Körfuboltabúðir Tindastóls 9.-13. ágúst á Króknum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
17.05.2021
kl. 10.04
Körfuboltabúðir Tindastóls verða haldnar dagana 9.-13. ágúst 2021 á Sauðárkróki. Búðirnar eru ætlaðar stelpum og strákum sem eru fædd árin 2005 til 2009. Á næstu dögum munu þjálfaranir sem verða í búðunum verða kynntir til leiks.Stefnt var að því að halda samskonar körfuboltabúðir í fyrra og var aðsókn framar vonum ... en að sjálfsögðu þurfti að fresta búðunum vegna Covid. Nú skal reynt á ný og hlakkar körfuboltafólk á Króknum til að sjá unga og spræka iðkendur mæta til leiks í ágúst.
Meira