð og mun léttara yfir keppendum.
Meira

Síðasti skráningardagur á Opna íþróttamót Þyts

Opna íþróttamót Þyts verður haldið á Kirkjuhvammsvelli dagana 18. - 19. ágúst 2017. Í tilkynningu frá félaginu segir að sráningar skuli berast fyrir miðnætti þriðjudaginn 15. ágúst, þ.e. í kvöld, inn á skráningakerfi Sportfengs
Meira

Skagfirðingunum gekk vel á HM íslenska hestsins

Nú er Heimsmeistaramóti íslenska hestsins, sem fram fór í Oirschot í Hollandi, lokið. Þrír Skagfirðingar voru meðal keppenda, þeir Finnbogi Bjarnason, Þórarinn Eymundsson og Jóhann Skúlason og náðu þeir afbragðs árangri.
Meira

Dagskráin á Fákaflugi

Eins og sagt var frá á Feyki.is í gær verður Fákaflug á Hólum í Hjaltadal um helgina. Dagskrá mótsins er sem hér segir:
Meira

Fákaflug á Hólum um helgina

Um næstu helgi, dagana 28. - 30. júlí, verður hestamótið Fákaflug haldið á Hólum í Hjaltadal. Það er Hestamannafélagið Skagfirðingur sem heldur mótið í samstarfi við hestamannafélögin Létti, Hring, Funa, Snarfara, Þyt og Neista.
Meira

Ásdís Brynja í hollenska landsliðið

Ásdís Brynja Jónsdóttir á Hofi í Vatnsdal hefur verið valin í hollenska landsliðið í hestaíþróttum. Ásdís segir að leiðarvísirinn fyrir landsliðsvali sé öðruvísi háttað í Hollandi en á Íslandi en þar þarf að ná ákveðinni lágmarkseinkunn á world ranking mótum til að eiga möguleika á að verða valinn.
Meira

Miðsumarssýningu Hólum - framlengdur skráningarfrestur

Ákveðið hefur verið að lengja skráningarfrest á miðsumarssýninguna á Hólum og opið verður fyrir skráningu til miðnættis á morgun þriðjudagsins 18. júlí. Miðsumarsýningar verða á tveimur stöðum, á Hólum í Hjaltadal og á Gaddstaðaflötum og fara fram dagana 24.-28. júlí. Á kynbótasýningum sem haldnar voru í vor voru sýnd 716 hross á átta sýningum og fengu áhorfendur að sjá heimsmet falla.
Meira

Margir urðu Íslandsmeistarar í dag

Þá er stórglæsilegu Íslandsmóti yngri flokka, sem haldið var á Hólum í Hjaltasal, lokið. Riðið var til úrslita í dag og margir Íslandsmeistarar krýndir. Keppnishaldarar ánægðir með frammistöðu unga fólksins sem eiga sér bjarta framtíði í hestaíþróttum. Hér fyrir neðan má sjá úrslit dagsins.
Meira