Íþróttir

Margrét Rún hélt hreinu í 1-0 sigri á Dönum

U16 ára landslið kvenna mætti Danmörku 2 á opna Norðulandamótinu í Aabenraa sem hófst klukkan 12:30 í dag. Margrét Rún Stefánsdóttir var í byrjunarliði Íslands í leiknum og lék allan leikinn. Leikurinn endaði 1-0 fyrir Íslandi og hélt Margrét því markinu hreinu. Áður hafði Ísland gert 1-1 jafntefli við Svíþjóð í mótinu en Margrét sat á bekknum í þeim leik.
Meira

400 krakkar á Smábæjarleikunum á Blönduósi um helgina

Smábæjarleikarnir á Blönduósi hefjast í dag og standa fram á sunnudag. Á mótið eru skráðir um 400 krakkar í rúmlega 50 liðum úr 12 félögum, alls staðar af landinu.
Meira

Eva Rún, Fanney og Inga Sólveig skrifa undir

Það er nóg að gera hjá stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls þessa dagana en auk þess að ráða aðstoðarþjálfara fyrir karlaliðið var í dag samið við Ingu Sólveigu Sigurðardóttur, Fanneyju Maríu Stefánsdóttur og Evu Rún Dagsdóttur um að leika með meistaraflokki kvenna í körfubolta næsta tímabil. Þær léku allar með liði Tindastóls síðasta vetur og komu upp í gegnum yngri flokka starf Stólanna.
Meira

Svavar Atli ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Tindastóls í körfunni

Í tilkynningu sem Feyki barst rétt í þessu frá stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls kemur fram að samið hefur verið við Svavar Atla Birgisson um að taka að sér starf aðstoðarþjálfara hjá meistaraflokki karla í körfubolta. Jan Bezica, sem hefur verið aðstoðarþjálfari Baldurs Þórs Ragnarsson, þjálfara Tindastóls, var fyrir skömmu ráðinn þjálfari kvennaliðs Tindastóls og Svavar tekur við hans hlutverki.
Meira

Stólarnir kræktu í stig gegn KFG

Í gær mættust lið KFG og Tindastóls í 3. deild karla í knattspyrnu á OnePlus vellinum í Garðabæ en leikurinn átti að fara fram snemma á tímabilinu en var þá frestað vegna Covid-smita í Skagafirði. Tindastólsmenn mættu sprækir til leiks eftir góðan sigur á Vopnafirði og áttu skilið að fara með öll stigin með sér norður en eins og stundum áður gekk illa að landa stigunum þremur og Garðbæingar jöfnuðu leikinn skömmu fyrir leikslok. Lokatölur 2-2.
Meira

„Síðari umferðin leggst vel í okkur“

Nú þegar Pepsi Max deild kvenna er hálfnuð, fyrri umferðin að baki, eru nýliðar Tindastóls í neðsta sæti með átta stig en eftir ágæta byrjun á mótinu fylgdu fimm tapleikir í röð. Liðið hefur hins vegar haldið markinu hreinu í síðustu tveimur leikjum og hirt í þeim fjögur stig af liðunum í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Það gefur góða von um framhaldið og vonandi að liðið sé búið að finna taktinn í efstu deild. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir þjálfara liðsins, þá Guðna Þór Einarsson og Óskar Smára Haraldsson.
Meira

Barist með kjafti og klóm fyrir þremur stigum í Garðabænum

Þar kom að því að Stólastúlkur nældu í útisigur og sinn annan sigur í Pepsi Max deildinni. Þær heimsóttu lið Stjörnunnar í Garðabæinn í gær en heimaliðið hafði sigrað Íslandsmeistara Breiðabliks í umferðinni á undan, voru í fjórða sæti deildarinnar og því fullar sjálfstrausts. María Dögg kom liði Tindastóls í forystu á 7. mínútu með þrumupoti af hálfs meters færi og síðan vörðu stelpurnar forystuna allt til loka leiksins. Lokatölur 0-1 og þó lið Tindastóls sé enn í neðsta sæti gefa úrslitin í síðustu tveimur leikjum, þar sem liðið hefur haldið hreinu, ástæðu til bjartsýni.
Meira

Andrea og Stefanía Íslandsmeistarar

Íslandsmót Frjálsíþróttasambands Íslands fyrir 15-22 ára fór fram um sl. helgi á Selfossi. Andrea Maya Chirikadzi varð Íslandsmeistari í sleggjukasti 18-19 ára stúlkna, einnig lenti hún í 2. sæti í kringlukasti og 2. sæti í kúluvarpi í sama aldurshóp. Stefanía Hermannsdóttir varð Íslandsmeistari í spjótkasti 18-19 ára stúlkna, einnig lenti hún í 3. sæti í kringlukasti í sama aldurshóp.
Meira

Kvennamót Golfklúbbs Skagafjarðar

Árlegt kvenmamót var haldið á laugardaginn í dásamlegu veðri á Hlíðarendavelli. Á mótinu spiluðu 44 konur víðsvegar af Norðurlandi. Glæsilegt vinningahlaðborð var í boði fyrirtækja í Skagafirði.
Meira

Avis samningur, frískir nýliðar og árshátíð GSS

Í gæ var undirritaður samningur milli GSS og Avis bílaleigu til tveggja ára. Avis er einn af samstarfsaðilum GSS og eru veifur á flaggstöngum á öllum flötum merktar Avis. Þar að auki er Avis styrktaraðili á opna Avis mótinu sem verður laugardaginn 24. júlí, en þar verða veglegir vinningar. Samningurinn felur í sér ákvæði um styrk og leigu GSS á bílum frá Avis. Samninginn undirrituðu Baldur Sigurðsson frá Avis og Kristján Bjarni formaður GSS.
Meira