ÍR liðið var sterkara í fyrsta leik úrslitakeppninnar
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
13.05.2021
kl. 20.48
Kvennalið Tindastóls hóf leik í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í körfubolta í dag og var leikið í TM Hellinum gegn heimastúlkum í ÍR. Breiðhyltingar enduðu í öðru sæti deildarkeppninnar en lið Tindastóls í áttnda. Heimastúlkur voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með 18 stigum í hálfleik en Stólastúlkur bitu betur frá sér í síðari hálfleik og náðu að klóra örlítið í bakkann. Lokatölur 80-66.
Meira