Íþróttir

Arctic Cat Snocross í Tindastólnum - á sunnudaginn!

Í hádeginu sunnudaginn 27. mars verður keppt í Arctic Cat Snocross á skíðasvæðinu í Tindastólnum – athugið breyttan keppnisdag. Þeir sem elska Formúlu, býflugnahljóð og benzínilm snemma að morgni ættu að skella sér í Stólinn og fylgjast með spennandi keppni. Samkvæmt upplýsingum Feykis er reiknað með um 40 þátttakendum á alvöru keppnissleðum en keppt verður í þremur flokkum.
Meira

Pínu rosalega flott frammistaða Stólanna á parketinu og á pöllunum

Tindastóll fékk Keflavík í heimsókn í kvöld í 20. umferð Subway-deildarinnar í körfubolta og reyndist leikurinn hin besta skemmtun – í það minnsta fyrir heimamenn. Stólarnir voru yfir allan leikinn og með Arnar í banastuði en kappinn skellti í tíu þrista og réðu gestirnir ekkert við hann. Gamla góða stemningin var í Síkinu, taumlaust fjör, sungið og klappað og allir í stuði. Lokatölur reyndust 101-76.
Meira

Ná Stólarnir í tvö stig gegn Keflvíkingum í kvöld?

Það er stórleikur í Síkinu í kvöld en þá mæta Keflvíkingar til leiks. Liðin eru svo sem ekki á ólíku róli í deildinni, gestirnir í þriðja sæti með 26 stig en lið Tindastóls í sjötta sæti með 22 stig. Lið Tindastóls hefur unnið fjóra leiki í röð og virðist hafa fundið taktinn en hafa ekki spilað í hálfan mánuð og spennandi að sjá hvort hvíldin komi liðinu til góða. Leikurinn hefst kl. 20:15.
Meira

Bolti og ball á Páskaskemmtun Tindastóls

Laugardaginn í páskahelgi, 16. apríl, verður blásið til hátíðar í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þar sem keppt verður í körfubolta um daginn en stiginn dans um kvöldið. Allur ágóði rennur til körfuknattleiksdeildar Tindastóls.
Meira

Dúndurstemmari á Tindastuði þrátt fyrir rok og rigningu

Það var allt að gerast á skíðasvæðinu í Tindastólnum á laugardaginn, lyftan á fullu, skíðagöngunámskeið seinni partinn og Tindastuð um kvöldið þar sem Úlfur Úlfur, Gusgusar og Flóni skemmtu góðum hópi gesta sem lét rok og rigningu ekki eyðileggja fyrir sér stemninguna í brekkunni.
Meira

Lukkan ekki í liði með Húnvetningum í Lengjubikarnum

Lið Kormáks/Hvatar var hársbreidd frá því að næla í fyrstu stigin í B deild karla, riðli C, í Lengjubikarnum í gær þegar Húnvetningar mættu liði ÍH í Skessunni í Hafnarfirði. Þeir voru 3-4 yfir þegar venjulegur leiktími var liðinn en fengu á sig tvö mörk í uppbótartíma. Lið Tindastóls spilaði síðan í Boganum á Akureyri í dag við lið Samherja og vann nauman sigur.
Meira

Nú er það svart, allt orðið hvítt! - rétt fyrir leik Stólastúlkna gegn Stjörnunni í gær :: Myndband

Ekki var útlitið gott rétt fyrir leik Tindastóls og Stjörnunnar í Lengjubikar kvenna þar sem snjó hafði kyngt niður um morguninn svo bregðast þurfti skjótt við og moka völlinn til að leikurinn gæti farið fram. Strákarnir í meistaraflokki munduðu skóflurnar af miklu harðfylgi þremur tímum fyrir leik og fleiri svöruðu kallinu og mættu með skóflur og stærri tæki.
Meira

Sigur gegn Stjörnunni í lokaleik Lengjubikarsins

Stólastúlkur léku síðasta leik sinn í Lengjubikarnum í dag þegar lið Stjörnunnar kom í heimsókn. Gengi liðanna hafði verið misjafnt; lið Tindastóls með eitt stig að loknum fjórum leikjum en Stjarnan með níu stig. Heimastúlkur voru staðráðnar í að bæta stigum á töfluna og leikurinn varð hinn fjörugasti. Lokakaflinn reyndist liði Tindastóls drjúgur og dugði til 3-2 sigurs sem svo sannarlega var sætur.
Meira

Það stefnir í fótbolta um helgina

Það er bikarhelgi í körfunni og Tindastólsmenn hvíla því. Það stefnir aftur á móti í mikla fótboltahelgi því á morgun, laugardag, eiga Stólastúlkur heimaleik gegn liði Stjörnunnar í Lengjubikarnum og hefst leikurinn kl. 14:00. Strax í kjölfarið, eða kl. 16:00, á svo sameinaður 3. flokkur Tindastóls / Hvatar / Kormáks leik gegn Aftureldingu.
Meira

Skagfirsk ættaður Björgvin Kári Íslandsmeistari í 600 metra hlaupi

Feykir sagði frá góðum árangri krakka af Norðurlandi vestra á Meistaramóti Íslands 11-14 ára sem fram fór í Reykjavík um síðustu helgi. Skemmtilegt að geta bætt því við að Björgvin Kári Jónsson, sem ættaður er úr Skagafirði, náði einnig frábærum árangri þar sem hann komst á pall í öllum þeim greinum sem hann tók þátt í og varð íslandsmeistari í 600m hlaupi 12 ára pilta.
Meira