Hestar

Hrímnir er annað liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS

Þá er komið að liði númer tvö sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS 2021 en þar er á ferðinni hið magnaða lið Hrímnis sem endaði í öðru sæti á síðasta ári. Fremstur í flokki Hrímnis fer Þórarinn Eymundsson, reiðkennari við Háskólann á Hólum og reiðmeistari FT.
Meira

Hofstorfan – 66°norður fyrsta liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS

Hestamenn eru farnir að fyllast spenningi yfir keppni Meistaradeildar KS árið 2021 en tæpur mánuður er til stefnu. Stjórn deildarinnar kynnti í gær fyrsta liðið til leiks á Facebooksíðu sinni og var þar á ferðinni Horfstorfan – 66°norður. Lilja S. Pálmadóttir frá Hofi á Höfðaströnd er liðsstjóri en Lilja hefur ávallt haft úr góðum hestum að velja.
Meira

Hofstorfan nældi sér í sæti í Meistaradeild KS

Úrtaka fyrir Meistaradeild KS fór fram í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki í gær. Þrjú lið kepptust um að komast í deildina í ár en einungis eitt sæti var laust. Það var Hofstorfan sem stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins og mun því taka þátt í deildinni sem hefst 3. mars nk.
Meira

Bjarni Jónasson knapi ársins hjá Skagfirðingi

Á dögunum fór fram verðlaunaafhending hjá Hestamannafélaginu Skagfirðingi fyrir árið 2020 en þrátt fyrir að ekki hafi verið mögulegt að halda uppskeruhátíð eins og tíðkast hefur í gegnum árin ákvað stjórn þó að tilnefna og verðlauna allt það hæfileikaríka keppnisfólk sem er í félaginu. Á heimasíðu félagsins er talinn upp hópur fólks sem tilnefndir voru til hinna ýmsu verðlauna og þeim sjálfboðaliðum sem starfað hafa fyrir félagið þökkuð óeigingjörn störf.
Meira

Íþróttakeppnir skjóta rótum :: Kristinn Hugason skrifar

Í síðustu greinum höfum við dvalið nokkuð við landsmótið 1970, en þá hófst vegferð sem við skulum nú feta áfram. Árið 1970 markaði upphaf þess þróunarskeiðs innan hestamenskunnar hér á landi sem kallast hestaíþróttir, ekki í merkingunni að á hestamennskuna hafi enginn litið sem íþrótt fyrr en þá, heldur að nýjar keppnisgreinar, sem fengu samheitið hestaíþróttir, voru teknar upp og knapar, einkum af yngri kynslóðinni á þeim tíma, fóru að leggja sig eftir þeim sérstaklega. Fyrst í stað var þetta nokkuð það sem líkja mætti við „jaðaríþrótt“ sem svo jafnt og þétt sótti í sig veðrið og er í dag orðin þungamiðjan í þeim hluta hestamennskunnar sem snýst um keppni.
Meira

Ingimar sæmdur Gullmerki Landsambands hestamanna

Eiðfaxi segir frá því að stjórn Landsambands hestamanna sæmdi á laugardag Ingimar Ingimarsson, frá Flugumýri en nú ábúanda á Ytra-Skörðugili, Gullmerki samtakana við athöfn í Þráarhöllinni á Hólum. Við athöfnina sagði Lárus Ástmar Hannesson, formaður LH m.a.: „Við hestamenn hömpum okkar góða fólki á ýmsan máta. Sumir ná góðum árangri á keppnisbrautum, aðrir rækta afburða hesta og enn aðrir vinna góð verk, standandi í eldlínu félagskerfisins sem allt annað ber uppi. Það má segja að sá aðili sem við heiðrum hér í dag hafi skilað góðum verkum á öllum þessum sviðum.“
Meira

Skrifað undir samning vegna Landsmóts á Hólum

Laugardaginn síðasta skrifuðu fulltrúar Landsmóts ehf, Hestamannafélagsins Skagfirðings og sveitarfélaganna Skagafjarðar og Akrahrepps undir samning um að Landsmót hestamanna árið 2026 verði haldið á Hólum í Hjaltadal.
Meira

Helga Una og Tóti í landsliðshóp LH 2021

Sigurbjörn Bárðarson þjálfari A-landsliðs LH hefur valið nýjan landsliðshóp fyrir árið 2021 en framundan er Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Herning í Danmörku næsta sumar. Tveir knapar úr hestamannafélögum á Norðurlandi vestra eru í hópnum og aðrir tveir sem tengjast svæðinu. Þórarinn Eymundsson, Skagfirðingi, og Helga Una Björnsdóttir, Þyt, voru valinn í fríðan hóp A landsliðs Íslands í hestaíþróttum en einnig fá ríkjandi heimsmeistarar og titilverjendur inngöngu.
Meira

Guðmar Freyr Magnússon valinn í U21 landsliðshóp LH

Hekla Katharína Kristinsdóttir landsliðsþjálfari hefur valið knapa í U21-landsliðshópi Landsambands hestamanna fyrir árið 2021, en framundan er Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Herning í Danmörku í byrjun ágúst. Knapar í landsliðshópum LH eru í forvali þegar kemur að landliðsverkefnum en einnig er landsliðsþjálfara heimilt að velja knapa utan hópsins þegar þurfa þykir.
Meira

Alltaf gaman þegar það er viðurkennt sem maður gerir

Fyrir um mánuði síðan fór þýska meistaramótið í hestaíþróttum fram þar sem mikið var um dýrðir. Í fyrsta sinn veitti þýska landssambandið IPZV viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu hestamennsku bæði í ræktun og útbreiðslu íslenska hestsins og allt sem því viðkemur og kom hún í hlut Skagfirðingsins Jóns Steinbjörnssonar frá Hafsteinsstöðum. Feykir hafði samband við Jón, eða Nonna eins og hann er oftast kallaður, og forvitnaðist um þennan verðskuldaða heiður.
Meira