Íþróttir

Öruggur sigur Kormáks Hvatar

Lið Kormáks Hvatar tók á móti Vængjum Júpíters á Sauðárkróksvelli í dag í D-riðli 4. deildar. Leikurinn var bráðfjörugur og útlit fyrir að Húnvetningar séu til alls líklegir í sumar. Þeir voru 3-1 yfir í hálfleik, komust síðan í 4-1 en gestirnir löguðu stöðuna örlítið undir lokin og úrslitin því 4-2.
Meira

Elliði lagði Stólana

Tindastóll spilaði annan leik sinn í 3. deildinni í knattspyrnu í dag en leikið var á Würth vellinum í Árbænum . Mótherjinn var lið Elliða sem er b-lið Fylkis og það var heimamenn sem náðu að knýja fram sigur undir lokin. Lokatölur 1-0 og Stólarnir enn án stiga í Íslandsmótinu.
Meira

„Förum fullir sjálfstrausts og tilhlökkunar inn í sumarið“

Lið Kormáks Hvatar spilaði fyrsta leikinn í D-riðli 4. deildar um liðna helgi en þá mættu þeir liði Léttra á Hertz-vellinum í Breiðholtinu. Áður en keppni hófst sendi Feykir nokkrar spurningar á Ingva Rafn Ingvarsson sem tók við þjálfun liðsins nú á vordögum eftir smá sviptingar á þjálfaramarkaðnum. Hann segir lið sitt fara fullt sjálfstrausts og tilhlökkunar inn í sumarið.
Meira

„Þurfum að halda áfram að spila góðan varnarleik“

Þriðji leikurinn í einvígi Keflavíkur og Tindastóls fer fram í Keflavík á laugardag og hefst kl. 17:00. Keflvíkingar hafa unnið báða leikina hingað til og eiga möguleika á að sópa Stólunum út úr úrslitakeppninni en eflaust ætla strákarnir okkar að selja sig dýrt. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Baldur Þór Ragnarsson þjálfara Tindastóls sem bendir stuðningsmönnum Stólanna á að gefast ekki upp. „Það er alltaf möguleiki á comebacki.“
Meira

Naumt tap gegn Íslandsmeisturunum

Í kvöld mættust lið Breiðabliks og Tindastóls í Pepsi Max deild kvenna en Blikar eru núverandi Íslandsmeistarar. Það mátti því búast við erfiðum leik í Kópavoginum en Stólastúlkur börðust eins og ljón. Það var ekki fyrr en um stundarfjórðungur var eftir af leiktímanum sem Blikar brutu ísinn og gerðu eina mark leiksins. Lokatölur 1-0 og fyrsta tap Tindastóls í efstu deild staðreynd.
Meira

Rúnar Már rúmenskur meistari

Skagfirðingurinn Rúnar Már Sigurjónsson varð á dögunum rúmenskur meistari með liði sínu CFR Cluj.
Meira

Hörður Axel skaut Stólana niður í villta norðwestrinu

Lið Tindastóls og Keflavíkur mættust í Síkinu í gær í öðrum leik liðanna í átta liðum úrslitum Dominos-deildarinnar. Suðurnesjapiltarnir unnu fyrsta leikinn með átta stiga mun. Líkt og þá sýndu Tindastólsmenn seiglu í gærkvöldi, komu sterkir til leiks í síðari hálfleik og það var allt jafnt þegar aðeins fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Þá reyndust gæði gestanna Stólunum ofviða og sérstaklega gekk illa að hemja Hörð Axel að þessu sinni. Lokatölur 74-86 og Keflvíkingar komnir með Stólana í skrúfstykki.
Meira

Ísak Óli hlýtur styrk úr afrekssjóði FRÍ

Þann 17. Maí úthlutaði Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) styrkjum úr afrekssjóði FRÍ. Tilgangur afrekssjóðs FRÍ er að styrkja það frjálsíþróttafólk sem hefur náð góðum árangri í sínum greinum, fyrir komandi keppnistímabil.
Meira

Ný störf hjá Golfklúbbi Skagafjarðar

Nú er Golfsumarið að fara af stað og er Golfklúbbur Skagafjarðar (GSS) í óða önn að undirbúa sumarið uppi á Hlíðarendavelli. Ný störf hafa verið sköpuð og hefur Atli Freyr Rafnsson verið ráðinn íþróttastjóri og Karen Owolabi verslunar- og þjónustustjóri.
Meira

Lið Varmahlíðarskóla í úrslit Skólahreysti

Lið Varmahlíðarskóla er komið áfram í úrslitakeppni Skólahreysti 2021 sem fer fram þann 29. maí næstkomandi.
Meira