Hestar

Meistaradeild KS 2018 - Lið Líflands - Kidka

Fjórða liðið sem kynnt er til leiks í KS deildinni í hestaíþróttum er lið Líflands – Kidka en fyrir því fara þau Elvar Logi og Fanney Dögg. Hafa þau fengið til liðs við sig þrjá knapa sem kepptu fyrir Íslands hönd á síðasta HM í Hollandi.
Meira

Meistaradeild KS 2018 - Lið Hofstorfunnar

Þriðja liðið sem kynnt er til leiks er lið Hofstorfunnar en það er skipað miklu keppnisfólki sem finnst allt annað en sigur vera tap. Liðsstjóri er Elvar E. Einarsson en með honum í liði er dóttir hans Ásdís Ósk, Bjarni Jónasson, Gústaf Ásgeir Hinriksson og Lilja S. Pálmadóttir.
Meira

Meistaradeild KS 2018 – Liðskynning Þúfur

Annað liðið sem kynnt er til leiks í KS deildinni í hestaíþróttum er lið Þúfna. Það lið er eins og Hrímnisliðið skipað fjórum bráðflinkum konum og þeim fylgir einn karl sem reyndar er enginn meðalmaður. Liðsstjóri er Mette Mannseth sem ávallt hefur verið við toppinn í einstaklingskeppninni.
Meira

Meistaradeild KS 2018 - Liðskynning

Fyrsta liðið sem kynnt er til leiks í KS deildinni í hestaíþróttum er lið Hrímnis en það er sigurvegari sl. þriggja ára og ljóst er að mörg lið vilja binda enda á þessa sigurgöngu. Liðsstjóri liðsins er sem fyrr Þórarinn Eymundsson sem alls hefur unnið einstaklingskeppnina fjórum sinnum.
Meira

Tóti Eymunds sigursæll á uppskeruhátíð hestamanna

Hrossaræktarsamband Skagafjarðar og Hestamannafélagið Skagfirðingur héldu sameiginlega uppskeruhátíð í Ljósheimum laugardagskvöldið 11. nóvember sl. Veitt voru verðlaun í öllum flokkum kynbótahrossa. Þórarinn Eymundsson var sigursæll og handlék nokkra bikarana.
Meira

KS-Deildin – Búið að ákveða keppnisdaga

Nú er ljóst hvaða daga verður keppt í KS- Deildinni í vetur en keppni mun hefjast þann 21.febrúar á gæðingafimi. Sú nýbreytni verður í mótaröðinni að eitt mót verður haldið á Akureyri og segir stjórn KS-Deildarinnar hlakka til komandi vetrar.
Meira

KS deildin heldur áfram

Nú er það ljóst að KS-Deildin, hið vinsæla hestaíþróttamót sem haldið hefur verið í reiðhöllinni á Sauðárkróki sl. áratug, mun verða á dagskrá í vetur. Sagt var frá því fyrir skemmstu að útlit væri fyrir því að ekki yrði keppt í KS deildinni í vetur.
Meira

Niðurstöður kynntar úr fjölþjóðlegri rannsókn sem gerð var á Landsmóti hestamanna sumarið 2016

Háskólinn á Hólum og Landssamband hestamannafélaga kynntu í dag á formannafundi Landssambands hestamanna niðurstöður rannsóknar sem fjölþjóðlegur rannsóknarhópur vann á Landsmóti hestamanna á Hólum sumarið 2016. Rannsóknahópurinn kemur frá Bretlandi, Noregi og Svíþjóð auk Íslands og eru meðlimir hans sérfræðingar á ýmsum sviðum viðburðahalds og ferðamála.
Meira

Þórarinn og Narri sýna heimsbyggðinni gangtegundir íslenska hestsins

Á Facebooksíðunni Horses of Iceland var í gær birt myndband af þeim Þórarni Eymundsyni og Narra frá Vestri-Leirárgörðum þar sem þeir sýna á magnaðan hátt allar gangtegundir íslenska hestsins. Myndbandið var unnið af kvikmyndafyrirtækinu Skottafilm á Sauðárkróki fyrir Íslandsstofu. Horses of Iceland er alþjóðlegt markaðsverkefni með það að leiðarljósi að kynna og styrkja ímynd íslenska hestsins. Markmiðið er að gera fólki um allan heim kunnugt um góða eiginleika íslenska hestsins.
Meira

KS Deildin í uppnámi

Allt stefnir í að KS- Deildin í hestaíþróttum verði ekki haldin í vetur þar sem aðstandendur Meistaradeildar Norðurlands hafa ákveðið að hætta aðkomu sinni að henni. Í yfirlýsing frá Meistaradeild Norðurlands segir að Kaupfélagi Skagfirðinga hafi verið tilkynnt um ákvörðunina en KS hefur verið aðalstyrktaraðili mótsins.
Meira